Vafra: Leikjarýni
Undanfarin 10 ár eða svo hefur fjöldi LEGO leikja verið gefnir út sem byggja á þekktum kvikmyndum og má þar meðal annars nefna Star Wars, Indiana Jones, Harry Potter, Lord of the Rings, Jurassic World og Batman. Nýjasti leikurinn í seríunni er Lego Star Wars: The Force Awakens sem byggir á samnefndri kvikmynd. Í sögunni kynnumst við sömu persónum og úr kvikmyndinni, bæði nýjum eins og Kylo Ren, Rey, Finn og BB8, ásamt þekktum persónum úr eldri Star Wars myndum eins og Han Solo, Chewbacca ásamt vélmennunum C-3PO og R2D2. Þar sem að sagan er tekin beint úr kvikmyndinni er leikurinn…
NBA2K serían hefur verið á samfleyttri sigurgöngu í mörg ár en að margra mati þá tók serían skref framá við með NBA2K11 þegar þeir heiðruðu besta körfuboltamann allra tíma; Michael Jordan. Síðan hafa margir mætir kappar verið andlit leiksins og núna er komið af Paul George, leikmanni Indiana en einnig var gefin út takmörkuð Kobe Bryant Legends útgáfa fyrir þá sem vilja meira (en því miður eru engar Kobe Bryant áskoranir eins og voru fyrir MJ og Lebron, vonandi verður samt eitthvað gert fyrir KB, Tim Duncan og Kevin Garnett í NBA2K18 sem hafa allir nýlega lagt skóna á hilluna). því…
Warlords of Draenor, viðbótin sem kom á undan Legion, fékk góðar viðtökur í fyrstu. Sjálfur keypti ég WoD löngu eftir útgáfu og spilaði í nokkrar vikur en það vantaði eitthvað til að halda manni lengur en það, þetta varð frekar einmanalegt og aðeins of mikið um endurtekningar. Flestir eru sammála að Blizzard stóð sig ekki alveg nógu vel að halda henni lifandi. Ég bjóst við að þetta væru endalokin milli mín og World of Warcraft en eins Sisyfus þá byrjaði ég að ýta steininum aftur upp brekkuna eftir að hafa heyrt góða hluti um Legion. Það er mun meira lagt upp…
Fyrir þá sem ekki þekkja til No Man’s Sky þá byggist hann á því að þú ert í risastórum alheimi með 18 kvintilljónir plánetna og tungla sem skapast við uppgötvun þ.e.a.s. þegar leikmaðurinn lendir á plánetu þá ertu sá/sú fyrsta sem sérð hana, ekki einu sinni þróunarteymið hefur séð þessa plánetu. Ef einhver kemur seinna á þessa sömu plánetu þá sjá þeir hana eins og þú sást hana í fyrsta sinn. Þetta kallast „procedurally generated“ þar sem heimurinn er skapaður útfrá stærðfræðiformúlu. Þannig að ef þú ert þessi leikjatýpa sem vilt skoða áður óþekkta hluti þá ætti NMS að slökkva…
Undanfarið hefur sumt í skemmtanabransanum verið yfirhæpað (svo ég sletti smá) eins og Batman v Superman og Suicide Squad. No Man’s Sky fellur í þann flokk en það var ekki endilega hönnuðurinn Hello Games sem olli því heldur varð fólk hrifið af hugmyndinni bak við leikinn á þessum tímu framhaldsleikja og fárra nýrra hugmynda. Það að geta flogið um alheiminn í leit af nýjum plánetum og sólkerfum höfðar til margra, sérstaklega þegar pláneturnar í leiknum eru 18 kvintilljónir (18.446.744.073.709.511.616). (Fyrir áhugasama þá er grein á ScienceBlogs sem metur fjöldann ca. 1024 af plánetum í okkar eigin alheimi en No Man’s Sky…
Það voru þó nokkrir leikir á PlayStation 2 leikjatölvunni sem ég spilaði mjög mikið en hvað varðar stíl og tónlist þá jafnast ekkert á við The Warriors frá Rockstar. Leikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd frá 1979 þar sem eitt glæpagengi er ranglega sakað um morð og þarf að berjast alla leiðina heim. Í mínu tilfelli þá spilaði ég leikinn fyrst og sá myndina seinna og vissi allar línur enda er leikurinn nánast skot fyrir skot endurgerð á myndinni. Ég kolféll fyrir tónlistinni í leiknum enda fengu þeir að nota tónlistina eftir Barry DeVorzon ásamt lögum úr myndinni. Fleiri lögum…
Ef þú ert að pæla í hvað eigi að gera við afganginn af PlayStation inneigninni þinni þá eru þó nokkrir leikir undir 5 dollurum í bandarísku búðinni og þar á meðal er Galaga, klassíski spilakassaleikurinn sem mun fagna 35 ára afmæli næstkomandi september. Það er alveg magnað hvað þessi leikur er tímalaus, hann hefur aldeilis ekki elst illa. Þessi leikur er ekki flókinn, drepa óvinaflotann en það er hægara sagt en gert að ná góðu skori í leiknum. Þess vegna er leikurinn svo ávanabindandi, spilarinn vill alltaf gera betur, ná betra skori og setja bókstafi sína á topp fimm listann.…
Fyrsti Doom leikurinn var gefinn út árið 1993 og braut blað í sögu tölvuleikja sem fyrstu persónu skotleikur – hlaðinn spennu, hraða og rokktónlist. Síðan þá hafa nokkrir Doom leikir komið út og þeir hlotið misgóða dóma. Nýjasti Doom leikurinn kom í verslanir í seinasta mánuði og hafa margir beðið eftir honum með mikilli eftirvæntingu eftir að sýnt var brot úr leiknum á E3 í fyrra. HELVÍTI Á MARS Söguþráður nýja leiksins hljómar kunnuglega. Eitthvað hefur farið úrskeiðis í tilraunum á plánetunni Mars sem hefur opnað hlið til helvítis. Plánetan er full af djöflum og púkum sem þú þarft að…
Stundum veit maður ekki hvort maður á að gráta eða hlæja yfir Homefront: The Revolution. Það er alla vega ekki annað hægt en að klóra sér á hausnum yfir því hvað svona leikur er að gera á markaðinum núna, þegar stórleikir eins og Doom, Uncharted 4 og Overwatch eru seldir á sama verði. Þetta eins og að þriggja stjörnu hótel færi að rukka það sama og Waldorf Astoria. Homefront: Revolution er framhald af Homefront sem kom út árið 2011. Sá leikur sló ekki í gegn en vakti samt athygli. THQ sem bjó hann til varð síðan gjaldþrota, Crytek eignaðist réttindin…
Nidhogg er lítill leikur eftir Mark Essen þó svo að Messhoff sé nafnið á fyrirtækinu sem gaf leikinn út og er hann fáanlegur á bæði Windows og Makka. Code Mystics færðu leikinn yfir á PlayStation 4 og PS Vita. Leikurinn inniheldur tónlist frá tónlistarmanninum Daedelus. Takmark leiksins er að skylmast við andstæðing sinn og halda áfram för sinni þangað til maður kemst á leiðarenda… í ginið á risastórum ormi. Níðhöggur er nefnilega nafnið á orminum sem hægt er að lesa um í norrænni goðafræði. Það eru fjögur umhverfi sem hægt er að berjast í. Það eru 16 óvinir sem maður…