Author: Steinar Logi

NBA2K21 kom fyrst út á PS4 snemma í september en núna tveimur mánuðum seinna á PS5 og munurinn á grafík er talsverður. Tengt þessu þá halda 2K Sports áfram að sýna fram á að þegar kemur að græðgi þá eru þeir í heimsklassa. Í stað þess að koma með PS4 og PS5 útgáfurnar á sama tíma þá er erfitt að túlka þetta á annan hátt en að þeir vonast eftir að einhverjir harðhausar kaupi sama leikinn tvisvar þ.e.a.s fyrst PS4 útgáfuna á $60 og síðan PS5 útgáfuna á $70 (það er að vísu hægt að kaupa Mamba útgáfuna á $100…

Lesa meira

Það er vitað mál að hluti leikjamarkaðarins fær ekki nóg af leikjum í anda Dark Souls og þess vegna koma þannig leikir reglulega út. Mortal Shell er einn slíkur og Cold Symmetry eru ekki að reyna fela hvað hafði áhrif, þvert á móti þá er leikurinn lofgjörð til FromSoftware leikjanna og sérstaklega upprunalega Dark Souls. Þessi fámenni hópur leikjahönnuða nær mjög vel þrúgandi andrúmsloftinu, einkennandi arkitektúrnum og ófyrirgefandi bardagastílnum þannig að Miyazaki sjálfur yrði stoltur. Jafnvel samræðurnar og allar upplýsingar eru algjörlega í lágmarki eða svo mystískar að hálfa væri nóg. Vonandi útskýrir Vaatividya bakgrunn leiksins einhvern tímann fyrir okkur.…

Lesa meira

Undirritaður hefur sjaldan séð framhaldsleik sem fylgir eins mikið formúlu fyrri leiks þrátt fyrir að það hafi verið ansi margir sambærilegir leikir síðustu ár og áratugi. Eftir að hafa lesið aftur gagnrýni mína frá 2017 fyrir upprunalega leikinn Nioh þá finnst mér flest þar passa við þennan líka. Þú sérð meira að segja sömu gömlu svæðin úr fyrri leiknum í nokkrum hliðarverkefnum. Það þýðir ekki að leikurinn sé slæmur bara en ef þú hafðir ekki gaman af fyrri þá gildir það sama hér. Fyrir okkur hina þá er þetta ágætis leikur sem endist vel. Þar sem Nioh 2 er í…

Lesa meira

Borderlands 3 er ekki að reyna enduruppgötva sig eins og Assassin’s Creed eða God of War hafa gert tiltölulega nýlega. Þetta er Borderlands leikur, ef þú hefur gaman af þeim þá er þessi fínn því að hann er mjög líkur hinum leikjunum í seríunni sem voru fínir. Gerðu það sama og þú gerðir síðast hvort sem það var að kaupa hann strax, bíða eftir útsölu, bíða eftir fleiri viðbótum eða bara ekki kaupa hann. Sú ákvörðun er alveg eins góð núna. Það er mikið efni hérna og margt að skjóta á Undirritaður hefur gaman af Borderlands svo að maður var…

Lesa meira

Control er nýjasti leikurinn frá Sam Lake og félögum í Remedy Games sem eru þekktir fyrir Max Payne, Alan Wake og síðast Quantum Break. Söguþráðinn í Control, rétt eins og í Alan Wake, er ekki auðvelt að útskýra. Í grófum dráttum þá höfum við mjög stóran og veglegan vinnustað sem kallast Federal Bureau of Control (FBC) sem sérhæfir sig í að rannsaka það óútskýranlega. Inn í þetta kemur þú sem Jesse Faden í leit af fjölskyldumeðlimi en af einhverjum ástæðum þá er strax litið á þig sem forstjóra FBC. Hlutirnir eru í algerri óreiðu því að dularfull öfl sem kallast…

Lesa meira

Í nótt dreymdi mig um „Mikiri counters“, „overhead jumps“ og „Ichimonji“ og gaura eins og Seven Ashina Spears – Shikibu Toshikatsu Yamauchi. Heilinn minn hélt áfram að spila Sekiro: Shadows Die Twice þegar ég var sofandi. FromSoftware hefur snúið til baka með enn einn leikinn sem heltekur mann. En þetta er það sem manni langaði í. Um daginn spilaði ég Assassin’s Creed Origins sem er fínn leikur og með flottan og stóran heim. En miðað við Souls leiki þá vantaði manni alvöru tengingu við þessa staði. Maður náði sínum útsýnispalli og fór svo. Síðan barðist ég við tvo fíla í…

Lesa meira

Red Dead Redemption 2 er besti opni leikjaheimur sem ég hef spilað í og margt í honum sem hrífur mann. En hann er gallað meistaraverk og því meira sem þú spilar hann því meira koma gallarnir í ljós. Sagan byrjar vel, þú ert hægri hönd Dutch Van der Linde sem leiðir gengi sem minnir meira á stóra fjölskyldu. Nýlega hafði ránstilraun klúðrast og þið eruð á flótta í snjóbyl. Með þrautseigju lifið þið af, komist á hlýjari slóðir og heimurinn opnast. Fljótlega er hægt að gera það sem maður vill í þessum stóra, flotta heimi og halda áfram með söguna…

Lesa meira

Red Dead Redemption kom út fyrir 8 árum svo að maður býst við talsverðum framförum í útliti og spilun og Rockstar svíkur ekki þar frekar en fyrri daginn. Þú ert Arthur Morgan (vonandi er þetta tilvísun í Morgan Kane bækurnar sem voru vinsælar hér á landi fyrir langa löngu) og ert hægri hönd Dutch, leiðtoga gengis. Reyndar er þetta ekki dæmigert gengi og minnir frekar á stóra fjölskyldu í leit að betra lífi. RDR2 tekur sinn tíma í að kynna þig fyrir heiminum og þú byrjar á flótta undan réttvísinni í brjáluðum snjóbyl eftir misheppnaða ránstilraun.  Í fyrstu minnir þetta…

Lesa meira

Þrátt fyrir að hafa gaman af körfuboltaleikjum hafði undirritaður ekkert heyrt um Playgrounds seríuna, sem hófst reyndar bara í fyrra, en núna er Playgrounds 2 kominn og búinn til af Saber Interactive eins og árið áður. Strax og maður sér 2K logoið (en þeir keyptu seríuna í ár) þá hugsar maður um aukagreiðslur innan leiksins en í einfeldni minni þá bjóst ég ekki við því heldur reiknaði með litlum leik þar sem maður gat valið sína leikmenn og farið í gamla “NBA JAM” fílinginn. Því var það frekar skondið að það fyrsta sem maður sér það eru nokkrir ókeypis pakkar…

Lesa meira

Fyrst smá formáli þar sem við lítum yfir síðustu ár greinarhöfunds með NBA2K seríuna. NBA2K16 pirraði mig hrikalega og þar með fjölskyldu mína þegar ég var gargandi á sjónvarpið seint á kvöldin. En ég spilaði hann því að ég hef gaman af körfuboltaleikjum og hann var ekki alslæmur þrátt fyrir pirrandi galla. NBA2K17 fannst manni stökk framávið í spilun. Smágreiðslur eða “microtransactions” hafa lengi verið hluti af seríunni en það truflaði mig ekki, ég gat plumað mig áfram og þróun leikmanna og liða var ásættanleg. Þangað til núna. Ég spilaði ekki NBA2K18 en hef heyrt að hann sé jafnvel verri…

Lesa meira