Fréttir

Birt þann 26. janúar, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

PlayStation 4 lækkar í verði

Eins og við sögðum frá í fyrra kemur nýjasta PlayStation leikjatölvan, PlayStation 4, til landsins miðvikudaginn 29. janúar næstkomandi. Reyndar voru nokkrir heppnir sem nældu sér í PS4 tölvur í desember, en tölvan fer aftur á móti í almenna sölu hér á landi 29. janúar.

Í desember voru PlayStation 4 tölvurnar seldar á verðbilinu 85.000 til 90.000 kr. (sem er skuggalega nálægt okkar verðspá!). Þær gleðifréttir voru að berast að vegna hagstæðs gengis íslensku krónunnar hefur verið ákveðið að lækka verðið. Almennt verð á PS4 er nú komið niður í 79.999 kr. og verður hægt að kaupa tölvuna í Elko, Gamestöðinni, Hagkaup og mögulega víðar þann 29. janúar 2014.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑