Fréttir

Birt þann 30. júní, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

Íslandsmeistaramót í Dominion haldið 1. júlí

Spilavinir héldu Íslandsmeistaramót í spilinu Dominion í fyrra og nú er komið aftur að því. Að þessu sinni fer mótið fram þriðjudaginn 1. júlí 2014 kl. 18:30 hjá Spilavinum, Suðurlandsbraut 48. Sigurvegarinn vinnur sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramóti Dominion sem verður á GenCon í Indiana í Bandaríkjunum í ágúst. 

Á heimasíðu Spilavina er fjallað nánar um spilið og mótið:

Fyrir þá sem ekki þekkja er Dominion skemmtilegt og krefjandi borðspil sem byggir á spilastokkum. Hver leikmaður byrjar með 10 spil en smátt og smátt kaupa leikmenn spil inn í stokkinn til að stækka og bæta sitt „konungsveldi“. Einn leikur af Dominion tekur bara um 30 mínútur og hver leikur er mismunandi.

.

Á mótinu verða spilaðar þrjár umferðir af þriggja og fjögurra manna leikjum. Þeir sem koma stigahæstir úr þeim umferðum spila undanúrslita- og úrslita leiki upp á efstu sætin.

Til þess að skrá sig á mótið er nógi að melda sig á Facebook eða senda tölvupóst á spilavinir@spilavinir.is.

-BÞJ

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑