Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: Satan’s Little Helper (2004)
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: Satan’s Little Helper (2004)

    Höf. Nörd Norðursins31. október 2012Uppfært:26. maí 2013Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Satan’s Little Helper er lítil óháð kvikmynd frá árinu 2004 sem er skrifuð og leikstýrð af óháða leikstjóranum Jeff Lieberman sem hefur leikstýrt nokkrum költ myndum frá áttunda og níunda áratugnum á borð við Squirm, Blue Sunshine og Just Before Dawn. Hann hefur ekki verið mjög iðinn við kolann og þegar er komið að þessari mynd þá eru meira en 15 ár frá því að hann leikstýrði seinast kvikmynd. Hann hefur ávallt verið sér á báti en verið með sniðugar hugmyndir og þessi mynd er engin undantekning.

    Það er Hrekkjavaka og Dougie littli er á leiðinni með mömmu sinni að sækja systur sína, Jenna, hjá ferjunni sem tengir smábæinn Bell Island við umheiminn. Strákurinn er spenntur að fá systur sína í heimsókn enda er þetta hefð hjá þeim að betla nammi saman á Hrekkjavöku. Hann er með gríðarlegt ímyndunarafl og hefur einn tölvuleik á heilanum, Satan’s Little Helper, og er í heimagerðum búningi sem slíkur hjálparsveinn. Dougie fer í fýlu þegar hann sér að Jenna kemur með nýjan kærasta og stormar í burtu í leit að Satan.

    Það vill svo til að hann finnur Satan, eða svo gott sem, í líki geðsjúklings með djöflagrímu sem er í morðham og stillir upp líkunum fyrir utan húsin sín. Nema hvað Dougie heldur að þetta sé allt leikur einn og biður um að fá að vera hjálparsveinn hans. Hann fylgir manninum hvert sem er og í sameiningu valda þeir miklum usla í þessu litla bæjarfélagi. Til að bæta gráu ofan á svart, siglir hann undir fölsku flaggi um dágóða stund þar sem allir halda að hann sé einhver annar og sé bara í karakter.

    Fyrir svona ódýra kvikmynd þá er leikurinn ekki alslæmur, þekktasta nafnið í myndinni er Amanda Plummer sem leikur mömmu hans Dougie og nær að skapa nokkuð sérvitra konu sem er frekar frjáls sál. En sá sem stelur senunni er maðurinn sem er „Satan“. Hann segir ekki orð í myndinni og er ýmist fyndinn eða skelfilegur. Þar að auki er þessi gríma frábær og ef hönnunin á grímunni væri önnur þá hefði myndin ekki verið eins skemmtileg. Þetta er fyrst og fremst dökk komedía og er hryllingurinn settur í annað sæti, en þegar líður á myndina snýst þetta við og skemmir það svolítið stuðið. Myndin virkar best þegar fólk veit ekki að það steðjar einhver hætta af þessum manni með Satan grímuna. Þetta gæti bara gerst á Hrekkjavöku að einhver geðsjúklingur kæmist upp með svona lagað. Myndin er 96 mínútur en virkar samt mun lengri þar sem lopinn er teygður aðeins of mikið fyrir minn smekk. Ef þeir hefðu stytt hana aðeins og skerpt á henni þá held ég að myndin kæmi betur út þegar kemur að heildarmyndinni.

     

    Um DVD diskinn:

    Þegar maður spilar myndina koma þrjár stiklur fyrir aðrar óháðar myndir, Throttle, Who’s Your Daddy? og Evil Remains (er einnig þekkt sem Trespassing). Það er hægt að spóla áfram eða fara í næsta kafla til þess að komast að sjálfri myndinni.

    Myndin er í breiðtjaldsforminu 1.78:1, endurkóðuð fyrir öll sjónvörp, og hljóðrásin er ensk Dolby Digital 2.0. Engan texta er að finna á disknum. Kvikmyndin var tekin upp í háskerpu á stafrænu formi en það kemur engan veginn til skila á þessum DVD diski. Þeir sem framleiddu diskinn völdu að samtvinna myndina (á ensku, „interlacing“) sem verður áberandi þegar það er hröð hreyfing á skjánum og veldur því að maður sér tvær myndir í einum ramma. Það fer eftir DVD spilaranum hvernig tekst til að halda þessu í skefjum en þetta sést mun betur ef maður horfir á þetta á PC tölvum. Og ofan á þetta er erfitt að sjá einhver fín smáatriði og nætursenur koma verr út. Aftan á hulstrinu stendur að það eigi að vera 5.1 hljóðrás en það er einungis tvíóma hljóðrás að finna. Þetta er ódýr mynd og það sést á bæði mynd og hljóði en það er samt alveg hægt að horfa á þetta.

    Það er umtal með leikstjóranum sjálfum, Jeff Lieberman. Hann Lieberman er mjög hreinskilinn og hefur mikið að segja um myndina og gerð myndarinnar. Til að mynda var erfitt að vinna með Amöndu Plummer þar sem hver taka með henni var ekki eins þar sem hún átti til með að spinna. Hann sagði að konan hans sagði að þetta væri hans sjúkasta mynd. Síðan var áhugavert að heyra plön hans um endann ef hann hefði haft meiri tíma til að taka upp og ég verð að segja að myndin hefði endað á betri máta þó svo að ekkert breyttst þannig séð.

    Einnig er að finna 3 stutt atriði sem eru samtals 5 mínútur að lengd sem sýna okkur hvernig þeir fóru að því að gera þessi atriði. Leikstjórinn talar yfir myndefnið með viðeigandi upplýsingum. Frekar stutt og hefði verið gaman að sjá fleiri atriði tekin eða viðtöl við leikara en þetta gæti verið verra.

    Ég keypti þessa mynd fyrir lítið og ég sé ekki eftir því þar sem myndin nær að skemmta manni. Þetta er ekki beint góð mynd en er með ansi góðan efnivið og það er synd að ekki hefði verið hægt að fínpússa handritið betur. Myndgæðin eru alls ekki til að hrópa húrra yfir en aukaefnið bjargar þessu fyrir horn þrátt fyrir að þetta lítur út ekki fyrir að vera mikið.

     

    Höfundur er Jósef Karl Gunnarsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

     

    2004 hrollvekja Josef Karl Gunnarsson kvikmyndarýni Satans Little Helper
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaStar Wars ljósmyndakeppni Nörd Norðursins
    Næsta færsla 5 bestu uppvakningamyndir allra tíma
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019

    Skaparar It’s Always Sunny in Philadelphia búa til þætti um leikjahönnun

    10. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.