Bíó og TV

Birt þann 29. janúar, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Uppvakningaganga og The Walking Dead forsýning 31. janúar

Nörd Norðursins ætlar að efna til uppvakningagöngu fimmtudaginn 31. janúar. Mæting verður kl. 17:30 á Hlemmi (Laugavegsmegin). Þaðan verður gengið niður Laugarveginn og endað í Bíó Paradís á Hverfisgötu kl. 18:00.

Í Bíó Paradís mun Skjár Einn og bandaríska sendiráðið á Íslandi taka á móti okkur með léttum veitingum og forsýna þriðju þáttaröðina af The Walking Dead á Íslandi, en þáttaröðin hefst 3. febrúar á Skjá Einum.

Það er um að gera að leggja metnað í búninginn, því bandaríska sendiráðið mun veita verðlaun fyrir flottasta uppvakninginn!!

Athugið að aldurstakmark er 18 ára.

 

>> Smelltu hér til að skoða viðburðinn á Facebook.

 

Sjáumst lifandi dauð næstkomandi fimmtudag!

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑