Íslenskt

Birt þann 22. júlí, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Tölvuleikjapersóna: Anna Grímsdóttir

TÖLVULEIKJAPERSÓNA MÁNAÐARINS:
ANNA GRÍMSDÓTTIR

Anna Grímsdóttir er leikjapersóna í Splinter Cell. Eins og nafnið gefur til kynna er Anna komin af íslendingum en hún býr þó í Ameríku. Anna Grímsdóttir, eða Grim eins og hún er kölluð af vinnufélögum sínum í NSA (National Security Agency) er samskiptasérfræðingur hjá leyniþjónustunni Third Echelon. Starf hennar felst í því að útvega Sam Fisher (sem er aðal söguhetja leiksins) tæknilega aðstoð á meðan hann eða aðrir meðlimir Splinter Cells sinna verkefnum. Auk þess er hún öflugur hakkari og veitir tæknilega aðstoð á fleiri sviðum.

Anna Grímsdóttir fæddist árið 1974 í Boston, Massachusetts í Bandaríkjunum. Móðir Önnu fluttist frá Akureyri til Bandaríkjanna. Ekki er mikið vitað um fortíð Önnu annað en það að hún hefur unnið lengi með Fisher og hefur lært ýmislegt af honum.

Um miðjan 9. áratuginn hætti hún í St. Johns College og vann sem forritari hjá nokkrum fyrirtækjum fyrir bandaríska sjóherinn. Seint á áratugnum var hún færð yfir til NSA þar sem hún blómstraði fljótlega og fékk stöðuhækkun þar sem Internetið varð sífellt mikilvægara í tengslum við þjóðaröryggi landsins. Síðar var Anna færð yfir til Third Echelon þar sem hún stjórnar teymi af forriturum sem hafa það að markmiði að afla upplýsinga fyrir Splinter Cell verkefnið. Meðal hennar helstu verkefna til þessa hafa verið sprengjuárás NATO á Júgóslavíu (1999), neyðarástand upplýsinga í Georgíu (2004), verkefnið Barracuda (2006), árásir á netheima (2007), rannsóknin á Fisher (2009) og Third Echelon  samsærið (2011).

Til gamans má geta að kvikmynd byggð á sögu Splinter Cell er komin upp á borðið og er væntanleg árið 2013. Það verður gaman að fylgjast með því hvort Íslendingur hneppi hlutverk Önnu eða hvort Hollywood muni notfæra sér einhverja þekkta kvikmyndastjörnu.

 

Heimild: Splinter Cell Wiki (splintercell.wikia.com, Anna Grímsdóttir).
Bjarki Þór Jónsson þýddi.

 

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑