Fréttir1

Birt þann 21. ágúst, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Counter-Strike: Global Offensive kemur út í dag

Counter-Strike: Global Offensive kemur út í dag, 21. ágúst. Eins og nafnið gefur til kynna er leikurinn nýjasta endurgerð Counter-Strike en upprunalegi leikurinn kom út árið1999. Þá var Counter-Strike viðbót (e. Mod) við leikinn Half-Life sem náði þessum gríðarlegu vinsældum sem varð til þess að hann var gefinn út sem sér tölvuleikur.

Fyrir þá sem ekki þekkja til Counter-Strike er þetta fyrstu persónu skotleikur sem er spilaður í gegnum netið þar sem að spilarinn spilar með og á móti öðrum leikmönnum. Tvö lið eru í boði, sérsveit eða hryðjuverkamenn, sem spilarinn getur valið um að tilheyra. Hverjum leik er skipt niður í margar lotur og þarf hvert lið að vinna ákveðinn fjölda af lotum til þess að sigra leikinn, t.d. til að sigra leik með 10 lotum þarf liðið þitt að vinna a.m.k. 6 lotur (best of 10). Mismunandi er hvernig lið geta unnið lotu en það fer oft eftir því hvaða borð er spilað. Í sumum borðum eiga sérsveitarmenn að bjarga gíslum og koma þeim á öruggt svæði á meðan að í öðrum borðum eiga hryðjuverkamennirnir að sprengja upp mikilvægar staðsetningar. Einnig er hægt að vinna lotu með því að fella alla andstæðingana, sem er algengasta niðurstaðan.

Aðgangur að vopnum í leikjum er byggður á fjármunum sem spilarar afla sér með því að klára verkefni í borðunum eða drepa óvini. Í fyrstu lotu byrja menn með lága fjárupphæð og því lítinn aðgang að vopnum. Eftir því sem fleiri lotur eru spilaðar safnast peningurinn saman og hægt verður að fjárfesta í betri vopnum, handsprengjum og öðrum búnaði.

Fyrir marga er leikurinn skyldukaup enda endurbæting á sígildum leik. Ég mæli með leiknum samkvæmt því sem ég prufaði í betu-útgáfunni. Grafíkin er endurbætt og mjög flott. Ný útlit á persónur spilarans og útlit vopna eru breytt. Það tekur tíma að venjast útlitsbreytingunum en það gerist fljótt. Frægustu borðin hafa verið endurgerð en eru að mestu, ef ekki öllu leyti, alveg eins nema með flottara umhverfi. Hljóðin eru eins og við þekkjum þau best og ekkert sem kemur á óvart þar.

Daníel Páll

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑