Ekki kaupa NBA2K í ár. Ekki einu sinni ef þú ert tilbúinn að styrkja litla sprotafyrirtækið 2K með því að kaupa VC (virtual coins) til að styrkja spilarann þinn og kaupa pakka því að þú munt samt verða fyrir vonbrigðum. Í ár tókst þeim að vera bæði latari og gráðugri en vanalega sem er ekki auðvelt. Það er ekkert nýtt að leikurinn er „pay-to-win“ að mestu leyti og 2K eru hættir að fela það, sérstaklega hvað varðar MyPlayer og MyTeam. Með hverju ári er erfiðara að vinna sig upp án þess að leggja fram pening og það er engin breyting…
Author: Steinar Logi
Senua’s Saga: Hellblade 2 er framhald af Hellblade: Senua’s Sacrifice sem kom út árið 2017 og var þróaður og gefinn út af Ninja Theory. Á þeim tíma þá var Ninja Theory sjálfstætt fyrirtæki og gaf út leikinn sinn á bæði PS4, Xbox One, Xbox Series X/S og jafnvel Nintendo Switch. Núna eru þeir í eigu Microsoft (sem gerir mann áhyggjufullan um framtíð þeirra í ljósi nýlegra frétta um uppsagnir) þannig að leikurinn kemur bara út á PC og Xbox Series X/S til að byrja með. Senua’s Saga: Hellblade 2 er framhald af Hellblade: Senua’s Sacrifice sem kom út árið 2017…
Eftir nær fjögurra ára bið þá er FFVII Rebirth loks lentur. Saga uppáhalds emo gaursins okkar Cloud með stóra sverðið heldur áfram og núna tekur við hinn stóri heimur utan Midgar. Leikjaheimurinn í Rebirth hoppar því um stærðargráðu eins og við var búist, enda fer hópurinn á marga nýja staði og hittir fullt af nýjum karakterum. Það er magnað að hugsa til þess að þetta er bara annar hluti af þríleik en vonandi verður ekki eins langt á milli leikjanna næst. Strax frá byrjun er greinilegt að það er mikið lagt í þennan leik og FFVII lið Square Enix hefur…
Ubisoft hefur lært af Crew 2 og afraksturinn er ansi góð skemmtun í Crew Motorfest. Margt af því sem truflaði mann í Crew 2 er núna betrumbætt. Nokkur dæmi: Meiri áhersla á bíla heldur en báta og flugvélar enda liggur áhugi fólks frekar þar. Ekki verið að neyða fólk í að fljúga og sigla ef það vill það ekki.Að því sögðu þá hefur stýring báta og flugvéla verið bætt að miklu leyti og mun skemmtilegra en áður.Mun færri hindranir í keppnum þ.e.a.s. hlutir sem snarstöðva mann eins og grjót og skilti. Núna hægja hlutir eins og grjóthleðsla aðeins á manni…
Núna þegar það er komin reynsla á leikinn þá er gott að renna yfir hvernig hann stendur sig sem lifandi leikur ásamt því hvernig hann spilast. Það sem hefur stór áhrif á MyCareer og MyTeam eru nefnilega tímabilin (seasons) þar sem spilarar fá hin ýmsu markmið og verðlaun á sex vikna tímabili. Eftir hvert tímabil þá endurræsist allt sem maður hefur gert og nýtt tímabil tekur við eins og maður þekkir úr öðrum lifandi leikjum. Við erum núna á 2. tímabili. MyCareer er notendavænni upplifun en í fyrri leikjum tímalega séð. Í NBA2K21 þá var fyrst komið með borg og…
Mikið hefur breyst í heiminum síðustu ár en ekki hvað varðar Gran Turismo seríuna. Það væri nánast hægt að afrita rýnina fyrir GT Sport frá árinu 2017 og bæta við örfáum nýjungum. Þar með er ekki sagt að þetta sé slæmur leikur. Hann lítur auðvitað betur út, sérstaklega á PS5 og spilunin er að mörgu, en ekki öllu, leyti sú sama. Til að aflæsa allt þarf að spila í gegnum söguna ef sögu skyldi kalla. Hann Luka, eigandi kaffihússins í hverfinu, er með mikið af verkefnum fyrir þig sem þú leysir eitt í einu. Yfirleitt er þetta að safna þremur…
Leikjaheimurinn hefur beðið lengi með eftirvæntingu eftir Elden Ring þ.á.m. undirritaður. Strax á útgáfudegi sá maður mjög margar tíur og spurning vaknar; er hann virkilega svona góður? Svarið er já, Elden Ring fer fram úr öllum væntingum sem maður gerði til hans og vel það. Elden Ring er með sama DNA og leikirnir á undan en sker sig samt vel frá þeim aðallega vegna opins heims. Þetta er einnig aðgengilegasti Souls leikur sem gerður hefur verið án þess samt að fórna erfiðleikastiginu, það er einfaldlega svo mikið að gera að ef maður lendir í að berja höfðinu við vegg þá…
NBA2K22 er mjög líkur NBA2K21 þannig að flest sem ég skrifaði síðasta ári á enn við en sumt fer á betri veg enda hefur leikurinn verið að fá aðeins betri umsagnir en í fyrra. Eins og áður þá eru MyCareer og MyTeam stærstu hlutar leiksins. Sagan í MyCareer hefur verið stytt talsvert. Í stað þess að fá fræga leikara og of mikið af sögu þá hefur þetta verið einfaldað talsvert. Núna ert þetta bara þú og vinur þinn sem sér um allt og sagan gerist öll í íbúðinni. Það snýst allt um leikina og að koma sér í NBA annað…
Það er ekki mikið um hreina PS5 leiki en núna er Returnal frá Housemarque (hönnuðum Resogun, Super Stardust og Nex Machina) kominn út. Hann lítur kannski ekki út fyrir það en hann er svokallaður „rogue-like“ leikur í anda Binding of Isaac, Enter the Gungeon, Rogue Legacy, Spelunky, Hades o.s.frv. nema hann er þriðju-persónu skotleikur. Útlitslega minnir hann á hið stórgóða Mooncrash DLC fyrir Bethesda leikinn Prey en spilunarlega séð á hann meira sameiginlegt með Enter the Gungeon / Binding of Isaac enda mikið skothelvíti (e. Bullet-hell). hann er svokallaður rogue-like leikur í anda Binding of Isaac, Enter the Gungeon o.sfrv.…
Demon’s Souls er endurgerð samnefnds leiks frá 2009 á PS3 og er yfirleitt talinn upprunalegi Souls leikurinn (reyndar er hægt að rekja þá lengra aftur til King’s Field seríunnar enda hafa FromSoftware verið starfandi síðan 1986). Margir hafa beðið með eftirvæntingu að fá að þjást aftur eða algjörlega upp á nýtt og að sjá hvernig eini stórleikurinn sem bara er hannaður fyrir PS5 stendur sig (með fullri virðingu fyrir Astro’s Playroom) Ef þú hefur spilað Dark Souls leik þá er Demon’s Souls nokkuð líkur þeim í spilun en það eru samt hlutir sem aðgreina þá. Ef við tökum erfiðleikastigið sem…