Hringurinn eftir Mats Strandberg og Söru Bergmark Elfgren í þýðingu Þórdísar Gísladóttur er margverðlaunuð sænsk unglingabók frá 2011, í fyrra gaf Bjartur bókina út á Íslandi. Hringurinn (sæ. Cirkeln) er fyrsta bók í þríleik og er von á þýðingu bókar númer tvö í þríleiknum nú í haust. Hringurinn er það sem á ensku myndi kallast Young Adult bók en myndi á íslensku útleggjast sem unglingabók, mér finnst það hugtak ekki ná nógu vel utan um þessa bókmenntategund, sérstaklega ekki þegar um er að ræða bók eins og Hringinn sem fjallar um unglinga á menntaskólaaldri. Sumir kjósa að tala um táningabækur…
Author: Nörd Norðursins
Eftir nokkuð langa bið og mikla eftirvæntingu er nýjasti Tomb Raider leikurinn kominn út. Tomb Raider leikjaserían á rætur sínar að rekja til ársins 1996 og náði þá miklum vinsældum á skömmum tíma. Undanfarin ár hafa leikirnir aftur á móti ekki verið að gera mjög góða hluti, en hönnuðir nýjasta Tomb Raider leiksins vona að með nýja leiknum verði blásið nýju lífi í annars frekar þreytta leikjaseríu. Mennskari Lara Lara Croft er aðalpersóna Tomb Raider leikjanna og er auk þess ein merkilegast kvenhetja tölvueleikjasögunnar. Hún er einskonar kvenkyns útgáfa af Indiana Jones sem ferðast um heiminn í leit að fornminjum og…
Þriðja tölublað íslenska myndasögublaðsins Ókeipiss kemur út 4. maí næstkomandi. Myndasögunni er dreyft ókeypis á Ókeypis myndasögudeginum (Free Comic Book Day) sem er haldinn hátíðlegur ár hvert. Þátttakendurnir í ár þurfa að senda sögurnar í góðri upplausn á okeipiss@gmail.com í seinasta lagi fimmtudaginn 11. apríl. Í kjölfarið verða bestu sögurnar valdar og þær birtar í blaðinu. Á Facebook viðburði myndasöguáskorunarinnar er farið yfir reglurnar í ár: a) Tvær síður. Hvorki meira né minna. Í ár er opnuþema. Blaðið verður stútfullt af sjálfstæðum myndasöguopnum. b) Má vera í lit og má líka vera ekki í lit. c) Má vera eftir einn…
Frá árinu 2009 hefur Borgarbókasafn og Myndlistaskólinn í Reykjavík staðið fyrir árlegri myndasögusamkeppni og -sýningu. Í ár er myndasögukeppnin helguð Marvel ofurhetjunum og er þátttakendum skipt niður í þrjá aldursflokka: Borgarbókasafn og Myndlistaskólinn í Reykjavík standa nú í fimmta sinn fyrir myndasögusamkeppni og -sýningu fyrir fólk á aldrinum 10-20+ ára. Í ár verður tekin upp sú nýbreytni að keppt verður í aldurshópum: 10-12 ára, 13-16 ára og 17-20+. Sem fyrr er keppnin helguð tiltekinni myndasöguhetju en árið 2013 eru fimmtíu ár liðin frá því að fyrstu tölublöð úrvalshetjuhópa silfuraldarinnar svokölluðu, X-Men og Avengers, litu dagsins ljós. Þema keppninnar…
Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Epic Rap Battles of History: Nikola Tesla vs Thomas Edison Hvor vann? Talandi píanó … bara krípí. Ef að Dr. Who væri 16-bita tölvuleikur Væri alveg til í að spila þennan! (ath. inniheldur spilla) Game of Thrones Árið 1995
Fyrsti þátturinn í nýrri vefseríu, Tropes vs Women in Video Games, var settur á netið í síðustu viku. Þættirnir voru fjármagnaðir fyrir níu mánuðum á Kickstarter og fékk verkefnið gríðarlega athygli – jákvæða og neikvæða. Margir fjárfestu í þessu rannsóknarverkefni á meðan aðrir litu á hana sem ógn við nútíma tölvuleiki (nánar um haturinn hér: TEDxWomen). Tropes vs Women in Video Games er í umsjón fjölmiðlagagnrýnandans og femínistans Anitu Sarkeesian sem heldur uppi síðunni Feminist Frequency. Þættirnir fjalla um birtingarmynd kvenna í tölvuleikjum og öðrum vinsælum miðlum og eru margir þekktir tölvuleikir og tölvuleikjapersónur gagnrýndar. Í þessum fyrsta þætti fjallar Anita…
Föstudaginn 15. mars verður nörda „pub-quiz“ haldið á Kjallaranum. Guðrún Mobus Bernharðs verður spyrill kvöldsins og ætlar að kasta fram fjölbreyttum spurningum til liðanna en mun fyrst og fremst fókusa á nördalegar spurningar. Í vinning er borðspilið Skrípó (sjá gagnrýni okkar á spilinu hér) og handbókin Spilakaplar eftir Þórarinn Guðmundsson. > Smelltu hér til að skoða viðburðinn á Facebook. – BÞJ
Þessa vikuna ætlum við að nefna þrjá óhefðbundna og stórfyndna leiki sem þú verður að prófa – eða einfaldlega njóta þess að horfa á aðra spila. Surgeon Simulator 2013 Hér ferðu í hlutverk lélegasta skurðlæknis í heimi, sem er auk þess líklega nýbúinn að þamba bolla af sveppatei. Það er fáránlega erfitt að stjórna leiknum og útkoman er alltof fyndin! > Spila Surgeon Sumulator 2013. Cat Mario Þessi leikur er yndislegur og pirrandi á sama tíma. Leikurinn hermir eftir hinum fræga Super Mario Bros. leik, en í Cat Mario stjórnar þú ketti í stað Mario auk þess sem…
Glímuleikurinn WWE ’13 kom út í lok árs 2012 á PS3, Xbox 360 og Wii. Leikurinn fetar í fótspor fyrirrennara síns, WWE ’12, og býður upp á svipaða möguleika og spilun. Aðdáendur WWE glímunnar munu þó eflaust gleðjast yfir nýjum möguleika sem nefnist „Attitude Era“ þar sem þeir geta spilað sem WWE glímukappar frá því fræga tímabili. Leikur fyrir WWE aðdáendur Leikurinn tekur nokkuð vel á móti spilaranum með valkostum þar sem meðal annars er boðið upp á að spila stakan leik, spilað við aðra leikmenn í fjölspilun, að búa til þinn eigin bardagakappa, að hefja spilun á áðurnefndu „Attitude…
Undanfarin ár hafa listasöfn sýnt tölvuleikjum aukinn áhuga og hélt Smithsonian-safnið í Bandaríkjunum meðal annars sérstaka tölvuleikjalistasýningu í fyrra. Laugardaginn 2. mars síðastliðinn var sýningin Applied Design opnuð í nýlistasafninu MoMA í New York. Fjöldi fjölbreyttra verka eru til sýnis á þessari sýningu, þar á meðal 14 tölvuleikir sem þykja framúrskarandi í gagnvirkri hönnun. Íslenski leikurinn EVE Online frá CCP er á meðal þeirra sem eru til sýnis og er hann heldur betur í góðum félagsskap eins og sjá má á þessum lista yfir leiki sem eru til sýnis á sýningunni, en þetta eru fyrstu leikirnir sem eru til sýnis…