Vafra: Leikjarýni
Þá er nýr Dark Souls leikur kominn út aðeins ári eftir Bloodborne og greinilega nóg að gera hjá meistara Hidetaka Miyazaki. Hann var ekki við stjórnvölinn í síðasta Dark Souls leik og maður fann það. Þrátt fyrir að Dark Souls II hafi verið fínn leikur þá bjóst maður við meiri fjölbreytileika hvað varðar óvini, betri leikjaupplifun og heilstæðari leikjaveröld. Snilli Miyazaki felst nefnilega meðal annars í því hversu góður hann er að búa til sannfærandi veröld sem hefur uppá að bjóða heillandi en jafnframt þrúgandi andrúmsloft. Gerir hann þetta fyrir Dark Souls III? Já og nei, en að mestum hluta já.…
Salt and Sanctuary er indí hlutverkaleikur / pallaleikur með handunninni grafík sem var að koma út fyrir PS4. Hann er nokkurs konar endurútfærsla af Dark Souls og byggir mjög sterklega á honum með smá klípu af Castlevania. Það er greinilegt að hönnuðirnir eru miklir Dark Souls aðdáendur en leikurinn heldur samt sínum eigin stíl. Í upphafi ert þú á skipi sem ráðist er á af sjóræningjum. Þú berst við þá þar til þú kemur upp á þil en þar bíður þín ógurlegt skrímsli í anda Asylum Demon frá Dark Souls. Á endanum skolastu upp á land á einhverri eyju og…
Super Mario Maker er eins konar hönnunarleikur þar sem spilarinn eyðir oftar en ekki mun meiri tíma í að búa til borð fyrir klassísku Mario leikina frá Nintendo heldur en að spila sjálf borðin. Leikurinn er ekki nýr heldur kom út fyrir u.þ.b. hálfu ári á Wii U leikjatölvuna og ætlum við meðal annars að fara yfir endingargildi leiksins hér í þessari leikjarýni. Í Super Mario Maker fær spilarinn að búa til ný borð fyrir Super Mario Bros. leikina frá grunni. Það þarf varla að kynna Mario leikina en þetta er ein vinsælasta tölvuleikjasería tölvuleikjasögunnar með píparann Mario í fararbroddi.…
Árið 1993 kom út stórmerkilegur leikur með nafnið Day of the Tentacle. Þessi leikur var gefinn út af LucasArts og náði þó nokkrum vinsældum. Núna er búið að endurútgefa leikinn og var það fyrirtækið Double Fine sem tók það að sér. Þeir fóru í gegnum gríðarmikið ferli til að fegra þennan æðislega leik til að við gætum spilað leikinn í háskerpu og með hágæða hljóði. Leikurinn byrjar á því að Purple Tentacle ætlar að fá sér að drekka úr læk til að svala þorsta sínum. Hann veit ekki að verið er að dæla eiturefnum í lækinn og hann stökkbreytist við…
Unravel er þrautaleikur frá sænska indí leikjafyrirtækinu Coldwood Interactive sem var gefinn út í seinasta mánuði á PlayStation 4, Xbox One og PC. Í leiknum stjórnar spilarinn hinum ofur krúttlega Yarny sem er búinn til úr garni og þarf að ferðast á milli staða í náttúrunni og elta minningar. Spilarinn fær ekki að vita mikið í byrjun leiks. Gömul kona gengur upp tröppurnar heima hjá sér og úr körfunni hennar dettur rautt garn sem verður að Yarny, söguhetju leiksins. Yarny getur gengið um hús konunnar og skoðað fjölskyldumyndir sem eru til sýnis um húsið. Hver mynd inniheldur borð sem spilarinn…
Kung Fury: Street Rage er stuttur og skemmtilegur slagsmálaleikur sem stefnir á að líkja eftir spilakössum á níunda og tíunda áratugnum. Ef menn hafa lifað undir steini síðustu árin (sjálfur missti ég af heiðrinum að styðja við gerð myndarinnar, sem ég hefði gert á augnabliki) þá var gefin út stikla fyrir stuttmynd sem yrði gerð fyrir tilstuðlan Kickstarter. Þrátt fyrir að mér fannst stiklan miklu fyndnari en stuttmyndin sjálf þá er ég samt sem áður mikill aðdáandi myndarinnar. Ekki bara vegna stíls myndarinnar sem ég dýrka í tætlur heldur líka vegna þess að mér finnst tæknibrellurnar geðveikar miðað við að þetta…
Kristinn Ólafur Smárason skrifar: Tiny Knight er hopp og skopp leikur með ævintýralegu ívafi sem var nýlega gefinn út á Steam af hinu íslenska leikjafyrirtæki Convex. Tiny Knight sigraði Game Creator keppni IGI árið 2015, og hafa meðlimir Convex unnið að og þróað leikinn enn frekar síðan þá. Í leiknum tekur spilarinn á sig hlutverk hins smávaxna kappa; Tiny Knight, sem leitar hefnda eftir að hinn dularfulli skúrkur; The Skeleton King, ræðst á og brennir þorpið hans til grunna. Til þess að elta skúrkinn uppi þarf Tiny Knight að sigrast á óvinum, þrautum og lífshættulegum stökkvum, sem á vegi hans…
NBA2K16 kom út í lok september síðasta árs en við látum það ekkert stöðva okkur. Reyndar hefur undirritaður verið að spila hann af og til síðan þá þannig að hann endist ágætlega. Seríuna þekkja flestir enda eru þetta bestu körfuboltaleikirnir á markaðnum (vonandi nær NBA Live serían samt að bæta sig). Þeir eru samt ekki fullkomnir og NBA2K16 hefur sína vankanta. En áður en við förum í þá skulum við fá stutt yfirlit enda býður leikurinn upp á þó nokkrar tegundir leikjaspilunar. Í MyCareer byggirðu upp ungan körfuboltamann sem þú skapar sjálfur og spilar í gegnum nokkra háskólaleiki, ferð í…
„Never tell me the odds!“ Svarthöfði gengur ákveðnum skrefum í gegnum ísgöng á ónefndum stað á plánetunni Hoth. Hann fer framhjá gamalli beinagrind af Tauntaun, ósnertri í mörg ár eða þar til uppreisnarmaður með brotinn háls skall á henni örfáum augnablikum áður. Innar í hellinum glittir í blóði drifna veggi og líkamshluta á víð og dreif. Í loftinu er lykt af brenndu holdi. Skyndilega hleypur hermaður inn um hellisop og snarstöðvast, frosinn af skelfingu, þegar hann sér Svarthöfða. Svarthöfði arkar áfram eins og ekkert hafi í skorist, grípur um geislasverðið og fleygir því í átt að manninum. Þegar sverðið kemur…
Jósef Karl Gunnarsson skrifar: Leikurinn Crookz: The Big Heist kom út fyrir skömmu á Steam fyrir tölvur með stýrikerfin Windows, Macintosh og Linux. Crookz er framleiddur af Skilltree Studios sem er partur af útgefandanum Kalypso Media Group og eru þau bæði staðsett í Þýskalandi. Leikurinn gerist í San Francisco á áttunda áratugnum og fjallar um fimm þjófa sem ætla að hefna sín fyrir svik Murray, fyrrum samstarfsfélaga þeirra. Á ákveðnum tímapunkti komast þau að því að hann er með djöfullegt ráðabrugg í vændum sem þau verða að stöðva. Það má segja að Crookz sé þrautaleikur því leikurinn reynir mjög mikið…