Bíó og TV

Birt þann 7. september, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Frost frumsýnd í kvöld

Frost er nýr íslenskur vísindaskáldsögutryllir gerður eftir handriti Jóns Atla Jónassonar og í leikstjórn Reynis Lyngdals, en Reynir hefur meðal annars leikstýrt Okkar eigin Osló (2011) og sjónvarpsmyndinni Hamarinn (2009).

Með aðalhlutverk fara Björn Thors (einnig þekktur sem Kenneth Máni úr Fangavaktinni) og Anna Gunndís Guðmundsdóttir, en hún lék Hildi Líf eftirminnilega í Áramótaskaupinu 2011 og er þetta hennar fyrsta hlutverk í kvikmynd í fullri lengd.

Á vef Sambíóanna segir:

FROST fjallar um ungt par, Öglu, sem er jöklafræðingur, og Gunnar, kvikmyndagerðarmann, sem koma að mannlausum rannsóknarbúðum á hálendi Íslands. Leiðangursmenn virðast hafa horfið á dularfullan hátt og Agla og Gunnar standa frammi fyrir óþekktu og banvænu afli.

Myndin verður frumsýnd í kvöld og er hægt að kaupa miða á hana á vef Sambíóanna, eða með því að smella HÉR.

Frost er bönnuð börnum yngri en 16 ára.

 

STIKLA

Tengt efni: Kvikmyndarýni: Frost

BÞJ

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑