Birt þann 5. desember, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Jólin 2012 á Nörd Norðursins
Bráðum koma blessuð jólin! Að því tilefni höfum við hjá Nörd Norðursins smalað öllum jólalegum færslum á einn stað. Fylgist vel með, því við munum bæta nokkrum jólalegum færslum við listann áður en við fögnum hækkandi sól þetta árið.
Hátíðartíminn er nú genginn í garð og er fátt betra en að nýta jólafríið í gott gláp undir hlýju teppi með eitthvað gómsætt að narta í. Auðvitað verða margar týpískar jólamyndir fyrir valinu og sjálfur reyni ég alltaf að vekja upp barnið í mér með ævintýralegum myndum og kannski einverju klassísku á borð við Home Alone 1 eða 2.
Hins vegar þykir mér áhugaverðara að kíkja á aðrar myndir sem gerast einnig um jólin en eru heldur óhefðbundnari og flokkast kannski ekki beint sem jólamyndir. Þær eru yfirleitt lausar við alvöru jólasveina, innihalda ekki „christmas“ eða því um líkt í titlinum og reyna ekki að troða upp á þig jólaanda með tónlist, yfirdrifnu skrauti, tilfinningaklámi og vel innpökkuðum boðskap. Nú ætlum við að henda smákökunum burt og vinda okkur beint í konfektið.
Svartir Sunnudagar ætla að sína jólamyndina Santa Claus Conquers the Martians, eina af verstu kvikmyndum allra tíma, annan í jólum kl. 20:00 í Bíó Paradís.
Það eru eflaust flestir byrjaðir að skreyta eitthvað heima hjá sér fyrir jólin. Þetta helsta skraut er rifið úr kössum; jólaseríur, jólastyttur, jólagluggatjöld, jóla þetta og jóla hitt. Það er þó alltaf gaman að breyta út af vananum og koma með nýjar skreytingar sem eru meira í takt við áhugamálið sitt og nördismann.
Að mínu mati eru flestar jólamyndir ólöglega leiðinlegar, illar gerðar með jóla-dramatík á sjöföldum sterum. Notebook og Titanic eru til að mynda með hóflega skammta af dramatík miðað við margar (bandarískar) jólamyndir. Drama á vissulega rétt á sér en þegar 99% af öllum jólamyndum fylgja sömu uppskriftinni er blandan orðin helvíti lúin.
Hér hef ég tekið saman lista yfir þær myndir sem – að mínu mati – má flokka sem vel heppnaðar jólamyndir og eru flestar þeirra auk þess með einhvers konar nörda ívafi. Vonandi koma þessar myndir ykkur í jólagírinn elsku njérðir!
Jólin nálgast óðfluga og margir sem hafa ekki hugmynd um hvað eigi að setja í jólapakkann þetta árið. Það er óþarfi að örvænta því hér koma topp 10 jólagjafahugmyndirnar og að sjálfsögðu eru þessar jólagjafir nördalegar en þó ættu allir, nördar eða ekki, að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég leitaði ekki langt yfir skammt og er hægt að kaupa allar þessar gjafir á Íslandi. Stóri plúsinn er að gjafirnar eru á viðráðanlegu verði.
Það getur verið erfitt að finna jólagjöf fyrir nördana – sérstaklega ef þú talar ekki klingonsku eða ert yfir höfuð alveg ókunnug(ur) nörda heiminum. Við hjá Nörd Norðursins höfum smalað saman gjafahugmyndum úr ýmsum áttum til að aðstoða ykkur við valið!
Athugið að þessi listi er frá árinu 2011, en þar er samt sem áður hægt að finna helling af spennandi hlutum.
Nú eru jólin að nálgast og því tilvalið að rýna í stiklu fyrir jólamynd. Ég ákvað að skoða mynd sem mun mjög líklega fara beint á DVD hér heima og örugglega fá takmarkaða dreifingu í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Þessi jólamynd er nefnilega óforskömmuð slægjumynd sem ber heitið Silent Night.