Vafra: Leikjarýni

Rezrog er dýflissuleikur af sama meiði og t.d. Darkest Dungeon eða Legend of Grimrock þ.e.a.s. þú ferð í gegnum dýflissur, lendir í bardögum þar sem þú skiptist á að gera móti óvininum (turnbased), nærð í fjársjóði og reynir að forðast allar gildrurnar. Þessir leikir eru samt ólíkir innbyrðis þó að allir byggi þeir á sama grunni aðallega þegar það kemur að hetjunum sjálfum (galdranotendur, bogamenn, stríðsmenn, þjófar o.s.frv.) og hvernig þessar hetjur byggjast upp með því að öðlast fleiri og öflugri galdra og hæfileika. Sérstaklega kemur þetta í ljós þegar Rezrog er borinn saman við Darkest Dungeon því að á…

Lesa meira

Í byrjun maí kom út nýr Prey leikur sem hefur verið í vinnslu í þó nokkur ár. Lengi stóð til að gefa út Prey 2 eftir að Human Head Studios gáfu út fyrsta Prey leikinn sem heppnaðist heldur betur vel að mati gagnrýnenda. Árið 2009 höfðu Bethesda Softwork keypt réttinn á seríunni og tóku þar af leiðandi við framleiðslu Prey 2. Nokkrum árum seinna bólaði lítið sem ekkert á leiknum og voru margir búnir að gefa upp vonina að nýr Prey leikur myndi líta dagsins ljós. Það var ekki fyrr en á síðasta ári þar sem Bethesda kynntu loksins Prey…

Lesa meira

LocoRoco var upphaflega gefinn út fyrir PSP, handheldu leikjatölvuna frá Sony, árið 2009. Núna í mánuðinum var endurbætt útgáfa gefin út á PSN netversluninni fyrir PlayStation 4 leikjatölvuna. Um er að ræða krúttlegan þrautaleik sem hentar öllum aldurshópum þar sem markmið leiksins er að losa heiminn við illmenni og gera heiminn góðan og friðsamlegan. Söguþráður leiksins er alls ekki sterkur eða grípandi, heldur er hann eingöngu notaður til að gefa leiknum og spilaranum einhvern tilgang og lokamarkmið. Leikurinn skiptist í fimm mismunandi heima og í hverjum heimi eru átta borð sem nauðsynlegt er að klára í réttri röð. Leikurinn er…

Lesa meira

Contradiction er morðgátuleikur þar sem spilarinn leikur rannsóknarlögreglumanninn Jenks sem hefur eina kvöldstund til að komast að því hvort nýlegt dauðsfall í þorpi einu sé sjálfsmorð eða morð. Leikurinn er rekinn áfram eingöngu af myndskeiðum og snýst leikurinn um að finna misræmi í sögum fólks sem þú tekur viðtöl við. Ef þú hefur gaman af því að horfa á breska morðgátuþætti sem gerast í litlum þorpum þá er óhætt að mæla með þessum leik. Leikurinn er sáraeinfaldur, maður notast við músina til þess að ferðast um þorpið og tala við fólk. Það er ekki hægt að gera mistök í leiknum…

Lesa meira

Nier Automata kom út í mars síðastliðnum og þrátt fyrir að hafa komið út á undan Persona 5 virðist hann hafa fallið í skuggann af honum. Margir vita samt af honum og hann hefur fengið mjög góðar einkunnir en hann var ekki eins áberandi og Persona 5 hvað varðar markaðsetningu. Báðir leikirnir eru „alternative“ japanskir hlutverkaleikir sem fylgja ekki öllum reglum klassískra japanskra hlutverkaleikja og blanda saman öðrum leikjagerðum. Persona 5 er bæði týpískur bardagaleikur í anda Final Fantasy en er líka með áherslu á félagslíf og skólagöngu aðalsöguhetjunnar. Nier: Automata fer reyndar enn lengra frá formúlunni og bardagakerfið minnir…

Lesa meira

Þegar Nintendo hélt Nintendo Switch kynninguna um miðjan janúar var ekki alveg vitað við hverju var að búast á þeirri kynningu. Kynningin á sjálfri leikjatölvunni var að sjálfsögðu hápunktur hennar en hvaða leikir væru fáanlegir á útgáfudegi var mikið í umræðunni. 1-2-Switch leit þá fyrst dagsins ljós og má lýsa honum sem einhvers konar safni af smáleikjum sem hafði þann tilgang að kynna fólki fyrir nýju stýripinnunum, „Joy-Con“, sem skarta að sjálfsögðu hreyfiskynjun. Nintendo hafa áður farið þessa leið með Wii Sports og Nintendoland fyrir Wii U.  Okkar spurning er auðvitað sú hvort 1-2-Switch beri sama keim sem fyrrnefndu leikir…

Lesa meira

Það er kominn út nýr ævintýra smelluleikur frá LucasArts! Eða eins nálægt því og hægt er þar sem hér er á ferðinni glænýr leikur frá höfundum Maniac Mansion og Monkey Island leikjanna frægu. Leikurinn leit dagsins ljós í gegnum Kickstarter þar sem kringum 17.000 manns styrktu verkefnið. Það er ekki allt sem sýnist í smábænum Thimbleweed Park og það munu spilanlegu persónurnar fimm komast að þegar leiðir þeirra liggja saman. Tveir alríkislögreglufulltrúar koma á svæðið til að leysa morðmál en þau hafa aðra ástæðu fyrir að vera þarna. Trúðurinn Ransome má muna sinn fífil fegurri þar sem hann var á…

Lesa meira

Í seinustu viku lenti leikurinn Little Nightmares í verslunum á PC, PS4 og Xbox One leikjatölvurnar. Little Nightmares er hryllings-platformer frá sænska leikjastúdíóinu Tarsier Studios, en fyrirtækið kom meðal annars að gerð Tearaway Unfolded og LittleBig Planet 3 auk þess að hafa hannað ýmsa aukahluti (DLC) fyrir fyrstu tvo LittleBig Planet leikina. Little Nightmares er eins manns tölvuleikur þar sem spilarinn stjórnar krakka sem er trúlega í kringum 10 ára að aldri. Heimurinn í Little Nightmares er einstaklega drungalegur og minnir helst á eitthvað eftir kvikmyndaleikstjórann Tim Burton, nema með dass af auka-hryllingi. Leikurinn byrjar mjög snögglega. Ung stúlka, sem…

Lesa meira

Hryllingsleikurinn Resident Evil 7: Biohazard kom í verslanir í janúar á þessu ári. Resident Evil (RES) leikirnir hafa notið mikilla vinsælda lengi vel og hafa nú á þriðja tug RES leikja litið dagsins ljós. RES serían á rætur sínar að rekja til ársins 1996 þegar að fyrsti RES tölvuleikurinn var gefinn út, en síðan þá hefur RES heimurinn stækkað jafnt og þétt með útgáfu tölvuleikja, kvikmynda, teiknimyndasagna og skáldsagna. SAGAN Í RES7 fer spilarinn í hlutverk Ethan Winters sem ferðast til Louisiana í Bandaríkjunum í kjölfar skilaboða sem hann fær frá Míu, eiginkonu sinni, sem hefur verið týnd í um…

Lesa meira

Í heil níu ár keyrði Guerilla Games leikjaframleiðandinn Killzone leikjaseríuna áfram í samstarfi við Sony þrátt fyrir misgóðar viðtökur eftir því sem leið á seríuna. Árið 2015 á E3 leikjaráðstefnuninni kynnti fyrirtækið óvænt til leiks splunku nýjan leik sem var gjörbreyting á því sem fyrirtækið hafði áður unnið að. Sá leikur sem um er rætt er að sjálfsögðu Horizon: Zero Dawn sem kom út fyrir PlayStation 4 leikjatölvuna í byrjun mars. Má segja að þeim hafi loksins verið gefið leyfi til að yfirgefa þann vettvang sem við þekktum of vel, sem Killzone serían bauð upp á, og fengu síðan að…

Lesa meira