Fréttir1

Birt þann 9. mars, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Leitin að nördalegasta flúrinu heldur áfram

Leitin að nördalegasta flúrinu er nú hálfnuð og eru tvær vikur þar til Facebook kosningin hefst. Hingað til hefur fjöldi fólks sýnt leitinni áhuga og hjálpað til við að dreifa orðinu um keppnina um sveitta og dimma undirheima nördanna – og við viljum þakka kærlega fyrir það!

 


Hingað til hafa 25 einstaklingar með 34 húðflúr sótt um þátttöku í keppninni og stefnir allt í spennandi kosningar milli fjölbreyttra flúra.

Við viljum hvetja þá sem eru með nördaleg húðflúr, eða þekkja aðra með nördaleg flúr, að taka þátt í leitinni okkar að nördalegasta flúrinu.

Veglegir vinningar eru í boði Bleksmiðjunnar fyrir vinningshafa. Sigurvegarinn fær 25.000 kr. inneign upp í húðflúr hjá Bleksmiðjunni, auk þess fær annar vinningshafi 10.000 kr. inneign.

 

Umfjöllun í fjölmiðlum

Fréttablaðið, 22. febrúar (bls 16)

Harmageddon (87:30)

Pressan

Vol.is

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑