Birt þann 26. nóvember, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Wii U kemur í verslanir 30. nóvember
Samkvæmt upplýsingum sem Nörd Norðursins fékk hjá umboðsaðila Nintendo á Íslandi, Bræðrunum Ormsson, mun leikjatölvan vera fáanleg hér á landi líkt og annarsstaðar í Evrópu föstudaginn 30. nóvember.
Wii U verður fáanleg í öllum verslunum Bræðrana Ormsson, BT og Elko. Bræðurnir Ormsson eru jafnframt byrjaðir að hita upp fyrir nýju leikjatölvuna með því að bjóða upp á Wii U forsölu og um leið gera tölvuna að forsíðuefni á heimasíðu fyrirtæksins – sjá hér.
Tveir pakkar verða í boði; Basic pakkinn og Premium pakkinn. En hvað mun nýja leikjavélin kosta, og hvað innihalda þessir pakkar?
Wii U Basic pakkinn:
- Hvít Wii U leikjatölva
- 8 gb. geymslupláss
- Hvít Wii U stjórnborð (fjarstýring)
- Hvítur penni fyrir Wii U stjórnborð
- HDMI snúra
- Spennubreytir fyrir Wii U leikjatölvuna
- Spennubreytir fyrir Wii U stjórnborð
- Verð: u.þ.b. 67.000 kr.
Wii U Premium pakkinn:
- Svört Wii U leikjatölva
- 32 gb. geymslupláss
- Svört Wii U stjórnborð (fjarstýring)
- Svartur penni fyrir Wii U stjórnborð
- Hleðslustandur fyrir Wii U stjórnborð
- Standur fyrir Wii U stjórnborð
- Standur fyrir Wii U leikjatölvuna
- Eintak af Nintendo Land
- Nintendo Network Premium áskrift
- Wii skynjari (Sensor Bar)
- HDMI snúra
- Spennubreytir fyrir Wii U leikjatölvuna
- Spennubreytir fyrir Wii U stjórnborð
- Verð: u.þ.b. 78.000 kr.
Stikla úr Nintendo Land
Meðal þeirra leikja sem verða fáanlegir frá útgáfudegi eru; 007 Legends, Batman: Arkham City – Armored Edition, Call of Duty: Black Ops II, FIFA 13, Mass Effect 3: Special Edition, New Super Mario Bros. U, ZombiU o.fl.
Wii U kom í verslanir í Bandaríkjunum 16. september og hefur fengið blendna dóma. Á meðan sumum þykir leikjatölvan óþarflega flókin og óspennandi segja aðrir að um sé að ræða bestu leikjatölvu frá Nintendo síðan GameCube kom út fyrir 11 árum síðan.
Ætlar þú að fá þér Wii U?
Tengt efni:
– Satoru Iwata opnar Wii U Premium pakkann
– E3 2012: New Super Mario Bros. U, Pikmin 3 og LEGO City: Undercover [SÝNISHORN]
– E3 2012: Resident Evil 6 og ZombiU [SÝNISHORN]
– E3 2011: Nintendo
– BÞJ