Vafra: Leikjarýni
Það voru þó nokkrir leikir á PlayStation 2 leikjatölvunni sem ég spilaði mjög mikið en hvað varðar stíl og tónlist þá jafnast ekkert á við The Warriors frá Rockstar. Leikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd frá 1979 þar sem eitt glæpagengi er ranglega sakað um morð og þarf að berjast alla leiðina heim. Í mínu tilfelli þá spilaði ég leikinn fyrst og sá myndina seinna og vissi allar línur enda er leikurinn nánast skot fyrir skot endurgerð á myndinni. Ég kolféll fyrir tónlistinni í leiknum enda fengu þeir að nota tónlistina eftir Barry DeVorzon ásamt lögum úr myndinni. Fleiri lögum…
Ef þú ert að pæla í hvað eigi að gera við afganginn af PlayStation inneigninni þinni þá eru þó nokkrir leikir undir 5 dollurum í bandarísku búðinni og þar á meðal er Galaga, klassíski spilakassaleikurinn sem mun fagna 35 ára afmæli næstkomandi september. Það er alveg magnað hvað þessi leikur er tímalaus, hann hefur aldeilis ekki elst illa. Þessi leikur er ekki flókinn, drepa óvinaflotann en það er hægara sagt en gert að ná góðu skori í leiknum. Þess vegna er leikurinn svo ávanabindandi, spilarinn vill alltaf gera betur, ná betra skori og setja bókstafi sína á topp fimm listann.…
Fyrsti Doom leikurinn var gefinn út árið 1993 og braut blað í sögu tölvuleikja sem fyrstu persónu skotleikur – hlaðinn spennu, hraða og rokktónlist. Síðan þá hafa nokkrir Doom leikir komið út og þeir hlotið misgóða dóma. Nýjasti Doom leikurinn kom í verslanir í seinasta mánuði og hafa margir beðið eftir honum með mikilli eftirvæntingu eftir að sýnt var brot úr leiknum á E3 í fyrra. HELVÍTI Á MARS Söguþráður nýja leiksins hljómar kunnuglega. Eitthvað hefur farið úrskeiðis í tilraunum á plánetunni Mars sem hefur opnað hlið til helvítis. Plánetan er full af djöflum og púkum sem þú þarft að…
Stundum veit maður ekki hvort maður á að gráta eða hlæja yfir Homefront: The Revolution. Það er alla vega ekki annað hægt en að klóra sér á hausnum yfir því hvað svona leikur er að gera á markaðinum núna, þegar stórleikir eins og Doom, Uncharted 4 og Overwatch eru seldir á sama verði. Þetta eins og að þriggja stjörnu hótel færi að rukka það sama og Waldorf Astoria. Homefront: Revolution er framhald af Homefront sem kom út árið 2011. Sá leikur sló ekki í gegn en vakti samt athygli. THQ sem bjó hann til varð síðan gjaldþrota, Crytek eignaðist réttindin…
Nidhogg er lítill leikur eftir Mark Essen þó svo að Messhoff sé nafnið á fyrirtækinu sem gaf leikinn út og er hann fáanlegur á bæði Windows og Makka. Code Mystics færðu leikinn yfir á PlayStation 4 og PS Vita. Leikurinn inniheldur tónlist frá tónlistarmanninum Daedelus. Takmark leiksins er að skylmast við andstæðing sinn og halda áfram för sinni þangað til maður kemst á leiðarenda… í ginið á risastórum ormi. Níðhöggur er nefnilega nafnið á orminum sem hægt er að lesa um í norrænni goðafræði. Það eru fjögur umhverfi sem hægt er að berjast í. Það eru 16 óvinir sem maður…
Battleborn er nýjasta afurð Gearbox software sem eru þekktir fyrir Borderlands leikina og eru núna að hasla sér völl á MOBA markaðinum (Multiplayer Online Battle Arena sem eru leikir eins og League of Legends og DotA). Það er mikið að gerast á þeim markaði um þessar stundir og þá ber helst að nefna að Overwatch frá Blizzard kemur út seinna í þessum mánuði. Þetta er ekki týpískur MOBA leikur, til þess er hann of líkur Borderlands leikjunum og er spilaður í fyrstu persónu, þannig að þetta er blanda af MOBA og FPS. Margir halda að Overwatch og Battleborn séu mjög…
Mikil spenna ríkti fyrir Fallout 4 þegar hann var gefinn út í nóvember á síðasta ári, enda hafa Fallout leikirnir náð miklum vinsældum í leikjaheiminum með leikjum á borð við Fallout 3 og Fallout: New Vegas. Líkt og áður er það tölvuleikjafyrirtækið Bethesda sem stendur á bak við nýja Fallout leikinn en undanfarin ár hafa þeir einnig sett mikið púður í The Elder Scrolls leikjaseríuna. Sögusvið Fallout 4 er Boston árið 2287. Borgin er rústir einar þar sem 210 ár eru liðin frá hræðilegu kjarnorkustríði sem lagði nánast allt í rúst. Spilarinn stjórnar persónu (sem hann fær að búa til)…
Þegar fyrsti Uncharted leikurinn kom út árið 2007 þá kom fyrst upp í huga minn sú staðreynd að tölvuleikir væru að líkjast kvikmyndum meira og meira. Það var endalaust gaman að spila í gegnum þessi ótrúlegu ævintýri og upplifa það samhliða persónunum. Nú eru fjögur og hálft ár síðan þriðji leikurinn kom út og rúmlega þrjú ár síðan The Last of Us kom út; eðlilega spurði maður sjálfan sig hvort Naughty Dog gætu toppað það. Nathan Drake hefur skilið við sitt gamla líf og er kvæntur Elenu. Heimilislífið og vinnan er klárlega ekki eins spennandi og ævintýrin sem hann var…
Home er stuttur og einfaldur leikur frá árinu 2012 eftir Benjamin Rivers. Leikurinn er fáanlegur á PS4, PSVita, Steam (fyrir bæði PC og Makka) og iOS stýrikerfið (iPhone/iPad). Leikurinn minnir mann á þessa gömlu ævintýraleiki sem studdust við texta. Grafíkin endurspeglar það líka. Takmarkið er einfalt, að koma sér heim. Maður rankar við sér í ókunnugu húsi og man ekkert hvernig maður komst þangað. Maður finnur strax vasaljós við hlið sér og rambar á blóðugt lík. Honum líst ekkert á blikuna og vill ólmur komast heim til konunnar sinnar, Rachel. Maður ferðast milli staða og reynir að púsla saman hvað…
Mad Max er hasar-ævintýraleikur sem byggir á Mad Max seríunni. Leikurinn gerist í opnum heimi þar sem spilarinn velur sjálfur hvað skal gera næst og hvert skal halda. Mad Max kom út árið 2015, sama ár og nýja Mad Max kvikmyndin, og er það sænska tölvuleikjafyrirtækið Avalanche Studios sem stendur á bak við gerð leiksins en það er sama fyrirtæki og gerir Just Cause leikjaseríuna. Helgi Freyr Hafþórsson gagnrýnir leikinn á PlayStation 4.