Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Myndasögurýni: Age of Ultron
    Bækur og blöð

    Myndasögurýni: Age of Ultron

    Höf. Nörd Norðursins29. júlí 2013Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Athugið: Inniheldur minniháttar spilla.

    Age of Ultron: Ruglingslegasti viðburður ársins.

    Núna fyrir stuttu var nýjasti viðburður Marvel: Age of Ultron að klárast en hann er búinn að vera í gangi síðan í mars. Þetta var viðburður sem ég var búinn að vera spenntur fyrir í nokkra mánuði því að Ultron er svo kraftmikill og góður karakter. Vilji hans er að eyðileggja það sem hann telur tilgangslaus, þar á meðal mannkynið.

    Mjög hæfileikaríkt fólk stendur að þessum viðburði en þessvegna er það enn leiðinlegra hversu ruglandi og lélegur viðburðurinn var. Brian Michael Bendis er penninn sem stendur að AoU en hann hefur t.d. skrifað Ultimate Spider-Man og House of M. Bryan Hitch tekur að sér að teikna fystu fimm blöðin í seríunni en hann hefur teiknað The Ultimates seríuna  fyrir Marvel og JLA fyrir DC Comics. Brandon Peterson teiknar blöð sex-átta. Hann hefur áður teiknað Uncanny X-Men. Síðustu blöðin teikna síðan Carlos Pacheco og Joe Queasada.

    Fyrir þá sem ekki vita er Ultron gervigreind sem var sköpuð af Hank Pym.

    Age of UltronViðburðurinn byrjar bæði vel og ruglingslega, á fyrstu blaðsíðu fyrsta blaðsins er New York borg sýnd þar sem hún er gjöreyðilögð. Vondir sem góðir berjast um að lifa af því Ultron er allstaðar og sér allt, þannig að hetjur á borð við Iron Man, Spider Man og Captain America þurfa að fela sig í holræsi. Eins og ég segi þá byrjar þetta afskaplega vel, sérstaklega þegar maður sér mynd af Captain America buguðum. Það er svo ruglingslegt hvernig þetta kemur uppúr þurru, það er ekkert sem útskýrir af hverju þessi viðburður byrjar og það er eins og hann hafi engin áhrif á aðra titla Marvel.

    Það eru jú auðvitað „tie-inn“ eins og Fantastic Four og Wolverine and the X-men en það er alveg eins og með allan viðburðinn, að þetta kemur bara uppúr þurru og brýtur upp flæðið í þeim seríum. Þegar fer að líða á söguna koma fleiri ofurhetjur við sögu. Nick Fury ásamt Captain America, Iron Man, Quicksilver, Storm, Red Hulk, Daisy Johnson og Black Widow ákveða að fara fram í tímann þar sem Ultron er að stjórna atburðarás nútímans. Wolverine er hins vegar ekki samála félögum sínum og fer á flakk aftur í tímann með Sue Storm, þetta endar allt í ósköpum auðvitað og Marvel heimurinn fer í rugl. Blað 8 og 9 bjarga þessum viðburði næstum því. Því þótt þau séu ruglandi og skrítin þá eru þau vel skrifuð og skemmtanagildið í þeim er alveg til staðar, annað en það var í restinni.

    Eftir þennan leiðinlega og ruglandi viðburð var maður að vona að Marvel menn myndu allavegna taka sig til og enda þetta vel. Það gerðu þeir hinsvegar ekki. Þegar öllu er á botninn hvolft kemur í ljós að þessi viðburður var bara „setup“ fyrir aðra titla Marvel og skipti þannig séð engu máli sem saga í sjálfu sér. Allt í einu er Angela karakter úr Image Comics komin í Marvel heiminn og á að byrja í Guardians of the Galaxy (hún mun koma í Guardians of the Galaxy #5) og Galactus er kominn í Ultimate Universe (serían Hunger, sem er væntanleg á þessu ári).

    Viðburðurinn fær 2.5 af 5 í einkunn því þótt að það séu nokkur góð blöð inná milli sem ættu skilið hærri einkunn þá var maður alltaf að bíða eftir útskýringum á atburðarásinni sem maður fékk bara ekki. Það verður hins vegar ekki tekið frá AoU að það er mjög vel teiknað og litað en það vegur því miður ekki mikið á móti lélegu sögunni. Oft getur verið áhættusamt að gera tímaflakkssögu en þær enda oft á því að verða torskiljanlegar en það gerðist einmitt núna. Vonbrigðin eru gríðarleg því þetta er svo góð hugmynd sem er því miður illa framkvæmd. Vonandi verður næsti viðburður Marvel betri.

     

    Höfundur er Skúli Þór Árnason,
    menntaskólanemi.

     

    Age of Ultron Marvel Myndasögurýni Skúli Þór Árnason ultron
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNörd Norðursins gefur miða á Charles Bradley: Soul of America
    Næsta færsla Skyggnst á bak við tjöldin við gerð DuckTales: Remastered [MYNDBÖND]
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Guardians of the Galaxy mun betri en The Avengers

    5. nóvember 2021

    Íslenskir myndasöguhöfundar efna til rafræns útgáfuteytis

    17. nóvember 2020

    Spider-Man: Miles Morales – Sama formúla sett í betri búning

    17. nóvember 2020

    Íslenska myndasögusamfélagið með myndasögusultu

    20. nóvember 2019

    Bíóbíllinn: Captain Marvel

    18. mars 2019

    Hvað ef Napóleónsstríðin hefðu verið háð með drekum? – Temeraire eftir Naomi Novik

    29. september 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.