Fréttir

Birt þann 2. maí, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

EVE Fanfest 2014: Fortíð, nútíð og framtíð EVE: Valkyrie

Athöfnin Fanfest Welcome & EVE: Valkyrie Keynote byrjaði þegar Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, steig á svið. Hann hóf ræðu sína með því að segja aðeins frá sögu Fanfest-sins og hvernig það hefur stækkað á 10 árum allt í það að þeir hafi byggt minnisvarða í Reykjavík. Hann nefndi einnig World of Darkness sem CCP þurftu að hætta við í ár – og ein manneskja klappaði!

Næst nefndi hann að stefna fyrirtækisins væri sú að allir starfsmennirnir einbeittu sér einungis að EVE-heiminum. Þar á eftir nefndi hann Plex gjaldmiðilinn hvernig þeir söfnuðu peningum fyrir Rauða krossinn og hvernig hann var notaður til að hjálpa fólki eftir fellibylinn í Filippseyjunum 2013. Hann lauk svo sínum hluta aðalræðunnar með því að sýna myndbrotið sem þeir enduðu Fanfesti-ð á í fyrra.

Næstur á svið var Owen O’Brien sem er einn af helstu mönnunum á bak við EVE: Valkyrie, en áður vann hann meðal annars að gerð leiksins Mirror’s Edge. Fyrst tók hann fram að hann vildi ræða fortíð, nútíð og framtíð leiksins.

>> FORTÍÐ

Hann talaði um að EVE: Valkyrie hefði fæðst einna helst af ástríðu þeirra sem vinna að leiknum og að í rauninni hafi honum verið ýtt af stað á Fanfest í fyrra þökk sé viðbrögðum þeirra sem fengu að prófa leikinn. Hann minntist einnig á höfuðstöðvar CCP í Newcastle þar sem 25 manns eru að vinna að leiknum í dag. Hann nefndi að þeir höfðu haft í huga orðin „Full Immersion Dogfighting“ að leiðarljósi við hönnun leiksins. Einnig vildu þeir hafa leikinn fjölspilunarleik, að áhersla væri lögð á taktík og að leikurinn yrði mjög aðgengilegur.

>> NÚTÍÐ

Tilkynnt var að leikurinn myndi vera keyrður á nýju Unreal 4 grafíkvélinni. Í leiknum leikur maður flugmann í sveit fyrstu valkyrjunnar Ránar. Þegar valkyrjuflugmenn deyja eru þeir endurlífgaðir gegnum klónun og geta því barist að eilífu. Til að byrja með er hægt að fljúga þremur mismunandi tegundum geimskipa: Fighter, Heavy og Support. Munu skipin öll hafa mismunandi styrkleika og veikleika. Á fyrirlestrinum talaði O’Brien aðeins um Fighter-skipið sem í leiknum er kallað Wraith MKII. Öll skipin eiga að hafa 2 vopn og 2 sérstaka eiginleika. Til dæmis mun Fighterinn hafa „decoy“ eiginleika. Hægt verður að uppfæra og betrumbæta skipin sín, flugmanninn sinn og áhöfnina sína á jörðinni. Einnig verður hægt að uppfæra skipið sitt eftir því hvort maður sé meira fyrir að fljúga einn eða með liði. Svæðin sem maður berst í munu einnig skipta máli og hafa áhrif eftir því hvaða skip maður spilar.

Rán verður einnig aðalröddin í leiknum og leiðbeinir og gefur manni skipanir. Engin önnur en Katee Sackhoff („Starbuck“ úr Battlestar Galactica) mun ljá Rán rödd sína í leiknum. Þá voru sýnd skilaboð frá Katie þar sem baðst afsökunnar á að hafa ekki getað mætt á athöfnina. Einnig sagði hún að þegar hún fékk að spila leikinn hafi hún blótað af hamingju!

>> FRAMTÍÐ

Þessum kafla var aðallega höfðað til samkomugesta. Fengum við að vita að við gætum spilað eitt 3 mínútna borð úr EVE: Valkyrie á Oculus Rift DK2 eða á Morpheus sýndarveruleikagleraugunum. Til að komast í Morpheus gleraugun þarf maður reyndar að taka þátt í lottói.

Að lokum spilaði O’Brien stutt myndbrot úr leiknum fyrir áhorfendur og þakkaði fyrir sig. Hilmar kíkti aftur á sviðið og sagði áhorfendum að Katie hafði smá lokaorð fyrir okkur. Hún sagði einfaldlega „Harden The Fuck Up!

 

Höfundur er Elmar Víðir Másson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑