Fréttir1

Birt þann 28. janúar, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

2

ACTA umfangsmeira en SOPA

Síðastliðna tvo til þrjá mánuði hafa verið heitar umræður um bandarísku frumvörpin SOPA (Stop Online Piracy Act) og PIPA (Protect IP Act, eða Preventing Real Online Threats to Economic Creativity and Theft of Intellectual Property Act) og þær reglur sem á að notast við til þess að stöðva ólöglega dreifingu höfundaréttarvarins efnis á Internetinu, t.d. kvikmyndir, tónlist, sjónvarpsþætti, tölvuleiki og fleira.

Þann 18. janúar mótmæltu fjöldi vefsíðna SOPA/PIPA frumvarpinu með því að loka síðunum sínum tímabundið. Wikipedia,  reddit,  Mozilla,  FailBlog, theDailyWhat, Know Your Meme, MineCraft, RageMaker, Tucows, Destructiod, VanillaForums, WordPress og Nörd Norðursins voru á meðal þeirra sem tóku þátt.

Í kjölfar mótmælanna voru SOPA og PIPA frumvörpin lögð til hliðar og verða ekki tekin upp aftur fyrr en sátt hefur náðst um málið. Það er Lamar Smith, þingmaður Repúblikanaflokksins á fulltrúaþingi Bandaríkjanna, sem stóð á bak við SOPA frumvarpið, en hann stendur einnig á bak við frumvarpið H.R. 1981 sem skipar öllum netþjónustufyrirtækum (Internet service providers (ISPs)) í Bandaríkjunum að safna og geyma persónuupplýsingar um notendur í 12 til 18 mánuði. H.R. 1981 hefur ekki enn verið samþykkt.

Nú beinast spjótin aftur á móti að hinu svokallaða ACTA samkomulagi, eða Anti-Counterfeiting Trade Agreement, sem er í stuttu máli; SOPA á sterum. ACTA er samkomulag milli ríkja sem fylgjast með ólöglega dreifingu höfundaréttarvarins efnis á Internetinu og víðar.

Það sem gerir ACTA fyrst og fremst að umdeildu samkomulagi eru völdin sem ríkjum og þeim sem hafa höfundarréttinn að efninu eru gefin, en samkvæmt reglunum mega þau meina netverjum aðgangi að tilteknum vefsíðum sem þau telja að brjóti þessar tilteknu reglur.

Með þessu er verið að setja mikla pressu á þær vefsíður sem mögulega dreifa þess konar efni, en ekki aðeins sjóræningasíður, þar sem ætlast er til þess að ábyrgðarmenn vefsíðnanna beri ábyrgð á því sem notendur setja þar inn. ACTA býður upp á hættulega ritskoðun sem getur haft mjög slæmar afleiðingar í för með sér. Það eru ekki bara gamlar sem nýjar heimasíður sem eru í hættu, heldur einnig almennt tjáningarfrelsi á netinu – og víðar.

Bandaríkin, Ástralía, Kanada, Japan, Marokkó, Nýja Sjáland, Singapor, Suður-Kórea og Pólland hafa nú þegar skrifað undir samkomulagið, en Pólland skrifaði undir síðastliðinn fimmtudag og í kjölfarið hafa þúsundir Pólverja mótmælt á götum úti.
Búist er við því að Evrópusambandið, Mexíkó og Sviss skrifi undir samkomulagið ekki seinna en 31. mars 2013, en þá rennur fresturinn til að samþykkja samkomulagið út.

Hér í lokin er stutt myndband sem útskýrir ACTA á tveim mínútum.

Ef þú vilt hafa áhrif geturu skrifað undir mótmælalista hér.

BÞJ

 

Heimildir: BBC News, Stopp ACTAOffice of the United States Trade Representative, Wikipedia, EFF.

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



2 Responses to ACTA umfangsmeira en SOPA

  1. Pingback: Ráðstefna um stafrænt frelsi 2012 | Nörd Norðursins

  2. Pingback: CISPA: Njósnað um netverja | Nörd Norðursins

Skildu eftir svar

Efst upp ↑