Bíó og TV

Birt þann 27. janúar, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

2

Topp 15 fyrir 2012 – Þættir

Ekki aðeins eru spennandi kvikmyndir að finna á árinu, einnig er mikið um áhugavert efni sem kemur í imbakassana okkar. Ég ákvað að taka saman lista yfir þá 15 þætti sem hljóma best að mínu mati og gætu einnig vakið áhuga hjá öðrum. Eitthvað fyrir alla; konur og karla.


 

GCB


Byrjum á einum fyrir kvenkynið sem lítur út fyrir að vera  með svipaðann húmor og persónur og myndin Bridesmaids, ef flestar persónurnar (eins og titill þáttarins gefur til kynna) eru algjörar tíkur í hinu ógurlega kristna Dallas-fylki. Þættirnir fjalla um heimkomu konu sem var algjör tík við allt og alla á menntaskólaárunum en hefur snúið lífi sínu við. Í ljós kemur að íbúar Dallas virðast ekki hafa breytt sínum gang og ekki er allt auðgleymt meðal þeirra.

Þetta er áhugaverð hugmynd og stikla þáttarins gefur til kynna að kvenkynið eigi líklegast eftir að hafa einstaklega gaman af þessum þætti og ég verð sjálfur að viðurkenna (þrátt fyrir að mér líkaði ekki Bridesmaids) að þessi þáttur virðist hafa ansi skarpan húmor og samfélagslega satíru.

 

The River


Oren Peli (Paranormal Activity) og framleiðandinn Steven Spielberg færa okkur nýjan hrollvekju-/spennuþátt þar sem hópur fólks leitar sjónvarpsupptökuhóps sem hvarf sporlaust í kringum Amasónfljótið. Þegar myndefni þeirra finnst kemst leitarhópurinn  að því að ekki er allt með feldu og að eitthvað skuggalegt og ógnvekjandi hefur átt sér stað.

Það er ansi áhugavert að Oren Peli hefur tekið það að sér að gera ekki hrollvekjumynd, heldur heila þáttaröð þar sem; líkt og í Paranormal Activity, falið myndefni spilar lykilhlutverk. Samkvæmt þeim sem hafa séð þáttinn er hann drungalegur og mjög spennandi. Yfirnáttúrulegir hrollvekjuþættir með svo stóra framleiðendur eru sjaldséðnir og verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út að lokum.

 

Alcatraz


Hinn meistaralegi þáttaframleiðandi Elizabeth Sarnoff (Deadwood, NYPD Blue, Lost, Crossing Jordan) færir okkur nýja þáttaröð, ásamt framleiðendum Lost Jack Bender og J.J. Abrams, um það sem gerist þegar fyrrverandi fangar Alcatraz snúa aftur eftir rúm fimmtíu ár. Jorge García, Sarah Jones og Sam Neill fara með aðalhlutverk og samkvæmt gagnrýnendum byrjar serían helvíti vel og lofar mjög góðu. Ómögulegt er að forðast auglýsingar fyrir þessa þætti í Bandaríkjunum og má því búast við því að þátturinn verði vinsæll þar í landi- og að óskum gagnrýnenda, langlífur.

 

Avatar: The Legend of Korra


Að mínu mati er þetta mest spennandi þáttur ársins 2012. Eftir vonbrigðin sem kvikmyndaútgáfa M. Night Shymalans af hinni frábæru teiknimyndaseríu Avatar: The Last Airbender olli hef ég þráð eitthvað gott sem byggt er á svo metnaðarfullu efni til að skola vonda eftirbragðið í burtu. Legend of Korra lofar góðu og virðist jafnvel betur teiknaðri og inniheldur meiri kvikun en Avatar: The Last Airbender.

Að þessu sinni er fjallað um nýja Avatarinn sem hefur tekist, í upphafi seríunnar, að ná völdum á jarðar-, vatns, og eldbeitingu eins og Avatörum er áætlað. Þar sem Aang var síðasti Loftbeitarinn er ómögulegt fyrir hana að læra síðustu beitinguna til að geta talist raunverulegur Avatar. En svo virðist sem svörin sem hún leitar að séu að finna meðal afkvæma Aangs – henni til mikils ama hefur þó ný and-Avatar uppreisn hafist sem gæti leitt til borgarastyrjaldar og uppþots í friðsamlega landinu sem persónurnar í síðustu seríu unnu svo hart að skapa.

Hljómar epískt ekki satt? Ekki er nóg með að hér virðist meiri vinna verið lögð í gerð þáttarins en síðast, heldur er einnig verið að tala um að þetta sé minísería; sem þýðir að við fáum líklegast mjög sterka byrjun, miðju og endi, allt á sama árinu.

 

Breaking Bad: Season 5


Síðasta serían af hinum stórkostlega drama/glæpaþætti Breaking Bad þar sem Brian Cranston hefur farið sigurgöngu með eina eftirminnilegustu sjónvarpspersónu síðari ára og er að mati flestra (og ég tek þar hjartanlega undir) besti leikarinn í nútímasjónvarpi. Það er ótrúlegt að þáttaröðin sé að enda þar sem síðasta sería batt mjög þéttan hnút á langa söguörk á stórkostlegan máta og má teljast einn besti lokaþáttur síðari ára. Nú kemur þó að því að sögulok taki við og verður spennandi að sjá hvernig allt mun ganga.

 

Bodacious Space Pirates


Hver notar ennþá orðið „Bodacious?“ Þið eruð örugglega að hrista höfuðið eins og ég þegar þið heyrðuð titilinn, en örvæntið ekki því samkvæmt gagnrýnendum og áhorfendum er okkur ekki skellt beint í ofkeyrt og kynsvæsin geimævintýri eins og maður myndi búast við; persónurnar fá fyrst sinn tíma til að þróast og dafna þar til í geiminn er haldið og lofar þátturinn mjög góðu- hugsanlega mun betri en maður hefði getað hugsað sér og er á topplista flestra gagnrýnenda yfir þá anime-þætti sem komið hafa út í byrjun ársins. Er eitthvað skemmtilegra en góð upplifun sem kemur á óvart?

 

Game of Thrones: Season 2


Framhaldið af sjónvarpsþættinum sem heltók hug, hjörtu, sjónvarpstæki og nettengingar okkar allra á síðasta ári. Himinháar væntingar eru fyrir seinni seríunni af hinni stórkostlegu pólitísku fantasíu Game of Thrones, en að þessu sinni er flétta í formúlunni: hver sem er sem lifðu af í bókinni gætu dáið og jafnvel þeir sem láta lífið í bókinni gætu lifað af ákveðna atburði (aðdáendur Ned Starks hljóta að vera fúlir). Þessar fregnir komu fram fyrir slysni þegar var verið að taka upp hluta af þáttunum hér á klakanum (enn ein ástæða til að gera okkur spennt fyrir seríunni).

Vel þróaðar persónur, heillandi heimur og einhver áhugaverðasta valdabarátta í sjónvarpi síðari ára ætti ekki að valda vonbrigðum þegar þetta snýr allt aftur en það verður sífellt erfiðara að freistast ekki til að lesa bækurnar þangað til, einhvervegin verð ég nú að svala þorstanum sem þetta efni hefur valdið.

 

On Freddie Roach


Verið tilbúin til að  þerra tárin og fela rauðu augun ef þið munuð gráta þau úr ykkur, því HBO hefur svo sannarlega tekist að finna efni sem mun fá samúð flestra og líklegast fanga hug og hjörtu margra íþróttaáhugamanna með heimildarþættinum On Freddie Roach í framleiðslu stórleikstjórans Peter Berg sem mun seinna á árinu færa okkur stórmyndina Battleship. Þættirnir fylgja núverandi hnefaleikaþjálfaranum Freddie Roach sem tekst á við daglega erfiðleika Parkinsons-sjúkdómsins sem varð til þess að hæfni hans í íþróttinni hrakaði við lok ferils hans sem hnefaleikari.

Hann gerðist þó þjálfari eftir það og samkvæmt læknum hefur starf hans sem hnefaleikaþjálfari haft mjög jákvæð áhrif á stjórnun hans milli augna og handa hreyfinga og tekst honum þökk sé því, auk lyfja og meðferðar, að bæla sjúkdóminn niður, eins og er. Til að toppa þetta allt hefur honum tekist að sópa til sín verðlaunum sem þjálfari ársins árin 2003, 2006, 2008, 2009 og 2010.  Þetta er maður sem ég vil vita meira um og lífssaga hans hljómar eins og mjög uppliftandi og sterk lífsreynsla sem einfaldlega þarf að sjá til að trúa.

 

Touch


Kiefer Sutherland snýr aftur í imbakassann í nýja þætti Tim Krings (Heroes) þar sem hann leikur föður sem á í erfiðleikum með samband sitt við mállausan 11 ára son sinn. Í ljós kemur að sonur hans sér ýmislegt sem enginn annar getur séð og gæti einnig verið að hann geti spáð fyrir um framtíðaratburði.

Ef Tim Kring fær það frelsi sem hann bráðvantaði við gerð Heroes (hver sería átti að innihalda nýtt fólk) gæti hann loks sýnt okkur hvað í honum býr. Grunnhugmynd Touch lofar góðu og ef Tim Kring tekst að skapa eftirminnilegar persónur ofan á þá hugmynd gæti þetta jafnvel orðið áhugaverðara en Heroes var í fyrstu. Ekkert klappstýrukjaftæði að þessu sinni… vonandi.

 

Luck


Ég þarf ekki að gera mikið meira en að telja upp þá faktora sem munu gera þetta að stórgóðum þætti: óskarsverðlaunahafinn Michael Mann + David Milch (höfundur NYPD Blue og Deadwood) + svikamilla innan veðhlaupa + Dustin Hoffman. Ég þarf varla að segja meira.

 

The Knight of the Area (Area no Kishi)


Þáttur sem fjallar um ungan liðsmann í fótbolta, Aizawa, sem gefst upp á draumi sínum um frama innan íþróttarinnar þegar honum finnst hann aldrei nógu góður og lifir ávallt í skugga eldri bróður síns sem skín skært í íþróttinni. Bróðir hans sér þó enn efnilegan leikmann í honum og þegar Aizawa gerist þjálfari liðsins reynir bróðir hans að komu honum aftur í leikinn þrátt fyrir mat Aizawa á sér í íþróttinni. Þegar eldri bróðir Aizawa deyr í bílslysi neyðist hanntil að taka við hlutverki bróður síns og sogast aftur inn í íþróttina, en innan um allt það kynnist hann einnig stúlku sem tengist bróður hans og áhuga hans á hæfni Aizawa.Það er einfaldlega hugmyndin að þættinum sem heillar mig svona mikið og gæti skapað mjög áhugaverðar persónudeilur og áhrifaríka atburði. Og þetta er þáttur um fótbolta, hversu oft er hægt að sjá anime þætti um fótbolta sem hljóma svona vel?

 

Dallas


Endurgerð/framhald af hinni sígildu sápuóperu Dallas, sem fangaði hug og hjörtu almennings um allan heim á sínum tíma og skapaði oft miklar ádeilur (þar á meðal ein eftirminnileg ádeilanleg sería sem endaði í sturtu).  Ég hef aldrei séð Dallas en hefði viljað vera uppi þegar hann var í gangi bara til að upplifa þessa spennu og ástúð sem margir frá því tímabili höfðu á þættinum. Þannig að þetta gætu verið áhugaverð kynni á þeirri goðsögn og gæti jafnvel toppað það sem Dallas bauð upprunalega upp á og jafnvel gert at að misförum gömlu þáttanna. Kannski er ég eitthvað vitskertur í að bæta þessum þætti á listann en ég er spenntur fyrir því að sjá hvað mun verða úr þessu. Íslendigar hafa margir sínar sápuóperur (Nágrannar eru þá mest í uppáhaldi) og kæmi ekki á óvart ef eitthvað eins og Dallas endurgerð tæki við af þeim þáttum.

 

Smash


Mjög áhugaverð hugmynd sem virðist laus við allt popp- sullið sem heltók Glee. Þátturinn fjallar um hóp fólks sem ætlar að setja á svið Broadway söngleik um Hollywood-gyðjuna Marilyn Monroe, en þau þurfa fyrst að takast á við sín eigin vandamál áður en hægt verður að láta sýninguna verða að veruleika. Serían sjálf er söngleikur og verður mjög forvitnilegt að sjá  hvort eitthvað gott verði úr þessari efnilegu hugmynd. Sirka 50/50 að þetta verði góður þáttur.

 

Awake


Vísindaskáldskapsdrama sem fjallar um rannsóknarlögreglumanninn Michael Britten sem flakkar milli tveggja raunveruleika eftir bílslys sem hann, eiginkona hans og sonur lentu í. Í einum raunveruleikanum lifði sonur hans, Rex, slysið af en eiginkona hans, Hannah, lét lífið; í hinum er aðstaðan akkúrat öfug. Í kjölfar þess lifir Michael Britten einstaklega tvöföldu lífi þar sem hann flakkar stöðugt á milli þessara tveggja raunveruleika, þar sem hann kljáist við ólíkar persónulegar ádeilur og starfsfólk; einnig byrjar hann að sjá tengingar á milli heimanna tveggja.

Stórgóð hugmynd sem virðist algjörlega ná því hvernig dramatíkin í aðstöðunni ætti að þróast, hugmyndin er byggð á kenningunni um „quantum immortality“ og má það teljast ansi sérstök hugmynd fyrir þáttaframleiðslu að byggja efnið á vísindakenningu. Þættirnir lofa góðu, gagnrýnendum virðast líka við hann og hugmyndin er fersk og býður upp á mikla möguleika.

 

Best Friends Forever


Fred Savage leikstýrði fyrsta þættinum af þessum nýja gamanþætti og það lofar vonandi góðu þar sem síðast þegar hann kom sögu í þáttagerð færði hann okkur hinn bráðfyndna Party Down. Að þessu sinni fjallar þátturinn um Jessicu sem flytur burt til að losna undan leiðindum skilnaðar sem hún stendur í og ákveður að flytja inn til bestu vinkonu sinnar, Lennon, sem hefur alltaf veitt henni samastað. En stuttu eftir að Jessica kemur á staðinn kemst hún að því að eiginmaður Lennon hefur umbreytt herbergi hennar í skrifstofu. Þetta skapar að sjálfsögðu einhverjar erjur og óþægilegar stundir meðal þessara vina og eiginmanns Lennons. Ég veit ekki meira um þáttinn en þetta, en vonir mínar eru bjartar vegna Fred Savage og vona ég innilega að þetta verði svipað í gæðum og Party Down.

 

Waiting in the Summer (Ano Natsu de Matteru)


Frá leikstjóra og persónuhönnuði Toradora, einum uppáhalds anime þættinum mínum, og handritshöfundi Honey & Clover og Requiem For The Phantom, kemur nýr rómantískur gamanþáttur um vinahóp sem ákveður eitt sumar að gera litlar kvikmyndir á 8mm myndatökuvélina sína. Um svipað leyti þróast sambönd þeirra og taka þau óvæntar stefnur í lífum sínum og sambandsþróunum – en eitthvað ennþá óvæntara er í vændum sem virtist hafa verið fest á filmu þegar þessi atburðarrás hófst. Ekki aðeins er frábært fólk að gera þessa þætti, heldur virðast þeir fullir af sjarma, sumarfjöri og áhugaverðum persónum og samböndum – auk þess minnir tónn og útlit þáttanna mig á Toradora og það boðar gott ef dæma má það sem gagnrýnendur og áhorfendur hafa að segja um þáttinn. Þessi sérstaka flétta sem á sér stað kryddar efnið heilmikið og verður gaman að sjá hvernig efnið spilast út.

 

Þá er það komið,

þegar ég setti saman listann fann ég heilmikið af efni sem mig langar nú að sjá og verður gaman að sjá hvað verður úr þessum þáttum. Fór eitthvað fram hjá lesendum og hvað eru mest spennandi þættir ársins að ykkar mati.

Axel Birgir Gústavsson

 

Tengt efni:

Topp 12 fyrir 2012 – Kvikmyndir

Topp 12 fyrir 2012 – Tölvuleikir

8 sjónvarpsþættir fyrir veturinn

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn2 Responses to Topp 15 fyrir 2012 – Þættir

Skildu eftir svar

Efst upp ↑