Bækur og blöð

Birt þann 14. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Mía & Mjálmar – Ný íslensk vefmyndasaga

Mía & Mjálmar er ný íslensk vefmyndasaga með létt-súrrealískum ævintýrablæ eftir Sirrý & Smára, en þau hafa m.a. gefið út íslensku myndasöguna Vampíra sem kom út í fyrra. Í vefmyndasögunni er sagt frá matglaða kettinum Mjálmari og kvenhetjunni Míu sem saman koma illmennum fyrir kattarnef. Á heimasíðu Míu og Mjálmar er vefmyndasögunni lýst svona:

Reykjavík — borg óttans, þar sem ógurlegir skúrkar leika lausum hala. Við búum hvorki í öruggum né eðlilegum heimi. Fjendur og furðufuglar ógna öryggi okkar en það er tvíeyki eitt sem aldrei lætur undan. Mía og Mjálmar beita ýmsum brögðum gegn ógnvænlegum ófreskjum og koma klækjóttum illmennum fyrir kattarnef. Þess á milli njóta þau lífsins í miðborginni, valhoppa um strætin með bros á vör, baka smákökur og sötra kakómalt.

Nýtt efni um Míu og Mjálmar birtist annan hvern þriðjudag á www.miaogmjalmar.is. Til gamans má geta þess að þá skrifaði Smári skemmtilega grein um hin illu öfl myndasögumarkaðsins sem birtist hér á heimasíðu Nörd Norðursins.

-BÞJ
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑