Vafra: Leikjarýni
eftir Daníel Pál Jóhannsson Warhammer 40.000: Kill Team var gefinn út í júlí á Xbox Live Arcade og PlayStation Network kerfin og kostar hann $10 eða 800 Microsoft punkta.THQ sáu um gerð leiksins en eins og þeir hafa sýnt og sannað með Dawn of War seríunni, þá kunna þeir sitt þegar kemur að því að flytja söguna og skemmtunina við Warhammer 40K yfir á tölvuleikjaform. Saga leiksins er sú að Orka Kroozer geimskip er á leið til plánetu sem er í eigu Keisarans. Svokallað Kill Team af Space Marines er sent til að ráðast á geimskipið og samanstendur liðið af…
eftir Daníel Pál Jóhannsson 10. júní 2011 var merkur dagur í heimi tölvuleikja, því þá kom Duke Nukem Forever út sem hafði, hvorki meira né minna, verið 15 ár í bígerð. Fyrirrennari hans, Duke Nukem 3D kom út 1996. Ástæðan fyrir þessari áður óheyrðu töf í gerð leiks var sú að fyrirtækið 3D Realms voru ekki að leggja áherslu á að klára gerð leiksins þó þeir tilkynntu að Duke Nukem Forever yrði gefinn út 1998. Í maí 2009 var 3D Realms niðurskorið vegna fjárhagslegra ástæðna og liðið bakvið framleiðslu leiksins látið fara. En í september 2010 var tilkynnt að framleiðandinn…
eftir Daníel Pál Jóhannsson Leikurinn (PS3) er byggður á samnefndri kvikmynd þar sem við fylgjumst með pandabirninum Po sem er nú orðinn fullskipaður Kung Fu meistari. Sagan er beint framhald eftir fyrri kvikmynd og leiknum sem var gefinn út með þeim söguþræði. Po þarf að berjast við þá ræningja og ribbalda sem ekki flúðu þegar Tai Lung var yfirbugaður. Þeir sem hrella Friðardalinn eru eðlur, górillur og úlfar og hver öðrum hættulegri. Po vinnur með mismunandi Kung Fu meisturum til að finna tilgang óvinarins í því að ráðast á borgina heilögu. Borginni er skipt upp í nokkra hluta og ferðast…
eftir Daníel Pál Jóhannsson Í byrjun 21. aldarinnar var verkefnið að smíða Örkina sett í gang. Það var talið framsýnt ogvistvænt þar sem markmið verkefnisins var að búa til fljótandi borg sem væri sjálfbær. Hún er staðsett á fjarlægum stað í Kyrrahafinu, þar sem frumkvöðlar að byggingu hennar töldu að hún yrði fyrir sem minnstum truflunum og áreiti á þeim stað. Spólum til ársins 2045. Yfirborð sjávar hefur hækkað og heilu löndin horfið. Þeir sem staðsettir voru á Örkinni voru öruggir með vatn og helstu lífsnauðsynjar. Þeir sem lifðu af hamfarirnar og tókst að sigla til Arkarinnar voru teknir inn…
eftir Bjarka Þór Jónsson Það er árið 1947 og hrottalegt morð hefur verið framið í borg englanna, Los Angeles, þar sem glamúr, frægð og frami lifir góðu lífi – auk spillingar og skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögreglumaður að nafni Cole Phelps er að ganga um götur borgarinnar þegar hann heyrir skyndilega skothvelli og öskur. Cole hleypur í átt að hljóðinu og kemur að blóðugu líki liggjandi á gangstéttinni. Fórnarlambið hefur verið skotið til bana og morðinginn er á bak og burt. Hver skýtur mann um hábjartan dag í miðri stórborg? Og hvers vegna? Nú er tími til kominn að setja á sig…
eftir Bjarka Þór Jónsson Árið 2007 kom þrautaleikurinn Portal út og náði miklum vinsældum. Nú, fjórum árum síðar, hefur leikjafyrirtækið Valve (Half-Life, Portal, Left 4 Dead) gefið út framhald af leiknum – Portal 2 – sem byrjar þar sem fyrri leikurinn endaði. Söguþráður Í leiknum er haldið áfram með söguna úr fyrri leiknum þar sem þrautir hafa verið hannaðar í tilraunarskyni af tilrauna- og rannsóknarstofunni Aperture Science í þeim tilgangi að rannsaka leiðir og möguleika á þrautalausnum og tækninýjungum. Fyrri Portal leiknum lauk með eyðileggingu á GLaDOS, sem var kaldhæðin og stórhættuleg tölva gædd gervigreind og með einstakan persónuleika.…
– eftir Daníel Pál Jóhannsson Árið 1992 gaf framleiðandinn Midway út tölvuleik sem hét því frumlega nafni Mortal Kombat. Leikurinn var gefinn út á spilakössum sem svar Midway við leiknum Street Fighter II frá Capcom. Vinsældir Mortal Kombat komu varla á óvart því þarna var kominn þvílíkur bardagaleikur með góðan söguþráð og gott bardagakerfi. Ári síðar hófu Midway að gefa út Mortal Kombat á leikjatölvur til að auka markaðshlutfall sitt. Þeir gáfu Mortal Kombat leikinn út fyrir Sega Mega Drive/Sega Genesis árið 1993 en þar sem það voru miklar hömlur á hvað innihald tölvuleikja á þessari vél mátti vera, þurftu…
eftir Bjarka Þór Jónsson PewPewPewPewPewPewPewPewPew er tveggja manna tölvuleikur sem nýlega var gefinn út af óháða tölvuleikjafyrirtækinu Incredible Ape þar sem eru einungis tveir starfsmenn; annar sér um forritun og hinn um útlitið. Í leiknum stjórna spilararnir manni í geimbúningi gæddum þotubagga (e. jetpack) og geislabyssu. Maðurinn færist sjálfkrafa frá vinstri til hægri í gegnum leikinn og þurfa spilarar að nota þotubaggan og byssuna til að forðast hindranir og eyða óvinum sem á vegi hans verða. Það er ekki einungis titill leiksins sem vekur áhuga og forvitni, heldur einnig stjórnun hans. Spilarar nota hvorn sinn hljóðnemann í stað hefðbundinna stjórntækja.…
eftir Daníel Pál Jóhannsson (Þetta efni birtist upphaflega í 1. tbl. af Nörd Norðursins sem hægt er að nálgast hér) Hugmynd fæðist Við sofum. Okkur dreymir. En hvert fara draumarnir þegar við vöknum? Samkvæmt Media Molecule þá fara allir draumar og hugmyndir okkar á sama stað. Þeir ákváðu því að búa til leik um þennann heim, þar sem allt safnast saman. Sá leikur heitir LittleBig Planet (LBP). Fyrsti LittleBig Planet leikurinn kom út í 3. nóvember 2008 í Evrópu og hefur selst í 4.5 milljónum eintaka hingað til. Þessi grein fjallar aðallega um nýjustu útgáfuna sem heitir því frumlega nafni LittleBig…
eftir Daníel Pál Jóhannsson (Þetta efni birtist upphaflega í 1. tbl. af Nörd Norðursins sem hægt er að nálgast hér) MotorStorm: Apocalypse kom út í Evrópu 16. mars 2011, framleiddur af Evolution Studios og gefinn út af Sony. Leikurinn er fjórði leikurinn í MotorStorm seríunni, en hann er óbeint framhald af fyrri leikjum. MotorStorm snýst um hröð farartæki, en hann inniheldur mótorhjól, fjórhjól og öfluga bíla. Farartækin eru sett á svakalegar keppnisbrautir, sem eru síbreytilegar, þar sem spilarinn keppir við allt að 15 andstæðinga í einu. Leikurinn gerist í ónefndri borg, kölluð Borgin, á vestur-strönd Bandaríkjanna. Gríðarlegar náttúruhamfarir hafa riðið yfir…