Author: Steinar Logi

„Just when I thought I was out they pull me back in again“ ætti að vera skrifað á legstein World of Warcraft þ.e.a.s. ef þessi nær fimmtán ára leikur deyr einhvern tímann. Þetta er ekki fyrsta sinn sem mér dettur þessi lína í hug í tengslum við WoW en núna var ég með frá upphafi nýs viðbótar, allt frá þegar Magni Bronsskeggur byrjaði að taka á móti hetjum í Silithus fyrir um mánuði síðan. Það var eitthvað við þessa viðbót sem kveikti í gamla „vanillu-wow“ spilaranum í mér, yfirleitt kaupi ég þessar viðbætur löngu eftir útgáfudag þegar Blizzard byrjar að…

Lesa meira

The Crew 2 er bílaleikur í þriðja veldi þar sem þú ert ekki bara að keppa á landi heldur líka í lofti og á vatni. Þannig að betra nafn væri keppnisleikur og keppnissvæðið þitt eru gervöll Bandaríkin en það er líka hægt að skoða sig um, taka myndir og uppgötva ýmislegt. The Crew 2 er bílaleikur í þriðja veldi þar sem þú ert ekki bara að keppa á landi heldur líka í lofti og á vatni. Leikurinn reynir að gera marga hluti en það hefur verið talað um The Crew 2 sem „CaR-P-G“ með tilvísan í RPG leiki sem þýðir…

Lesa meira

Yakuza 6 er síðasti leikurinn í Yakuza seríunni þar sem Kazuma Kiryu er aðalsöguhetjan. Dojima Drekinn er kominn til ára sinna og eftir þennan leik þá mun Sega leggja áherslu á aðra í Yakuza heiminum. Nokkuð öruggt er að serían haldi áfram því að Yakuza 0 sem kom út árið 2016 fékk góða dóma og almennt er fólkt ánægt með Yakuza 6 líka. Ég er hins vegar ekki alveg sammála og legg til að spilarar sem eru að kynnast seríunni taki aðra leiki framfyrir eins og Yakuza 4, 5 eða 0. Ekki að þetta sé slæmur leikur, þvert á móti,…

Lesa meira

God of War leikirnir eiga sér langa sögu og stóran aðdáendahóp og er undirritaður þar á meðal talinn. Þetta hafa verið skemmtilegir bardagaleikir með áherslu á epíska sögu og það sama er upp á teningnum hér. Nema þessi fylgir ekki alveg formúlunni. Hann tekur það mikið stökk fram á allan hátt að það er erfitt annað en að líta á hann sem tímamótleik; hann er ekki bara góður heldur hreinlega einn af bestu leikjum sem ég hef spilað. Manni finnst eins og Santa Monica Studios hafi fullkomnað nýtinguna á PS4 Pro og tekið algerlega framúr öllum öðrum. hreinlega einn af…

Lesa meira

Þitt eigið ævintýri eftir Ævar Þór Benediktsson, betur þekktan sem Ævar vísindamaður, er nýjasta bókin í seríu bóka sem byggja á því að lesandinn tekur sjálfur ákvarðanir og stýrir söguþræðinum. Fyrri bækur Ævars í bókaröðinni eru Þín eigin þjóðsaga, Þín eigin goðsaga og Þín eigin hrollvekja. Bókin byggir á skrifum í anda Grimm-bræðra þar sem blessuð börnin eru í stanslausri lífshættu. Sagan byrjar á því að söguhetjan týnist í skógi og lendir svo í röð atburða sem hafa hliðstæðu með þessum klassísku ævintýrum. Bókin byggir á skrifum í anda Grimm-bræðra þar sem blessuð börnin eru í stanslausri lífshættu. Fyrir mörgum…

Lesa meira

Lego-leikjamaskínan stoppar aldrei en þetta ár er líklega betra en önnur því að nú er komið framhald af hinum stórgóða Lego Marvel Super Heroes sem kom út árið 2013. Lego leikirnir renna dáldið saman enda þeir fylgja sömu formúlunni ár eftir ár og leik eftir leik en þrátt fyrir það er hægt að klúðra þessum leikjum. Til dæmis var Lego Pirates of the Caribbean á PS3 einn leiðinlegasti leikur sem ég hafði spilað í langan tíma og óþarflega erfiður fyrir yngri spilara. Það þarf nefnilega að vera ákveðið jafnvægi milli þrautanna, sögunnar og í því að halda athygli spilarans því…

Lesa meira

Star Wars: Battlefront 2 er framhald Star Wars Battlefront sem kom út árið 2015 og… bíðið aðeins, það er fíll hérna í herberginu sem ég þarf aðeins að skrifa um. Netið hefur verið algjörlega rauðglóandi yfir þessum leik, sérstaklega samfélagssíðan Reddit, þar sem athugasemd frá starfsmanni EA  sló met því að vinna sér inn flesta mínusa (dislikes) frá notendum (nálægt 68 þús. núna) og AMA (Ask me anything) með þremur hönnuðum frá DICE fór líka um þúfur. Forsagan er sú að spilarar sem komust snemma í leikinn fundu út að það tók þúsundir tíma að ná í allt sem leikurinn…

Lesa meira

“Tíminn líður hratt á gervihnattaöld” sagði skáldið og það á svo sannarlega við í dag þar sem mynd eins og Thor: Ragnarok er strax orðin gömul eftir tvær vikur. Fólk er farið að hugsa um Justice League, næstu Star Wars myndina eða spáir í seríu 3 af Stranger Things. En mig langar samt til að skrifa nokkur orð um hana því að hún var miklu skemmtilegri en flestir bjuggust við. Það eru nokkrar ástæður fyrir því en tvær helstu eru annars vegar að Chris Hemsworth er búinn að finna sig sem grínleikara (hver man ekki eftir Thor og Darryl samleigjanda…

Lesa meira

Aðalkynning fyrir Paris Games Week 2017 var í gær og hér er stutt samantekt með stiklum í nöfnum leikjanna: Ghost of Tsushima – Sucker Punch með samurai leik. Enginn útgáfudagur. The Last of Us Part II – Aðrar persónur en Joel og Ellie sem bendir til einhvers stærra en áður. Varúð, stiklan er ofbeldisfull sem kemur líklega ekki á óvart. Enginn útgáfudagur enn. Marvel’s Spider-Man – Lítur vel út. 2018. Blood and Truth – VR skotleikur sem gerist í undirheimum Bretlands. God of War – Ný stikla sem gefur vísbendingu um hvernig leikurinn spilast. Snemma 2018. Erica – Alvöru leikin…

Lesa meira

Gran Turismo Sport er nýjasti akstursleikurinn í seríu sem hefur fylgt PlayStation allt frá árinu 1997. Sá síðasti, Gran Turismo 6, kom út árið 2013 á PS3 þannig að það var kominn tími á nýjan leik sem nýtir sér tækni PlayStation 4 Pro og 4K HDR sjónvarpa. Fyrst smávegis um mig sem bílaleikjaspilara – ég tel mig ekki vera harðkjarna en er alltaf með nýlegan bílaleik sem ég get gripið í, hvort sem það er einhver sem reynir að vera eins raunverulegur og hægt er (GT og Formula leikir) eða brjálaðir sandkassaleikir með Hallgrímskirkjuhæðarhoppum og sprengingum eins og Burnout, Need…

Lesa meira