Fréttir

Birt þann 24. júní, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

CCP á forsíðu PC Gamer

CCP_PCGAMER_01Tölvuleikjaframleiðandinn CCP og leikir fyrirtækisins eru í aðahlutverki í júlí hefti PC Gamer, einu vinsælasta tímariti heims helguðu PC tölvuleikjum.

Forsíðu tímaritsins prýða karakterar úr leikjum CCP – EVE Online, DUST 514 og EVE: Valkyrie – sem ítarlega er fjallað um í blaðinu ásamt EVE Fanfest hátíð fyrirtækisins sem fram fer árlega í Hörpu, Reykjavík. Alls eru 12 síður lagðar undir umfjöllunina í blaðinu.

Júlí hefti PC Gamer ætti nú að vera fáanlegt í öllum helstu bókaverslunum og öðrum verslunum landsins sem selja tímarit. Það er einnig fáanlegt í stafrænu formi gegnum App Store Apple, Google Play og Zinio.

 

– Fréttatilkynning frá CCP
Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑