Bækur

Birt þann 2. maí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

EVE Fanfest 2013: Dark Horse Comics gerir EVE myndasögur

Leikjafyrirtækið CCP sendi frá sér tilkynningu fyrir nokkru þar sem þeir óska eftir sönnum sögum frá spilurum EVE Online leiksins.

Spilarar geta sent inn eina að fleiri sögu þar sem aðrir spilarar geta kommentað á sögurnar og tekið fram hvort þeim líkaði við hana eða ekki. CCP hyggst varðveita sögurnar, ekki aðeins á tölvuskjánum eða í lokaðri geymslu, heldur koma sögunum áleiðis í gegnum aðra miðla.

Á laugardaginn greindum við frá því að Baltasar Kormákur mun gera sjónvarpsþætti sem byggja á þessum sögum. CCP hefur einnig fengið Dark Horse Comics til að gera teiknimyndasögu sem byggja á sögum frá spilurum, en Dark Horse Comics hefur meðal annars gert allmargar Hellboy, Star Wars og Buffy the Vampire Slayer teiknimyndasögur. EVE Online myndasögublaðið verður 64 bls. að lengd og koma fjórir höfundar og fjórir teiknarar að gerð blaðsins. Hægt verður að kaupa EVE myndasöguna í prentuðu formi, en hún verður einnig fáanleg ókeypis á netinu.

CCP mun einnig á næstunni gefa út bók sem tengjast EVE Online heiminum. Í bókinni EVE Source verður saga EVE heimsins sögð í máli og myndum á tæplega 200 blaðsíðum. Bókin verður fáanleg í prenti og í rafrænu formi.

CCP tilkynnti að þeir hefði stofnað sérstaka deild innan fyrirtæksins sem sér algjörlega um varning sem tengjast tölvuleikjunum þeirra. EVE Online er til að mynda til sýnis á MoMA safninu í New York og er nú þegar hægt að kaupa ýmsan varning sem tengist leiknum, auk þess sem enn fleiri hlutir eru í bígerð.

 

• Fleiri fréttir frá EVE Fanfest 2013

 

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑