Fréttir1

Birt þann 19. janúar, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Orðrómar um að Fallout þáttaröð sé væntanleg

Munið þið eftir grimma aprílgabbinu okkar þar sem við töldum lesendur trú um að Fallout þáttaröð væri í vinnslu? Undanfarna daga hafa sögusagnir snúið þessu aprílgabbi okkar í raunverulegar væntingar þar sem fram hefur komið að Fallout þáttaröð sé í raun og veru mögulega væntanleg!

Orðrómarnir hafa borist í kjölfar þess að Bethesda Softworks fékk nýlega skráð einkaleyfi á sjónvarpsþáttum sem eiga að gerast að loknu kjarnorkustríði – líkt og í Fallout leikjunum. Einnig skrifaði leikarinn Erik Todd Dellums (sem lék DJ Three Dog í Fallout 3) á Twitter þann 8. janúar að aðdáendur Fallout 3 og Three Dog eiga mögulega eftir að sjá meira af Three Dog, en hann hefur einnig sagt að hann sé sjálfur að bíða eftir nánari upplýsingum líkt og við hin;

Three Dog Twitter

 

Nú er bara að bíða og vona það besta!

 

Heimild: Eurogamer

BÞJ

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑