Birt þann 15. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
1Kvikmyndarýni: Thor
Það sem pirraði mig helst voru staðreyndavillurnar um norræna goðafræði (sem sagnfræðingur að mennt þá hefur þetta mikil áhrif!). Það mátti svo sem alveg búast við einhverjum vitleysum frá Hollywood. Ég ætla samt að benda á eina villu sem íslenski þýðandinn gerði. Hann náði að klúðra eftirnafninu hans Loka og lét hann vera Leifsson. Kannski var það framburður leikaranna sem ruglaði hann, en Loki er Laufeyjarson.
Á heildina litið þá er þetta góð mynd sem má skemmta sér vel yfir og þeir sem hafa gaman af ofurhetju myndum í anda Iron Man og Hulk, ættu ekki að vera sviknir af þessari mynd. Ég gef henni 3 stjörnur af 5 og bíð spenntur eftir Captain America og The Avengers.
P.s. Bíðið eftir að kreditlistinn klárist þá kemur smá auka atriði 🙂
– Ívar Örn Jörundsson
Stikla fyrir Thor
One Response to Kvikmyndarýni: Thor
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Pingback: Fötin skapa hetjuna | Nörd Norðursins