Birt þann 5. apríl, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Föstudagssyrpan #37 [COSPLAY]
Við elskum búningagleði! Þó að við Íslendingar séum ekki með okkar eigið Comic Con þá fáum við reglulega tækifæri til þess að klæða okkur í búning, t.d. á hrekkjavöku, uppvakningagöngum og búningakeppnum. Myndböndin hér fyrir neðan sína úrval búninga frá London Super Comic Con, Katsucon og London Comic Con hátíðunum.
Einnig viljum við nota tækifærið og benda lesendum okkar á að herferðina CONsent: The Importance of Treating Cosplayers with Respect sem stendur yfir um þessar mundir, sem snýst um að bera virðingu fyrir hvort öðru sama hvort fólk sé klætt búningi eða ekki. En það hafa borist óþægilega margar sögur af því að komið sé illa fram við fólk (og þá sérstaklega konur) í búningum með óþarfa káfi og áreiti. Verum góð við hvort annað og elskum nördismann!
London Super Comic Con 2013
Katsucon 2013
London Comic Con 2012
Fleiri Föstudagssyrpur? Gjörðu svo vel!
– BÞJ