Fréttir

Birt þann 31. október, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Horfðu á fyrstu 23 mínúturnar úr Skyrim!

Það eru enn tæpar tvær vikur þar til einn stærsti tölvuleikur ársins kemur út; Elder Scrolls V: Skyrim, en hann mun koma út föstudaginn 11. nóvermber 2011 (11.11.11). Þrátt fyrir að leikurinn sé ekki enn fáanlegur í verslunum lak myndband úr leiknum á netið sem sýnir fyrstu 23 mínútur leiksins. Myndbandið birtist fyrst á vef YouTube í boði notandans Twelve Dogs Dancing, en því var fljótt eytt. Aftur á móti náðu nokkrir að hlaða niður myndbandinu og hefur það dreyfst um netið líkt og sinueldur.

Ef þú vilt ekki spilla neinu fyrir útgáfu leiksins skalltu sleppa því að horfa á þetta myndband. En þið hin getið séð myndbandið með því að smella hér. Góða skemmtun!

 

Heimild:
Kotaku

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑