Fréttir

Birt þann 5. desember, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

Spilahelgi Nexus i Bíó Paradís

Næstkomandi helgi, 8.-9. desember, mun Nexus vera með kynningu á heitustu og vinsælustu spilunum í Bíó Paradís. Gestir geta meðal annars fengið að skoða og prófa vinsælustu borðspilin, setja saman og mála tindáta, keppt í Game of Thrones borðspilinu, prófað nýja Hobbit tindátaleikinn og margt margt fleira. Auk þess ætla Nexus að gefa Magic spilastokka á meðan birgðir endast, sem er eitt vinsælasta kortaspilið í dag.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir, ungir sem aldnir.

Á Facebook síðu viðburðarins er hægt að nálgast nákvæmari dagskrá og staðfesta komu sína. Dagskrána má einnig sjá á Nexus.is.

Forsíðumynd: Hluti af plakatinu fyrir viðburðinn (Facebook).

BÞJ

 

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑