Birt þann 2. maí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0EVE Fanfest 2013: Samantekt
EVE Fanfest 2013 fór fram í Hörpunni 25.-27. apríl og fylgdist Nörd Norðursins grannt með hátíðinni. Bjarki og Kristinn voru á staðnum og birtu heitustu fréttirnar frá hátíðinni jafnóðum á heimasíðu okkar. Í tilefni þess að EVE Fanfest 2013 er lokið höfum við tekið saman allar þær fréttir sem birtust á síðunni okkar í tengslum við hátíðina.
NÝ DUST UPPFÆRSLA
Á DUST 514 Keynote fór CCP yfir fortíð, nútíð og framtíð DUST 514. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, steig fyrstur á svið og bauð alla gesti hátíðarinnar velkomna. Tíu ár eru liðin frá útgáfu EVE Online og var hátíðin í ár því sett með pompi og prakt þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði lög úr tölvuleiknum. Hilmar tilkynnti að tónleikarnir yrðu fáanlegir á DVD eða í öðru formi í náinni framtíð. Eftir að Hilmar steig af sviði hófst sjálf kynningin á DUST 514. Uppfærslan Uprising fyrir DUST 514 er væntanleg þann 6. maí næstkomandi í PlayStation 3… MEIRA>>
WORLD OF DARKNESS
Chris McDonough, framleiðandi hjá CCP og White Wolf, tók það strax fram í upphafi kynningarinnar að hann hefði því miður engar stórar fréttir að færa af World of Darkness og að leikurinn væri í raun enn á þróunarstigi. MMO leikurinn World of Darkness sem CCP og White Wolf vinna að um þessar mundir byggir á þekktum fantasíuheimi. Á kynninguni kom fram að leikurinn muni styðjast eins mikið og hægt væri við heiminn en eðlilega verða einhverjir hlutir aðlagaðir að tölvuleikjaumhverfinu til þess að gera leikinn betri… MEIRA>>
FRAMTÍÐ EVE ONLINE
Þann 6. maí næstkomandi mun EVE Online fagna 10 ára afmæli sínu. Í gegnum öll þessi ár hefur CCP tekist vel til við að halda leiknum ferskum með því að gefa út stórar viðbætur á um hálfs árs fresti. Á EVE Keynote stigu Jon Lander, Kristoffer Touborg og Andie Nordgren á svið og gáfu viðstöddum smá forsmekk af því sem koma skal með nítjándu viðbót EVE Online, sem mun bera nafnið Odyssey og kemur út í næsta mánuði… MEIRA>>
EVE ONLINE 10 ÁRA!
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að heill áratugur sé liðinn frá því að EVE Online var gefinn út. Á EVE Keynote var farið yfir 10 ára sögu leiksins fyrir fullum sal í Eldborg, stærsta sal Hörpu. Árið 1996 var íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Oz að þróa Oz Virtual – sýndarveruleika á netinu. Frumkvöðlar CCP störfuðu hjá Oz og sáu framtíðina í tölvuleikjagerð og reyndu að telja Oz trú um að fókusa sér að nýju tölvuleikjahugmyndinni. Oz var með aðra framtíðarsýn og önnur markmið sem varð til þess að yfirgáfu Oz og stofnuðu stuttu síðar CCP sem vann að gerð tölvuleiksins… MEIRA>>
FRAMTÍÐARSTEFNA EVE OG DUST
Fjöldi nýstárlegra hugmynda hafa komið fram sem munu enn frekar stuðla að því að brjóta niður múrana sem aðskilja EVE Online og DUST 514. Til að mynda munu plánetur og tungl hafa enn meiri þýðingu fyrir spilara beggja leikja en þau gera fyrir. Ein af hugmyndunum sem hafa þegar komið fram er að leyfa spilurum að byggja geimlyftur frá plánetum svo spilarar geti styrkt stöðu sína með auknum birgðaflutningum til og frá plánetum. Þá eiga DUST og EVE spilarar í sameiningu eftir að geta byggt stjórnstöðvar á plánetum sem munu auðvelda þeim að verja svæði sín fyrir innrásum… MEIRA>>
SJÓNVARPSÞÆTTIR OG MYNDASAGA
HÆTTUSPILIÐ OG MINNISVARÐI
MYNDIR
EVE Fanfest 2013 fór fram í Hörpu 25.-27. mars og var Nörd Norðursins á staðnum. Bjarki Þór og Kristinn Ólafur tóku þessar skemmtilegu myndir af hátíðinni… MEIRA>>