Vafra: Leikjarýni
A Way Out er nýr samvinnuleikur í leikstjórn Josef Fares, en hann hefur bæði leikstýrt kvikmyndum og tölvuleikjum og er meðal annars þekktur fyrir aðkomu sína að tölvuleiknum Brother: A Tale of Two Sons frá árinu 2013 sem kom skemmtilega á óvart og náði miklum vinsældum í kjölfarið. Leikurinn endaði meðal annars á okkar lista yfir góða norræna leiki frá árinu 2014. A Way Out er samvinnuleikur í styttri kantinum, sem sannast meðal annars á verðmiða leiksins, en leikurinn kostar í kringum 25 pund í bresku leikjaverslun PSN, eða um 3.500 kr. Leikurinn er þróaður sem tveggja manna samvinnuleikur frá…
Eftir að hafa kannað heima brjálæðinga, einræðisherra og stríðsherra víðsvegar um heiminn í fyrri Far Cry leikjum með hliðarspori til steinaldarinnar, þá mætir Far Cry 5 til leiks í hjarta Bandaríkjanna og einblínir á dómsdags sértrúarsöfnuðinn Eden’s Gate í Hope sýslu í Montana. Saga þessa leikja hefur sjaldan verið sterkasti hluti pakkans og í þessum leik er það engin undantekning. Sértrúarsöfnuðurinn er leiddur af Joseph Seed, náunga sem þú myndir ekki kippa þér upp við að sjá á næsta Starbucks og telja hann vera enn einn hipsterinn með hárhnút. Hann ásamt „systkinum“ sínum; John „Skírarinn“, Jacob „Hermaðurinn“ og Faith „Sírenan“…
Monster Hunter leikjaserían hefur verið gangandi í meira en áratug, eða síðan samnefndur leikur kom fyrst út árið 2004 fyrir PlayStation 2. Leikirnir hafa komið út á ýmsum leikjatölvum, einkum PlayStation og Nintendo, og hafa verið að gera góða hluti síðan, sérstaklega í Japan. Í lok janúar á þessu ári kom út nýr titill í seríunni: Monster Hunter: World fyrir PlayStation 4 og Xbox One. Síðan þá hefur leikurinn selst í nær sex milljón eintökum um heim allan og er bæði söluhæsti og sá hraðasti til að seljast hjá Capcom til þessa. Við hjá Nörd Norðursins fengum gripinn í hendurnar og höfum…
Árið 2005 gaf Sony út Shadow of the Colossus á PlayStation 2 leikjatölvuna. Leikurinn var þróaður af japönsku leikjafyrirtækjunum SIE Japan Studio og Team Ico sem áður höfðu gert Ico (2001), leik sem náði ákveðnum költ vinsældum meðal spilara. Shadow of the Colossus þykir einn af merkari leikjum tölvuleikjasögunnar og nýtur enn þann dag í dag vinsælda. Árið 2011 var leikurinn endurútgefinn með uppfærðri grafík í háskerpu (HD) fyrir PlayStation 3 leikjatölvuna og nú er komið að endurútgáfu leiksins. Árið 2018, 13 árum eftir útgáfu upprunalega leiksins, lítur endurgerð (remake) leiksins fyrir PlayStation 4 dagsins ljós. Þess má geta að…
Um miðjan ágústmánuð síðastliðinn kom út splunkunýr Sonic leikur er kallast Sonic Mania. Sega leikjafyrirtækið hefur lengi reynt að koma honum aftur á vinsældalistann með því að endurvekja „töfrana“ með misheppnuðum tilraunum. Nú er hann loksins mættur aftur í gamla góða tvívíddar-umhverfið þar sem markmiðið er að fara frá A til B og sigra endakarla í öðru hverju borði. Hvernig Sega hefur tekist að meðhöndla gripinn er auðvitað spurningin sem við reynum að svara hér fyrir neðan. Það var Nintendo Switch útgáfan sem var spiluð fyrir þessa gagnrýni. Saga Sonic leikjanna hefur alltaf verið jafn þunn eins og flest allir…
Krúttlegi hopp og skopp leikurinn LocoRoco 2 hefur verið endurútgefinn á PS4 en hann kom upprunalega út árið 2008 á PSP. Fyrri leikurinn endaði á því að hið góða sigraði ill öfl sem vildu sölsa sig undir hreina og fallega plánetu. Þessi sömu illu öfl reyna að endurtaka leikinn í þessu framhaldi. Við fyrstu sýn þá virðist maður stjórna krúttlegum kúlum en svo kemur á daginn að maður er plánetan þar sem maður leiðbeinir kúlunum með því að halla umhverfinu til hliðar. Kúlurnar geta stokkið, stækkað með ákveðinni fæðu og deilt sér í litlar einingar. Í þessum framhaldsleik geta kúlurnar…
Nýjasti leikurinn í Super Mario seríunni, Super Mario Odyssey, kom út fyrir Nintendo Switch leikjatölvuna síðastliðinn október og hefur fengið frábærar viðtökur. Meira en sjö ár eru liðin frá því Mario skartaði sínum eiginn þrívíddarleik, (Super Mario 3D World leikirnir eru þá ekki teknir með í reikninginn). Á þeim hvílir alltaf ákveðin pressa þar sem leikirnir hafa ávallt kynnt til sögunnar nýjungar í spilun sem setur leikina á háan stall, að minnsta kosti ofar en aðrir 3D hopp og skopp leikir. Hefur Mario tekist að viðhalda titlinum eftir öll þessi ár? Sjáum nú til. Nú er Mario tími! Ef einhver…
Á hverju ári kemur nýr FIFA fótboltaleikur með uppfært hlaðborð af heitustu fótboltaliðum og fótboltastjörnum hvers tíma. Að þessu sinni er íslenska landsliðið meðal liða í leiknum eftir frábæra frammistöðu að undanförnu. FIFA 18 býður ekki eingöngu upp á uppfærð lið, heldur einnig hefur spilun leiksins vera fínpússuð líkt og gengur og gerist milli FIFA leikja. FIFA kemur sjaldnast á óvart og býður í raun ítrekað upp á sömu formúlu sem hefur virkað mjög vel í gegnum árin, enda eru FIFA leikirnir lang vinsælustu fótboltaleikirnir í dag og enda auk þess á vinsældarlista yfir söluhæstu leiki á hverju ári. Til…
Lego-leikjamaskínan stoppar aldrei en þetta ár er líklega betra en önnur því að nú er komið framhald af hinum stórgóða Lego Marvel Super Heroes sem kom út árið 2013. Lego leikirnir renna dáldið saman enda þeir fylgja sömu formúlunni ár eftir ár og leik eftir leik en þrátt fyrir það er hægt að klúðra þessum leikjum. Til dæmis var Lego Pirates of the Caribbean á PS3 einn leiðinlegasti leikur sem ég hafði spilað í langan tíma og óþarflega erfiður fyrir yngri spilara. Það þarf nefnilega að vera ákveðið jafnvægi milli þrautanna, sögunnar og í því að halda athygli spilarans því…
Steinar Logi hjá Nörd Norðursins kíkti í heimsókn til Óla í GameTíví á dögunum og gagnrýndi bílaleikinn Gran Turismo Sport. Hægt er að horfa á myndbandið í heild sinni hér fyrir neðan, á Facebook-síðu GameTíví auk þess sem gagnrýnina í heild sinni er hægt að lesa hér á Nörd Norðursins þar sem Steinar smellir þremur og hálfri stjörnu á leikinn.