Bíó og TV

Birt þann 17. október, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Zombie veisla í Bíó Paradís í október!

Malneirophrenia og Bíó Paradís standa fyrir Uppvakningahátíð og kvikmyndatónleikum 29. og 30. október 2011.

Kammerpönksveitin Malneirophrenia hefur valið fimm sígildar uppvakningamyndir sem verða sýndar yfir tvö kvöld. Þar að auki heldur sveitin kvikmyndatónleika í tilefni 100 ára afmælis þögla meistaraverkisins L’Inferno (1911), fyrstu ítölsku kvikmyndarinnar í fullri lengd. Rafdúettinn Radio Karlsson hitar upp fyrir sýninguna.

Myndavalið er glæsilegt og erfitt að láta þessa snilld fram hjá sér fara. Miðaverð er 1.000 kr. á eina sýningu en 2.000 kr. fyrir heilt kvöld eða 3.500 kr. fyrir bæði kvöldin. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á bioparadis.is og malneirophrenia.com.

 

 

Þú getur staðfest mætingu þína á Facebook hér.

 

29. október:

18:00 Night of the Living Dead (1968)
20:00 Kvikmyndatónleikar – L’Inferno (1911) (Malneirophrenia og Radio Karlsson)
22:00 The Grapes of Death (1978)

 

30. október

18:00 White Zombie (1932)
20:00 Let Sleeping Corpses Lie (1974)
22:00 Zombi 2 (1979)

 

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑