Vafra: Leikjarýni

Krúttlegi hopp og skopp leikurinn LocoRoco 2 hefur verið endurútgefinn á PS4 en hann kom upprunalega út árið 2008 á PSP. Fyrri leikurinn endaði á því að hið góða sigraði ill öfl sem vildu sölsa sig undir hreina og fallega plánetu. Þessi sömu illu öfl reyna að endurtaka leikinn í þessu framhaldi. Við fyrstu sýn þá virðist maður stjórna krúttlegum kúlum en svo kemur á daginn að maður er plánetan þar sem maður leiðbeinir kúlunum með því að halla umhverfinu til hliðar. Kúlurnar geta stokkið, stækkað með ákveðinni fæðu og deilt sér í litlar einingar. Í þessum framhaldsleik geta kúlurnar…

Lesa meira

Nýjasti leikurinn í Super Mario seríunni, Super Mario Odyssey, kom út fyrir Nintendo Switch leikjatölvuna síðastliðinn október og hefur fengið frábærar viðtökur. Meira en sjö ár eru liðin frá því Mario skartaði sínum eiginn þrívíddarleik, (Super Mario 3D World leikirnir eru þá ekki teknir með í reikninginn). Á þeim hvílir alltaf ákveðin pressa þar sem leikirnir hafa ávallt kynnt til sögunnar nýjungar í spilun sem setur leikina á háan stall, að minnsta kosti ofar en aðrir 3D hopp og skopp leikir. Hefur Mario tekist að viðhalda titlinum eftir öll þessi ár? Sjáum nú til. Nú er Mario tími!  Ef einhver…

Lesa meira

Á hverju ári kemur nýr FIFA fótboltaleikur með uppfært hlaðborð af heitustu fótboltaliðum og fótboltastjörnum hvers tíma. Að þessu sinni er íslenska landsliðið meðal liða í leiknum eftir frábæra frammistöðu að undanförnu. FIFA 18 býður ekki eingöngu upp á uppfærð lið, heldur einnig hefur spilun leiksins vera fínpússuð líkt og gengur og gerist milli FIFA leikja. FIFA kemur sjaldnast á óvart og býður í raun ítrekað upp á sömu formúlu sem hefur virkað mjög vel í gegnum árin, enda eru FIFA leikirnir lang vinsælustu fótboltaleikirnir í dag og enda auk þess á vinsældarlista yfir söluhæstu leiki á hverju ári. Til…

Lesa meira

Lego-leikjamaskínan stoppar aldrei en þetta ár er líklega betra en önnur því að nú er komið framhald af hinum stórgóða Lego Marvel Super Heroes sem kom út árið 2013. Lego leikirnir renna dáldið saman enda þeir fylgja sömu formúlunni ár eftir ár og leik eftir leik en þrátt fyrir það er hægt að klúðra þessum leikjum. Til dæmis var Lego Pirates of the Caribbean á PS3 einn leiðinlegasti leikur sem ég hafði spilað í langan tíma og óþarflega erfiður fyrir yngri spilara. Það þarf nefnilega að vera ákveðið jafnvægi milli þrautanna, sögunnar og í því að halda athygli spilarans því…

Lesa meira

Steinar Logi hjá Nörd Norðursins kíkti í heimsókn til Óla í GameTíví á dögunum og gagnrýndi bílaleikinn Gran Turismo Sport. Hægt er að horfa á myndbandið í heild sinni hér fyrir neðan, á Facebook-síðu GameTíví auk þess sem gagnrýnina í heild sinni er hægt að lesa hér á Nörd Norðursins þar sem Steinar smellir þremur og hálfri stjörnu á leikinn.

Lesa meira

Star Wars: Battlefront 2 er framhald Star Wars Battlefront sem kom út árið 2015 og… bíðið aðeins, það er fíll hérna í herberginu sem ég þarf aðeins að skrifa um. Netið hefur verið algjörlega rauðglóandi yfir þessum leik, sérstaklega samfélagssíðan Reddit, þar sem athugasemd frá starfsmanni EA  sló met því að vinna sér inn flesta mínusa (dislikes) frá notendum (nálægt 68 þús. núna) og AMA (Ask me anything) með þremur hönnuðum frá DICE fór líka um þúfur. Forsagan er sú að spilarar sem komust snemma í leikinn fundu út að það tók þúsundir tíma að ná í allt sem leikurinn…

Lesa meira

Gran Turismo Sport er nýjasti akstursleikurinn í seríu sem hefur fylgt PlayStation allt frá árinu 1997. Sá síðasti, Gran Turismo 6, kom út árið 2013 á PS3 þannig að það var kominn tími á nýjan leik sem nýtir sér tækni PlayStation 4 Pro og 4K HDR sjónvarpa. Fyrst smávegis um mig sem bílaleikjaspilara – ég tel mig ekki vera harðkjarna en er alltaf með nýlegan bílaleik sem ég get gripið í, hvort sem það er einhver sem reynir að vera eins raunverulegur og hægt er (GT og Formula leikir) eða brjálaðir sandkassaleikir með Hallgrímskirkjuhæðarhoppum og sprengingum eins og Burnout, Need…

Lesa meira

Síðasta svaðilförin með persónum úr Uncharted seríunni er loksins lent á PS4. Naughty Dog ætlaði að gera stutta sögu sem átti að vera í svipuðum sniðum og Left Behind fyrir The Last of Us. Svo vatt verkefnið upp á sig og sagan varð stærri í sniðum og ákveðið að þetta yrði leikur sem fengi að standa óstuddur frá Uncharted 4. Leikurinn gerist eftir atburði Uncharted 4 og fylgjum við þeim stöllum Chloe Frazer og Nadine Ross. Chloe var í Uncharted 2 og 3 á meðan Nadine kom við sögu í 4. leiknum. Chloe er á höttunum eftir fílabeini Ganesh og…

Lesa meira

Ninja Theory er leikjafyrirtækið á bak við Heavenly Sword, Enslaved: Odyssey to the West, DmC: Devil May Cry, Disney Infinity og núna Hellblade: Senua’s Sacrifice. Fyrir undirritaðan þá er Heavenly Sword á PS3 alger klassík og einn eftirminnilegasti leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað. Það sem gerði hann svo góðan er ekki spilunin, sem var fín, heldur ógleymanlegir karakterar og góð saga. Andy Serkis ljáir vonda gaurnum rödd sína og líkamleg tjáning hans er merki um hvað koma skyldi hjá honum en flestir aðrir standa sig vel líka. Það eru mörg líkindi með Heavenly Sword og Hellblade og Ninja…

Lesa meira

Eftir margra ára fjarveru er Crash Bandicoot mættur aftur til leiks í „nýjum þríleik“ er kallast Crash Bandicoot N Sane Trilogy fyrir PlayStation 4. Fyrstu þrír leikirnir, Crash Bandicoot, Cortex Strikes Back og Warped hafa allir verið endurgerðir frá grunni og eru gefnir út saman í einum pakka. Fyrir þá sem þekkja ekki til Bandicoot leikjanna er hér á ferðinni dæmigerður hopp og skopp leikur sem gengur út að sigra borð með því að tækla hinar ýmsar raunir sem verða í vegi fyrir spilaranum. Eftir að hafa lokið við fimm borð kemur svo að endakarli sem eru mis erfiðir og…

Lesa meira