Vafra: Leikjarýni
Battleborn er nýjasta afurð Gearbox software sem eru þekktir fyrir Borderlands leikina og eru núna að hasla sér völl á MOBA markaðinum (Multiplayer Online Battle Arena sem eru leikir eins og League of Legends og DotA). Það er mikið að gerast á þeim markaði um þessar stundir og þá ber helst að nefna að Overwatch frá Blizzard kemur út seinna í þessum mánuði. Þetta er ekki týpískur MOBA leikur, til þess er hann of líkur Borderlands leikjunum og er spilaður í fyrstu persónu, þannig að þetta er blanda af MOBA og FPS. Margir halda að Overwatch og Battleborn séu mjög…
Mikil spenna ríkti fyrir Fallout 4 þegar hann var gefinn út í nóvember á síðasta ári, enda hafa Fallout leikirnir náð miklum vinsældum í leikjaheiminum með leikjum á borð við Fallout 3 og Fallout: New Vegas. Líkt og áður er það tölvuleikjafyrirtækið Bethesda sem stendur á bak við nýja Fallout leikinn en undanfarin ár hafa þeir einnig sett mikið púður í The Elder Scrolls leikjaseríuna. Sögusvið Fallout 4 er Boston árið 2287. Borgin er rústir einar þar sem 210 ár eru liðin frá hræðilegu kjarnorkustríði sem lagði nánast allt í rúst. Spilarinn stjórnar persónu (sem hann fær að búa til)…
Þegar fyrsti Uncharted leikurinn kom út árið 2007 þá kom fyrst upp í huga minn sú staðreynd að tölvuleikir væru að líkjast kvikmyndum meira og meira. Það var endalaust gaman að spila í gegnum þessi ótrúlegu ævintýri og upplifa það samhliða persónunum. Nú eru fjögur og hálft ár síðan þriðji leikurinn kom út og rúmlega þrjú ár síðan The Last of Us kom út; eðlilega spurði maður sjálfan sig hvort Naughty Dog gætu toppað það. Nathan Drake hefur skilið við sitt gamla líf og er kvæntur Elenu. Heimilislífið og vinnan er klárlega ekki eins spennandi og ævintýrin sem hann var…
Home er stuttur og einfaldur leikur frá árinu 2012 eftir Benjamin Rivers. Leikurinn er fáanlegur á PS4, PSVita, Steam (fyrir bæði PC og Makka) og iOS stýrikerfið (iPhone/iPad). Leikurinn minnir mann á þessa gömlu ævintýraleiki sem studdust við texta. Grafíkin endurspeglar það líka. Takmarkið er einfalt, að koma sér heim. Maður rankar við sér í ókunnugu húsi og man ekkert hvernig maður komst þangað. Maður finnur strax vasaljós við hlið sér og rambar á blóðugt lík. Honum líst ekkert á blikuna og vill ólmur komast heim til konunnar sinnar, Rachel. Maður ferðast milli staða og reynir að púsla saman hvað…
Mad Max er hasar-ævintýraleikur sem byggir á Mad Max seríunni. Leikurinn gerist í opnum heimi þar sem spilarinn velur sjálfur hvað skal gera næst og hvert skal halda. Mad Max kom út árið 2015, sama ár og nýja Mad Max kvikmyndin, og er það sænska tölvuleikjafyrirtækið Avalanche Studios sem stendur á bak við gerð leiksins en það er sama fyrirtæki og gerir Just Cause leikjaseríuna. Helgi Freyr Hafþórsson gagnrýnir leikinn á PlayStation 4.
Þá er nýr Dark Souls leikur kominn út aðeins ári eftir Bloodborne og greinilega nóg að gera hjá meistara Hidetaka Miyazaki. Hann var ekki við stjórnvölinn í síðasta Dark Souls leik og maður fann það. Þrátt fyrir að Dark Souls II hafi verið fínn leikur þá bjóst maður við meiri fjölbreytileika hvað varðar óvini, betri leikjaupplifun og heilstæðari leikjaveröld. Snilli Miyazaki felst nefnilega meðal annars í því hversu góður hann er að búa til sannfærandi veröld sem hefur uppá að bjóða heillandi en jafnframt þrúgandi andrúmsloft. Gerir hann þetta fyrir Dark Souls III? Já og nei, en að mestum hluta já.…
Salt and Sanctuary er indí hlutverkaleikur / pallaleikur með handunninni grafík sem var að koma út fyrir PS4. Hann er nokkurs konar endurútfærsla af Dark Souls og byggir mjög sterklega á honum með smá klípu af Castlevania. Það er greinilegt að hönnuðirnir eru miklir Dark Souls aðdáendur en leikurinn heldur samt sínum eigin stíl. Í upphafi ert þú á skipi sem ráðist er á af sjóræningjum. Þú berst við þá þar til þú kemur upp á þil en þar bíður þín ógurlegt skrímsli í anda Asylum Demon frá Dark Souls. Á endanum skolastu upp á land á einhverri eyju og…
Super Mario Maker er eins konar hönnunarleikur þar sem spilarinn eyðir oftar en ekki mun meiri tíma í að búa til borð fyrir klassísku Mario leikina frá Nintendo heldur en að spila sjálf borðin. Leikurinn er ekki nýr heldur kom út fyrir u.þ.b. hálfu ári á Wii U leikjatölvuna og ætlum við meðal annars að fara yfir endingargildi leiksins hér í þessari leikjarýni. Í Super Mario Maker fær spilarinn að búa til ný borð fyrir Super Mario Bros. leikina frá grunni. Það þarf varla að kynna Mario leikina en þetta er ein vinsælasta tölvuleikjasería tölvuleikjasögunnar með píparann Mario í fararbroddi.…
Árið 1993 kom út stórmerkilegur leikur með nafnið Day of the Tentacle. Þessi leikur var gefinn út af LucasArts og náði þó nokkrum vinsældum. Núna er búið að endurútgefa leikinn og var það fyrirtækið Double Fine sem tók það að sér. Þeir fóru í gegnum gríðarmikið ferli til að fegra þennan æðislega leik til að við gætum spilað leikinn í háskerpu og með hágæða hljóði. Leikurinn byrjar á því að Purple Tentacle ætlar að fá sér að drekka úr læk til að svala þorsta sínum. Hann veit ekki að verið er að dæla eiturefnum í lækinn og hann stökkbreytist við…
Unravel er þrautaleikur frá sænska indí leikjafyrirtækinu Coldwood Interactive sem var gefinn út í seinasta mánuði á PlayStation 4, Xbox One og PC. Í leiknum stjórnar spilarinn hinum ofur krúttlega Yarny sem er búinn til úr garni og þarf að ferðast á milli staða í náttúrunni og elta minningar. Spilarinn fær ekki að vita mikið í byrjun leiks. Gömul kona gengur upp tröppurnar heima hjá sér og úr körfunni hennar dettur rautt garn sem verður að Yarny, söguhetju leiksins. Yarny getur gengið um hús konunnar og skoðað fjölskyldumyndir sem eru til sýnis um húsið. Hver mynd inniheldur borð sem spilarinn…