Bækur og blöð

Birt þann 16. mars, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Marvel myndasögusamkeppni

Frá árinu 2009 hefur Borgarbókasafn og Myndlistaskólinn í Reykjavík staðið fyrir árlegri myndasögusamkeppni og -sýningu.

Í ár er myndasögukeppnin helguð Marvel ofurhetjunum og er þátttakendum skipt niður í þrjá aldursflokka:

 

 

Borgarbókasafn og Myndlistaskólinn í Reykjavík standa nú í fimmta sinn fyrir myndasögusamkeppni og -sýningu fyrir fólk á aldrinum 10-20+ ára. Í ár verður tekin upp sú nýbreytni að keppt verður í aldurshópum: 10-12 ára, 13-16 ára og 17-20+.

Sem fyrr er keppnin helguð tiltekinni myndasöguhetju en árið 2013 eru fimmtíu ár liðin frá því að fyrstu tölublöð úrvalshetjuhópa silfuraldarinnar svokölluðu, X-Men og Avengers, litu dagsins ljós. Þema keppninnar er því „Marvel“, í höfuðið á útgefanda þessara sagna og driffjöður silfuraldar bandarísku myndasögunnar.

Í dómnefnd sitja Bjarni Hinriksson myndasöguhöfundur, Björn Unnar Valsson, bókmenntafræðingur og Inga María Brynjarsdóttir grafískur hönnuður og myndhöfundur.

Skila þarf efninu á Borgarbókasafnið ekki seinna en 2. maí næstkomandi og verða verkin til sýnis frá og með 18. maí. Nánar er farið yfir reglur keppninnar á heimasíðu Borgarbókasafnsins:

Miðað er við að hámarkslengd efnis sé 2 A4 blöð eða ein síða í A3 (öðru megin) og eru þátttakendur beðnir að nota frekar þykkan pappír en ekki venjuleg fjölritunarblöð til að tryggja að verkin verði fyrir sem minnstu hnjaski í upphengingu.

Vinnuaðferðin er algerlega frjáls og verkin geta hvort sem er verið myndasaga eða stök mynd með myndasögutema og / eða sem tengist myndasögum á einhvern hátt.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑