Birt þann 13. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Marvel Unlimited Plus ekki fyrir Íslendinga
Í síðustu viku gáfu Marvel út tilkynningu um það að Marvel Unlimited yrði uppfært. Þessi uppfærsla felur í sér að með því að borga $99.99 á ári sem samanber 12.121 kr. fær maður ekki einungis aðgang að u.þ.b 13.000 titlum frá Marvel heldur einnig einn glaðning á ári og síðan afslætti á síðu Marvel.
Fyrir þá sem ekki vita þá er Marvel Unlimited þjónusta sem er mjög lík sjálfu Marvel Comics appinu sem gefur fólki aðgang að u.þ.b 13.000 myndasögum eins og kemur fram ofar í greininni. Þessar myndasögur eru úr öllum bókum Marvel, meðal annars Fantastic Four, Avengers og X-Men. Myndasögur sem eru 6 mánaða gamlar eru sjálfkrafa settar inná appið þannig að þetta eru ekki bara myndasögur frá níunda áratugnum. Það kostar einungis $69 á ári en það samanber 8.448 kr.
Þeir sem kaupa aðgang að Marvel Unlimited Plus fá sent safnbox sem inniheldur 3 hluti.
1. 6″ Ultron styttu frá Hasbro Marvel Legends sem er ekki fáanleg neinstaðar annarsstaðar.
2. Afbrigði (variant cover) af kápu Age og Ultron #10, teiknað af Salvador Larroca.
3. Persónulegt meðlimakort með nafni sínu á, bréf frá Marvel og náttúrulega boxið sjálft.
En auðvitað er þetta of gott til að vera satt fyrir okkur Íslendingana því þeir senda ekki boxið til Íslands. Þannig að við getum því miður ekki fengið aðgang að þessum frábæra pakka. En hver veit, kannski breyta þeir þessu einhverntíman og við fáum allar þessar gersemar á endanum.
Heimild: IGN
Höfundur er Skúli Þór Árnason,
menntaskólanemi.