Vafra: Leikjarýni

Þegar Nintendo hélt Nintendo Switch kynninguna um miðjan janúar var ekki alveg vitað við hverju var að búast á þeirri kynningu. Kynningin á sjálfri leikjatölvunni var að sjálfsögðu hápunktur hennar en hvaða leikir væru fáanlegir á útgáfudegi var mikið í umræðunni. 1-2-Switch leit þá fyrst dagsins ljós og má lýsa honum sem einhvers konar safni af smáleikjum sem hafði þann tilgang að kynna fólki fyrir nýju stýripinnunum, „Joy-Con“, sem skarta að sjálfsögðu hreyfiskynjun. Nintendo hafa áður farið þessa leið með Wii Sports og Nintendoland fyrir Wii U.  Okkar spurning er auðvitað sú hvort 1-2-Switch beri sama keim sem fyrrnefndu leikir…

Lesa meira

Það er kominn út nýr ævintýra smelluleikur frá LucasArts! Eða eins nálægt því og hægt er þar sem hér er á ferðinni glænýr leikur frá höfundum Maniac Mansion og Monkey Island leikjanna frægu. Leikurinn leit dagsins ljós í gegnum Kickstarter þar sem kringum 17.000 manns styrktu verkefnið. Það er ekki allt sem sýnist í smábænum Thimbleweed Park og það munu spilanlegu persónurnar fimm komast að þegar leiðir þeirra liggja saman. Tveir alríkislögreglufulltrúar koma á svæðið til að leysa morðmál en þau hafa aðra ástæðu fyrir að vera þarna. Trúðurinn Ransome má muna sinn fífil fegurri þar sem hann var á…

Lesa meira

Í seinustu viku lenti leikurinn Little Nightmares í verslunum á PC, PS4 og Xbox One leikjatölvurnar. Little Nightmares er hryllings-platformer frá sænska leikjastúdíóinu Tarsier Studios, en fyrirtækið kom meðal annars að gerð Tearaway Unfolded og LittleBig Planet 3 auk þess að hafa hannað ýmsa aukahluti (DLC) fyrir fyrstu tvo LittleBig Planet leikina. Little Nightmares er eins manns tölvuleikur þar sem spilarinn stjórnar krakka sem er trúlega í kringum 10 ára að aldri. Heimurinn í Little Nightmares er einstaklega drungalegur og minnir helst á eitthvað eftir kvikmyndaleikstjórann Tim Burton, nema með dass af auka-hryllingi. Leikurinn byrjar mjög snögglega. Ung stúlka, sem…

Lesa meira

Hryllingsleikurinn Resident Evil 7: Biohazard kom í verslanir í janúar á þessu ári. Resident Evil (RES) leikirnir hafa notið mikilla vinsælda lengi vel og hafa nú á þriðja tug RES leikja litið dagsins ljós. RES serían á rætur sínar að rekja til ársins 1996 þegar að fyrsti RES tölvuleikurinn var gefinn út, en síðan þá hefur RES heimurinn stækkað jafnt og þétt með útgáfu tölvuleikja, kvikmynda, teiknimyndasagna og skáldsagna. SAGAN Í RES7 fer spilarinn í hlutverk Ethan Winters sem ferðast til Louisiana í Bandaríkjunum í kjölfar skilaboða sem hann fær frá Míu, eiginkonu sinni, sem hefur verið týnd í um…

Lesa meira

Í heil níu ár keyrði Guerilla Games leikjaframleiðandinn Killzone leikjaseríuna áfram í samstarfi við Sony þrátt fyrir misgóðar viðtökur eftir því sem leið á seríuna. Árið 2015 á E3 leikjaráðstefnuninni kynnti fyrirtækið óvænt til leiks splunku nýjan leik sem var gjörbreyting á því sem fyrirtækið hafði áður unnið að. Sá leikur sem um er rætt er að sjálfsögðu Horizon: Zero Dawn sem kom út fyrir PlayStation 4 leikjatölvuna í byrjun mars. Má segja að þeim hafi loksins verið gefið leyfi til að yfirgefa þann vettvang sem við þekktum of vel, sem Killzone serían bauð upp á, og fengu síðan að…

Lesa meira

Sheep, Dog ‘n’ Wolf (einnig þekktur sem Looney Tunes Sheep Raider í Bandaríkjunum) er þrautaleikur sem gerist í Looney Tunes teiknimyndaheiminum. Leikurinn var framleiddur og gefinn út af Infogrames og kom út í september árið 2001 á bæði PlayStation og heimilstölvur með Windows stýrikerfi. Daffy Duck býður úlfinum Ralph að taka þátt í sjónvarpsþætti sem snýst um að stela kindum frá hundinum Sam. Eftir því sem kindurnar verða færri verða borðin stærri og umfangsmeiri; ekki nóg með það þá þarf að hætta sér ansi nálægt hundinum til að lokka kind frá hópnum. Í hverju borði eru hlutir sem úlfurinn þarf…

Lesa meira

Fyrri Mass Effect leikirnir gerðust árið 2183 í skáldaðri útgáfu af Vetrarbrautinni en í ME: Andromeda erum við komin í Heleus hluta Andrómeda stjörnukerfisins 634 árum seinna. Við vitum ekki hvað hefur gerst þessi 634 ár því að árið 2185, rétt eftir atburði fyrri leikjanna, lögðu geimskip eða arkir af stað með 20.000 einstaklingum hverrar tegundar (mannverur, túríans, salaríans o.sfrv.) og í hlutverki Nóa voru svokallaðir Leiðsögumenn (Pathfinders). Tilgangurinn var að finna nýjar plánetur í framtíðinni sem þóttu lífvænlegar og til þess voru ferðalangarnir frystir í þessi 634 ár (cryosleep). Skemmtileg nálgun því að þetta eru samtímamenn Shephards úr fyrri leikjum,…

Lesa meira

Daníel Rósinkrans skrifar: Þann 3. mars síðastliðinn gáfu Nintendo út nýjan Zelda titil í fyrsta skipti fyrir Wii U og nýjustu leikjatölvu þeirra, Nintendo Switch. Síðasti leikur, Skyward Sword, kom út fyrir Wii leikjatölvuna í nóvember 2011 og virtist falla misvel í kramið hjá Zelda aðdáendum vegna hreyfiskynjunar Wii fjarstýringarinnar. Eftir sífelldar seinkanir er nýjasti leikurinn í seríunni, The Legend of Zelda: Breath of the Wild, loksins kominn út og hefur leikurinn verið að fá glimrandi góða dóma hjá helstu leikjagagnrýnendum. En á hann virkilega allt þetta lof skilið? Sjáum til með það hér á eftir. Það er Nintendo Switch…

Lesa meira

Nioh er hasar-hlutverkaleikur (action RPG) þróaður af Team Ninja og gefinn út af Koei Tecmo fyrir SOE. Ef eitthvað kvakar eins og önd og labbar eins og önd þá er það líklega önd semsagt þetta er algerlega Dark Souls eftirherma þó að einhverjir þræti fyrir það. Það eru bara of margir hlutir sem eru greinilega fengnir að láni frá Dark Souls og sérstaklega Bloodborne. En Team Ninja stendur sig vel í að byggja á þessari tegund leikja og bæta einhverju nýju við. Lords of the Fallen reyndi að gera það sama árið 2014 en náði ekki vinna sig upp úr…

Lesa meira

Final Fantasy leikirnir eiga sér langa sögu. Liðin eru sirka 29 ár frá því að fyrsti Final Fantasy leikurinn leit dagsins ljós en hann var gefinn út árið 1987 á gömlu gráu NES leikjatölvuna. Leikirnir urðu fljótt vinsælir og með tímanum náðu hönnuðir Final Fantasy leikjanna að búa til vel heppnaða RPG-formúlu. Þetta hafa þeir náð að gera með samblöndu af sterkri sögu, eftirminnilegum persónum, opnum heimi og bardagakerfi sem býður uppá marga möguleika. Undanfarinn áratug hefur Final Fantasy gengið í gegnum ákveðið þroskaskeið þar sem leikjaserían hefur fært sig frá hægum bardögum þar sem spilarinn og óvinir skiptast á…

Lesa meira