Bíó og TV

Birt þann 19. febrúar, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Kvikmyndahátíðin RIFF verður haldin í ár

Í janúar bárust þær fréttir að framtíð RIFF væri mögulega í hættu. Í ljós kom að Reykjavíkurborg var með svarta skýrslu um starfsemi RIFF í höndunum og hugðust hætta við að styrkja kvikmyndahátíðina. Gleðifréttir birtust svo á Mbl.is í dag þar sem fram kemur að Reykjavíkurborg hefur ákveðið að halda áfram samstarfi við RIFF og er kvikmyndahátíðinni því borgið (í bili)!

Íslenskir kvikmyndanördar geta því fagnað á ný! Við viljum þakka öllum þeim sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsinguna kærlega fyrir – hún skipti máli.

BÞJ

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑