Vafra: Leikjarýni

Blocks That Matter er indí leikur sem kom út á þessu ári fyrir PC og Xbox 360 og er gerður af Swing Swing Submarine. Leikurinn er þrauta-, hopp- og skopp leikur (puzzle og platform) þar sem spilarinn þarf að forðast óvini og pússlar sig í gegnum leikinn. Saga leiksins snýst um ferðalag smávaxins vélmennis sem borar sér leið áleiðis í þeim tilgangi að bjarga sköpurum sínum, Alexey og Markus, sem óþekktir óþokkar hafa rænt. Spilarinn stjórnar vélmenninu sem safnar kubbum með því að bora í þá eða skalla þá. Í leiknum eru ýmsar tegundir af kubbum og hver og ein…

Lesa meira

Fótbolti er sú íþrótt sem hefur eitt mesta fylgi allra íþrótta víðast hvar í veröldinni, og það á nú enga að síður við hér á Íslandi. Mörgum nægir það einfaldlega ekki að sjá uppáhalds liðið sitt spila einu sinni til tvisvar í viku, svo þar getur FIFA létt þeim lífið. FIFA er þó ekki bara fyrir fótbolta unnendur, þó svo að þeir séu vissulega lang stærsti hluti spilenda, heldur eru líka þó nokkuð margir sem spila leikina en horfa varla á fótbolta yfir höfuð. Þann 28. september síðastliðinn kom á markað nýjasta útgáfan af hinni sívinsælu FIFA, fótbolta-eftirhermu, tölvuleikjaseríu. Leikurinn…

Lesa meira

From Dust er guðaleikur (god game) þar sem spilarinn stjórnar og hefur áhrif á náttúruna og umhverfi ættbálks sem er í sífellu að fjölga sér og byggja fleiri þorp. Þeir sem hafa haft gaman að guðaleikjum hingað til ættu ekki að vera fyrir vonbrigðum með From Dust frá leikjarisanum Ubisoft, en leikurinn er fáanlegur í Xbox 360, PC og væntanlegur í PS3. Í sögu leiksins fylgir spilarinn ættbálki sem þarf að byggja upp lítið samfélag í viltri náttúru. Það er markmið spilarans að vernda meðlimi ættbálksins og samfélag þeirra frá hvers kyns hamförum sem kunna að skella á. Það er misjafn…

Lesa meira

Það er sólríkur dagur í garðinum og nóg af mat að finna fyrir dúfurnar sem flækjast þar um. Skyndilega er bannskillti skellt niður í gras garðsins; EKKI GEFA FUGLUNUM. Sumarlegur bakrunnurinn dekkist og verður að lokum blóðrauður. Ein vel feit dúfa stendur upp, pírir augun og flýgur fram af byggingu með hefnd í huga. Þetta eru ekki myrk ragnarök – þetta eru hvítustu DRITARÖK sem heimurinn hefur séð! Dúfan flýgur yfir hús, menn, grill, bekki, þekktar byggingar og flugdreka og dritar sínu hvítasta niðurgangsdriti á þá. Leikurinn er gerður af þýska smáleikjafyrirtækinu Wolpertinger Games sem hefur gefið út smáleikinn Quizocalypse,…

Lesa meira

Í tölvuleiknum Techno Kitten Adventure stjórnar spilarinn ofurtöffara kettlingi með þotubagga (jetpack). Markmiðið í leiknum er einfalt; að forðast snertingu við glitrandi stjörnur, en í hverju borði eru láréttar línur uppi og niðri og ýmsar hindranir þar á milli sem samanstanda af slíkum stjörnunum. Leikurinn er fáanlegur í netverslun Xbox 360, Windows Phone 7 og iOS, en við prófuðum leikinn í Xbox 360. Þar notar spilarinn aðeins einn takka (A) til að stýra kettlingnum – þotubagginn kemur kettlingnum upp þegar ýtt er á takkann en fer niður þegar takkanum er sleppt. Reglur leiksins eru afskaplega einfaldar og það er afar…

Lesa meira

eftir Daníel Pál Jóhannsson Warhammer 40.000: Kill Team var gefinn út í júlí á Xbox Live Arcade og PlayStation Network kerfin og kostar hann $10 eða 800 Microsoft punkta.THQ sáu um gerð leiksins en eins og þeir hafa sýnt og sannað með Dawn of War seríunni, þá kunna þeir sitt þegar kemur að því að flytja söguna og skemmtunina við Warhammer 40K yfir á tölvuleikjaform. Saga leiksins er sú að Orka Kroozer geimskip er á leið til plánetu sem er í eigu Keisarans. Svokallað Kill Team af Space Marines er sent til að ráðast á geimskipið og samanstendur liðið af…

Lesa meira

eftir Daníel Pál Jóhannsson 10. júní 2011 var merkur dagur í heimi tölvuleikja, því þá kom Duke Nukem Forever út sem hafði, hvorki meira né minna, verið 15 ár í bígerð. Fyrirrennari hans, Duke Nukem 3D kom út 1996. Ástæðan fyrir þessari áður óheyrðu töf í gerð leiks var sú að fyrirtækið 3D Realms voru ekki að leggja áherslu á að klára gerð leiksins þó þeir tilkynntu að Duke Nukem Forever yrði gefinn út 1998. Í maí 2009 var 3D Realms niðurskorið vegna fjárhagslegra ástæðna og liðið bakvið framleiðslu leiksins látið fara. En í september 2010 var tilkynnt að framleiðandinn…

Lesa meira

eftir Daníel Pál Jóhannsson Leikurinn (PS3) er byggður á samnefndri kvikmynd þar sem við fylgjumst með pandabirninum Po sem er nú orðinn fullskipaður Kung Fu meistari. Sagan er beint framhald eftir fyrri kvikmynd og leiknum sem var gefinn út með þeim söguþræði. Po þarf að berjast við þá ræningja og ribbalda sem ekki flúðu þegar Tai Lung var yfirbugaður. Þeir sem hrella Friðardalinn eru eðlur, górillur og úlfar og hver öðrum hættulegri. Po vinnur með mismunandi Kung Fu meisturum til að finna tilgang óvinarins í því að ráðast á borgina heilögu. Borginni er skipt upp í nokkra hluta og ferðast…

Lesa meira

eftir Daníel Pál Jóhannsson Í byrjun 21. aldarinnar var verkefnið að smíða Örkina sett í gang. Það var talið framsýnt ogvistvænt þar sem markmið verkefnisins var að búa til fljótandi borg sem væri sjálfbær. Hún er staðsett á fjarlægum stað í Kyrrahafinu, þar sem frumkvöðlar að byggingu hennar töldu að hún yrði fyrir sem minnstum truflunum og áreiti á þeim stað. Spólum til ársins 2045. Yfirborð sjávar hefur hækkað og heilu löndin horfið. Þeir sem staðsettir voru á Örkinni voru öruggir með vatn og helstu lífsnauðsynjar. Þeir sem lifðu af hamfarirnar og tókst að sigla til Arkarinnar voru teknir inn…

Lesa meira

eftir Bjarka Þór Jónsson Það er árið 1947 og hrottalegt morð hefur verið framið í borg englanna, Los Angeles, þar sem glamúr, frægð og frami lifir góðu lífi – auk spillingar og skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögreglumaður að nafni Cole Phelps er að ganga um götur borgarinnar þegar hann heyrir skyndilega skothvelli og öskur. Cole hleypur í átt að hljóðinu og kemur að blóðugu líki liggjandi á gangstéttinni. Fórnarlambið hefur verið skotið til bana og morðinginn er á bak og burt. Hver skýtur mann um hábjartan dag í miðri stórborg? Og hvers vegna? Nú er tími til kominn að setja á sig…

Lesa meira