Vafra: Leikjarýni
Helgi Freyr Hafþórsson skrifar: Þessi gagnrýni byggir á PS4 útgáfu leiksins. Mikil spenna ríkti þegar spilun leiknum var smellt í tölvuna, en sú spennan tengdist mikið eldri minningum af Skyrim, þar sem fjöldinn allur af fólki er enn að spila þann leik í dag. Hins vegar þá er mikill munir á þessum leikjum, þar sem annar er spilaður á netinu með fjölda annarra spilara en hinn er meira í því að leikmenn spila einir í sínum eigin heimi. Eitt af því sem margir Skyrim spilarar hafa beðið um lengi, að geta spilað við aðra í þessum heimi. Er þá ekki…
Daníel Páll Jóhannsson skrifar: Magicka 2 er leikur frá Pieces Interactive og gefinn út af Paradox Interactive sem fjallar um galdrakarla í Midgård. Leikurinn er framhald af fyrri leik sem heitir Magicka og var nokkuð vel liðinn. Magicka 2 byrjar á því að segja sögu galdrakarla í heiminum og hvernig þeir lögðu allt í rúst með stríði sín á milli. Bændur, aðalsmenn, féhirðar og hirðfífl urðu öll saman fyrir barðinu á göldrunum og ýtti þetta undir stöðugt hatur á galdra og alla notendur galdra. Spilari byrjar með galdrakallinn sinn í rústum Aldrheim, sem er stærðarinnar kastali. Í kastalanum er farið…
Steinar Logi Sigurðsson skrifar: Sá sem fann upp orðatiltækið „betra seint en aldrei“ hafði líklega ekki leikjagagnrýni nú til dags í huga. En það góða er að nú er undirritaður búinn að spila Witcher 3 (PS4) algerlega í gegn ásamt talsverðu af aukadóti og ég get staðfest það að leikreynslan er ekki fullkomin nema að hafa spilað Geralt með „soul patch“ og „grunge“ hárgreiðslu. CD Projekt RED hafa verið með hreint frábæran stuðning við leikinn frá útgáfu og þessar hársnyrtingar ásamt öðru efni er að koma út í hverri viku. Dembum okkur í gagnrýnina út frá stöðunni í dag en…
Bjarki Þór Jónsson skrifar: Mortal Kombat bardagaserían hefur notið mikilla vinsælda í gegnum árin en fyrsti leikurinn í seríunni kom út árið 1992. Mortal Kombat leikirnir þykja brútal og má segja að miskunnarlaust ofbeldi og meðfylgjandi blóðbað sé eitt helsta einkenni leikjanna. Fjögur ár eru liðin frá seinasta Mortal Kombat leik (sem við gáfum fjórar og hálfa stjörnu). Nýjasti leikurinn ber heitið Mortal Kombat X og kom í verslanir í apríl 2015 á PS4, Xbox One og PC. Leikurinn er væntanlegur á PS3 og Xbox 360 síðar á þessu ári. Mortal Kombat X er bardagaleikur í háum gæðaflokki og klárlega…
Fyrir ykkur sem hafa aldrei heyrt um Borderlands leikina, Claptrap segir skamm á ykkur, þá er þetta fyrstu persónu skotleikur sem hefur frekar klikkaðan og skemmtilegan húmor. Svona pínu eins og ef Mad Max og Looney Toons myndi eignast barn og Call of Duty væri barnfórstran. Þetta leikjasafn inniheldur tvo leiki, Borderlands 2 og Borderlands: The Pre-Sequel, þar sem allt aukaefni sem hefur verið gefið út fyrir leikina fylgir með. Borderlands 2 hefur verið uppfærður til að standast kröfur núverandi kynslóð leikjatölva og lítur töluvert betur út núna en þegar hann kom fyrst út. En eins og nafnið gefur til…
The Evil Within er hryllingsleikur framleiddur af Tango Gameworks og útgefinn af Bethesda Softworks. Leikstjóri leiksins er enginn annar en Shinji Mikami sem var maðurinn á bakvið Resident Evil leikina. Mikið hefur breyst síðan fyrsti Resident Evil leikurinn kom út, bæði hvað varðar grafík og innihald leikja og The Evil Within endurspeglar það. Rannsóknarlögreglumaðurinn Sebastian Castellanos fær útkall og fer, ásamt samstarfsfélögum sínum, á geðveikarahæli þar sem eitthvað hræðilegt hefur gerst. Fljótlega er Sebastian rotaður og þegar hann vaknar þá veit hann ekki hvar hann er eða hvað er á seyði. Undarlegir atburðir gerast og fer hann að gruna að…
Tveir síðustu leikirnir sem ég hef spilað á PS4 hafa báðir átt sér stað í nokkurns konar gotneskri hliðstæðu við Lundúnuborg á Viktoríutímabilinu og hafa bæði varúlfa sem eru ekki kallaðir varúlfar. En þar endar samlíkingin því að Bloodborne (PS4) og The Order 1886 eru ólíkir að nær öllu öðru leyti. Mr. Miyazaki Bloodborne er gerður af From Software, þeim sömu og gerðu Demon’s Souls, Dark Souls og Dark Souls 2 og þar er fremstur í flokki meistarinn Hidetaka Miyazaki. Hann var einn aðalmaðurinn bak við perlurnar Dark Souls og Demon’s Souls en kom ekki nálægt Dark Souls 2…
Aaru’s Awakening er pallaleikur í tvívídd (scrolling platformer) frá íslenska leikjafyrirtækinu Luminox Games, átta manna fyrirtæki staðsett í Hafnarfirðinum. Fyrirtækið var stofnað 2012 og Aaru’s Awakening er fyrsti og eini leikurinn þeirra hingað til. Sjálfur fékk ég að prófa leikinn á Haustráðstefnu Advania 2013 og þótti hann áhugaverður. Aaru þessi er, í orðum Lumenox, blanda af hana og górillu og er Meistari Dögunar. Í þessum heimi eru guðirnir kenndir við mismunandi birtuskilyrði og nefnast Dögun, Dagur, Rökkur og Nótt (Dawn, Day, Dusk and Night). Guðirnir hafa gert samning sín á milli til að allt gangi friðsamlega fyrir sig en nú…
The Order 1886 hefur verið umtalaður síðustu daga og vikur en ekki á góðan máta. Helsta gagnrýnin hefur verið lengdin; sumum hefur tekist að klára hann á fimm tímum en sjálfur var ég að nálgast tíu tímana. Meðallengdin er líklega einhvers staðar þar á milli vegna þeirrar áráttu minnar að kíkja í öll skúmaskot og skoða alla ganga. Lengdin er hins vegar bara ein mælistika af mörgum og hver og einn þarf að gera upp við sjálfan sig hversu mikilvægur þáttur hún er. Það er alveg eins slæmt að teygja lopann eða láta spilarann endurtaka sama hlutinn aftur og aftur…
inFAMOUS: First Light er baksaga Abigail Walker sem er persóna í inFAMOUS: Second Son. Hægt er að kaupa hann sem niðurhal eða á diski og hægt er að spila leikinn án þess að eiga Second Son. Leikurinn er eingöngu fáanlegur á PlayStation 4. Sagan gerist fyrir atburði fyrri leiksins og flakkar hún fram og til baka í tíma. Abigail, eða Fetch eins og hún er kölluð, er í haldi yfirvalda vegna þess að hún er með óvenjulega krafta. Hún segir sögu sína hvernig hún var handsömuð ásamt því að sýna krafta sína í lokuðum risastórum sal með óvinum sem eru…