Vafra: Leikjarýni
The Evil Within er hryllingsleikur framleiddur af Tango Gameworks og útgefinn af Bethesda Softworks. Leikstjóri leiksins er enginn annar en Shinji Mikami sem var maðurinn á bakvið Resident Evil leikina. Mikið hefur breyst síðan fyrsti Resident Evil leikurinn kom út, bæði hvað varðar grafík og innihald leikja og The Evil Within endurspeglar það. Rannsóknarlögreglumaðurinn Sebastian Castellanos fær útkall og fer, ásamt samstarfsfélögum sínum, á geðveikarahæli þar sem eitthvað hræðilegt hefur gerst. Fljótlega er Sebastian rotaður og þegar hann vaknar þá veit hann ekki hvar hann er eða hvað er á seyði. Undarlegir atburðir gerast og fer hann að gruna að…
Tveir síðustu leikirnir sem ég hef spilað á PS4 hafa báðir átt sér stað í nokkurns konar gotneskri hliðstæðu við Lundúnuborg á Viktoríutímabilinu og hafa bæði varúlfa sem eru ekki kallaðir varúlfar. En þar endar samlíkingin því að Bloodborne (PS4) og The Order 1886 eru ólíkir að nær öllu öðru leyti. Mr. Miyazaki Bloodborne er gerður af From Software, þeim sömu og gerðu Demon’s Souls, Dark Souls og Dark Souls 2 og þar er fremstur í flokki meistarinn Hidetaka Miyazaki. Hann var einn aðalmaðurinn bak við perlurnar Dark Souls og Demon’s Souls en kom ekki nálægt Dark Souls 2…
Aaru’s Awakening er pallaleikur í tvívídd (scrolling platformer) frá íslenska leikjafyrirtækinu Luminox Games, átta manna fyrirtæki staðsett í Hafnarfirðinum. Fyrirtækið var stofnað 2012 og Aaru’s Awakening er fyrsti og eini leikurinn þeirra hingað til. Sjálfur fékk ég að prófa leikinn á Haustráðstefnu Advania 2013 og þótti hann áhugaverður. Aaru þessi er, í orðum Lumenox, blanda af hana og górillu og er Meistari Dögunar. Í þessum heimi eru guðirnir kenndir við mismunandi birtuskilyrði og nefnast Dögun, Dagur, Rökkur og Nótt (Dawn, Day, Dusk and Night). Guðirnir hafa gert samning sín á milli til að allt gangi friðsamlega fyrir sig en nú…
The Order 1886 hefur verið umtalaður síðustu daga og vikur en ekki á góðan máta. Helsta gagnrýnin hefur verið lengdin; sumum hefur tekist að klára hann á fimm tímum en sjálfur var ég að nálgast tíu tímana. Meðallengdin er líklega einhvers staðar þar á milli vegna þeirrar áráttu minnar að kíkja í öll skúmaskot og skoða alla ganga. Lengdin er hins vegar bara ein mælistika af mörgum og hver og einn þarf að gera upp við sjálfan sig hversu mikilvægur þáttur hún er. Það er alveg eins slæmt að teygja lopann eða láta spilarann endurtaka sama hlutinn aftur og aftur…
inFAMOUS: First Light er baksaga Abigail Walker sem er persóna í inFAMOUS: Second Son. Hægt er að kaupa hann sem niðurhal eða á diski og hægt er að spila leikinn án þess að eiga Second Son. Leikurinn er eingöngu fáanlegur á PlayStation 4. Sagan gerist fyrir atburði fyrri leiksins og flakkar hún fram og til baka í tíma. Abigail, eða Fetch eins og hún er kölluð, er í haldi yfirvalda vegna þess að hún er með óvenjulega krafta. Hún segir sögu sína hvernig hún var handsömuð ásamt því að sýna krafta sína í lokuðum risastórum sal með óvinum sem eru…
Hideo Kojima kemur með Metal Gear Solid V: The Phantom Pain einhvern tímann á næsta ári. Í sárabætur fengum við Metal Gear Solid V: Ground Zeroes til að svala forvitninni. Þessi stutti leikur er stutt forsaga Phantom Pain og virkar í rauninni sem spilunarleiðbeiningar. Metal Gear leikirnir hafa stokkið fram og til baka hvað varðar tíma en þessi leikur er beint framhald leiksins Metal Gear Solid 3: Peace Walker. Þessi leikur var spilaður á PlayStation 3. Hinn eitursvali Snake er sendur í enn eina hættuförina þar sem hann þarf að bjarga tveim manneskjum á leynilegri bandarískri herstöð á Kúbu og…
Steinar Logi skrifar: Lego Batman 3: Beyond Gotham er nýjasti Lego leikurinn byggður á þekktu vörumerki. Fyrstur var Lego: Star Wars sem kom út 2005 og síðan þá hafa leikirnir komið út ár eftir ár með lítilsháttar breytingum á formúlunni. Undanfarið hafa þó margir leikirnir verið með opinn heim þar sem hægt er að flækjast um og leysa minni háttar verkefni sb. Marvel Super Heroes. Þar sem undirritaður er „aðeins“ eldri en markhópurinn þá voru 8 ára sonurinn og vinir hans fengnir til að spila hann einnig. Þetta ár höfum við spilað Lego Marvel Super Heroes (toppeinkunn) og Lego Pirates…
Ástæða heitis nýjasta leiksins í Borderlands seríunni er að hann kemur út eftir Borderlands 2 en atburðirnir í honum eru á undan. Borderlands 2 var (og er) mjög góður leikur en það var greinileg lögð áhersla á að tveir eða fleiri spiluðu. Það ásamt því að maður gat auðveldlega villst og það tók stundum mikinn tíma að komast á milli staða olli því að ég hætti fljótlega að spila hann á sínum tíma (og reyndar fór ég aftur að spila fyrsta leikinn og náði loks platínum þar). Þess vegna kom Borderlands: The Pre-Sequel (PS3) undirrituðum verulega á óvart þar sem…
Middle-earth: Shadow of Mordor er ný viðbót við Miðjörð, ævintýraheim J. R. R. Tolkien. Í þessum þriðju persónu ævintýraleik frá Monolith Productions og Behaviour Interactive fer spilarinn með hlutverk hetjunnar Talion. Sagan gerist mitt á milli The Hobbit og Hringadróttinssögu þar sem Sauron hefur snúið aftur með her sinn til Mordors og handsamað eða drepið flesta sem á vegi þeirra urðu – meðal annars eiginkonu og son Talions. Í hefndarhug ferðast Talion um Mordor ásamt minnislausum álfi sem fylgir honum hvert skref. Í leiknum fær spilarinn að vita meira um uppruna töfrahringsins Ring of Power og verður fljótt ógnarlegasti bardagakappinn…
Destiny er sci-fi skotleikur með smá RPG fítusum bætt við. Fólk var orðið mjög spennt fyrir næsta leik Bungie, þeir sem gerðu hina frábæru Halo leiki, þannig að væntingarnar til leiksins voru mjög háar. Ég var einn af þeim sem beið mjög spenntur eftir þessum leik og það má segja að biðin hafi verið þess virði. Að einhverju leiti. Leikurinn snýst um þig, The Guardian, sem rýs upp frá dauðum þökk sé Ghost, lítils vélmennis sem hver og einn Guardian á. Af einhverjum ástæðum er heimurinn í rústi og þú þarft að hjálpa til við að bjarga honum. Þetta er…