Author: Steinar Logi

Góðir Playstation titlar eru núna á útsölu fyrir þá sem eru með reikning á Evrópusvæði. Útsalan kallast „Only on Playstation“ og inniheldur nokkuð stór nöfn á allt að 60% afslætti. Hægt er að sjá alla titlana hér en helst ber að nefna: Horizon Zero Dawn Uncharted 4 og leikina á undan Bloodborne og The Old Hunters Nioh og allar viðbætur Wipeout Omega og heilmikið meira

Lesa meira

Playstation Plus hefur svo sannarlega verið að taka við sér eftir marga magra mánuði. Undanfarið hafa þeir verið með stærri leiki eins og Just Cause 3, Infamous: Second Son og fína minni leiki eins og Child of Light og partýleikinn That’s You! Næsta mánuð er það svo gamli Snake í Metal Gear Solid V: The Phantom Pain. Einnig fáum við Amnesia: Collection og fleira sem má sjá í vídeóinu hér að neðan.

Lesa meira

Ninja Theory er leikjafyrirtækið á bak við Heavenly Sword, Enslaved: Odyssey to the West, DmC: Devil May Cry, Disney Infinity og núna Hellblade: Senua’s Sacrifice. Fyrir undirritaðan þá er Heavenly Sword á PS3 alger klassík og einn eftirminnilegasti leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað. Það sem gerði hann svo góðan er ekki spilunin, sem var fín, heldur ógleymanlegir karakterar og góð saga. Andy Serkis ljáir vonda gaurnum rödd sína og líkamleg tjáning hans er merki um hvað koma skyldi hjá honum en flestir aðrir standa sig vel líka. Það eru mörg líkindi með Heavenly Sword og Hellblade og Ninja…

Lesa meira

Sjónvarpsþættirnir American Gods eru byggðir á samnefndri bókaseríu Neil Gaiman sem er einnig þekktur fyrir Sandman teiknimyndasögurnar og bókina / myndina Coraline. Í stuttu máli þá fjallar serían um yfirvofandi stríð milli gömlu, blóðþyrstu guðanna sem allir eru hættir að tilbiðja, og nýju guðanna sem eru tilbeðnir á nútímalegri hátt. Enginn af okkur mannlegu verunum veit samt af þeim, alla vega í fyrstu, því að þeir eru undir yfirborðinu og líta út eins og allir aðrir. Við kynnumst þessum heimi í gegnum Shadow, fyrrverandi fanga sem byrjar að starfa fyrir dularfullan karakter sem kallar sig Wednesday. American Gods leggja mikinn…

Lesa meira

Sony var með sérstaka kynningu í ár. Hún fókuseraði nær eingöngu á leikjastiklur enda lítur árið 2018 fyrir að verða stórt ár hjá þeim með Days Gone, Detroit, Spiderman og God of War. Það kom hins vegar ekkert nýtt fyrir Last of US 2 eða PS4 sjálfa og hreinlega ekkert sem kom verulega á óvart. Stiklurnar voru samt margar góðar og gefa okkur betri hugmynd um hvað áðurnefndir stórleikir snúast um. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017 Days Gone: Líkindin með Last of Us koma betur í ljós í þessari stiklu, leikjaspilunin virkar áhugaverð en það er greinilegt að sagan…

Lesa meira

Fyrir utan Mario samstarfið, Far Cry 5 og Beyond Good and Evil 2 þá var eftirfarandi sýnt á Ubisoft kynningunni fyrir E3 leikjasýninguna. The Crew 2: Opinn heimur þar sem er hægt að ferðast um og keppa á öllu sem er með mótor, ekki bara bílum, eins og hraðbátum, mótorhjólum, flugvélum og að sjálfsögðu bílum. Stiklan lítur vel út og vonandi er leikurinn í tak við kynninguna! Glöggir þekkja tónlist Kaleo þarna. Leikurinn kemur út snemma 2018. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017 South Park: Fractured but Whole: Ný stikla en leikurinn kemur út 17. október. Transference: Afar athyglisverður VR leikur…

Lesa meira

Beyond Good and Evil 2 virðist loksins ætla að verða að veruleika. Eftirfarandi stikla sýnir ekki hvernig spilunin sjálf er en heimurinn er athyglisverður þrátt fyrir að apinn sé pirrandi. Sagan í leiknum gerist fyrir atburði upprunalega leiksins með Jade. Einnig fengum við að sjá meira af spiluninni í Far Cry 5 og hjálpinni sem þú færð enda er hægt að spila leikinn í samvinnu við annan spilara. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017

Lesa meira

Ubisoft og Nintendo eru í samstarfi með leikinn Mario+Rabbids Kingdom Battle og það var enginn annar en goðsögnin Miyamoto sem steig á svið Ubisoft á E3 2017 og útskýrði forsögu þessa samstarfs. Leikurinn kemur út á Nintendo Switch þann 29. ágúst nk. og virðist vera litrík tegund af strategískum bardagaleik í anda X-COM. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017

Lesa meira

Rezrog er dýflissuleikur af sama meiði og t.d. Darkest Dungeon eða Legend of Grimrock þ.e.a.s. þú ferð í gegnum dýflissur, lendir í bardögum þar sem þú skiptist á að gera móti óvininum (turnbased), nærð í fjársjóði og reynir að forðast allar gildrurnar. Þessir leikir eru samt ólíkir innbyrðis þó að allir byggi þeir á sama grunni aðallega þegar það kemur að hetjunum sjálfum (galdranotendur, bogamenn, stríðsmenn, þjófar o.s.frv.) og hvernig þessar hetjur byggjast upp með því að öðlast fleiri og öflugri galdra og hæfileika. Sérstaklega kemur þetta í ljós þegar Rezrog er borinn saman við Darkest Dungeon því að á…

Lesa meira

Nier Automata kom út í mars síðastliðnum og þrátt fyrir að hafa komið út á undan Persona 5 virðist hann hafa fallið í skuggann af honum. Margir vita samt af honum og hann hefur fengið mjög góðar einkunnir en hann var ekki eins áberandi og Persona 5 hvað varðar markaðsetningu. Báðir leikirnir eru „alternative“ japanskir hlutverkaleikir sem fylgja ekki öllum reglum klassískra japanskra hlutverkaleikja og blanda saman öðrum leikjagerðum. Persona 5 er bæði týpískur bardagaleikur í anda Final Fantasy en er líka með áherslu á félagslíf og skólagöngu aðalsöguhetjunnar. Nier: Automata fer reyndar enn lengra frá formúlunni og bardagakerfið minnir…

Lesa meira