Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Það þykir mörgum leikaranum eftirsóknarvert að setja sig í hlutverk illmennis. Kemur eflaust ekki á óvart því oft á tíðum eru illmenni flóknir persónuleikar og því úr miklu að moða þegar kemur að túlkun slíkra persóna. Nú eru tökur hafnar á framhaldi kvikmyndarinnar Borgríki og því þótti undirrituðum við hæfi að renna yfir bestu illmenninn í íslenskum kvikmyndum. Ingvar E. Sigurðsson lék einmitt snilldarlega ruddann og illa innrætta glæpamanninn Gunnar í Borgríki. 5. Reykjavík Whale Watching Massacre (2009) í leikstjórn Júlíusar Kemp Guðrún Gísladóttir brillerar í hlutverki mömmunnar. Þó svo að Helgi Björns og Stefán Jónsson sýni líka á…

Lesa meira

Það er augljóst frá upphafi að Pacific Rim er að hylla japanskar skrímslamyndir því strax í upphafi myndarinnar er orðið Kaiju útskýrt, en það er japanska orðið yfir skrímsli. Þessi tegund mynda var vinsæl í Japan frá 1954 til 1980. Skrímsli og vélar sem berjast á banaspjótum er heldur ekkert nýtt í kvikmyndasögunni og ef einhverjir þekkja þessa formúlu þá eru það Japanir. Godzilla vs. Mechagodzilla frá árinu 1974 sem fjallaði um baráttu skrímslis og risastórrar bardagavélar átti eftir að spinna út frá sér aðrar svipaðar myndir. Guillermo del Toro er því ekki að brjóta ísinn með Pacific Rim og…

Lesa meira

Vargsöld er ný bók gefin út af útgáfufyrirtækinu Rúnatý, nýju íslensku útgáfufyrirtæki sem sérhæfir sig í útgáfu bóka sem hafa hingað til hlotið lítinn hljómgrunn hjá stærri forlögum Íslands. Þetta eru til að mynda fantasíur, vísindaskáldsögur og hrollvekjur. Vargsöld er eftir Þorstein Mar sem áður hefur sent frá sér smásagnasafnið Myrkfælni og skáldsöguna Þoku. Vargsöld fjallar um Ráðgríð, unga konu sem býr í þorpinu Vegamótum í fantasíulandinu Norðurmæri þar sem ýmsar furðuverur, vættir og ólíkir þjóðflokkar búa. Sagan gerist á nokkurs konar miðöldum, fyrir tíma tækninýjunga, í heimi sem mætti kannski líkja við Westeros í Game of Thrones og Middle-Earth…

Lesa meira

Tobe Hooper er nafn sem flestir hryllingsmyndaaðdáendur ættu að kannast við því hann leikstýrði tímamótaverkinu, The Texas Chain Saw Massacre frá 1974. Blómaskeið leikstjórans spannar áttunda og níunda áratuginn, eftir það hefur hann aðallega leikstýrt sjónvarpsþáttum hér og þar. Aðrar myndir sem hann hefur komið að og eru vel þekktar má meðal annars nefna sjónvarpsmyndina Salem’s Lot frá 1979, byggða á skáldsögu Stephen King, og Poltergeist frá 1982. Aðrar myndir eru ekki eins vel þekktar af einhverjum ástæðum, The Funhouse frá 1981, er ein af þeim og gerði Hooper hana á milli hinna fyrrnefndu mynda. The Funhouse er alls ekki…

Lesa meira

Leikstjórinn Zack Snyder tilkynnti á Comic-Con að Batman yrði í Man of Steel framhaldinu sem er væntanleg í kvikmyndahús 2015. Mynd af sameinuðu merki Supermans og Batmans var birt samhliða tilkynningunni og í kjölfarið brutust út gífurleg fagnaðarlæti. Ofurhetjurnar tvær munu ekki aðeins mætast á hvíta tjaldinu, heldur gerast andstæðingar og berjast á móti hvor öðrum. Líkt og í fyrstu Man of Steel myndinni mun Henry Cavill fara með hlutverk Superman ofurhetjunnar en ekki er ljóst hver mun fara með hlutverk Batmans, en það verður ólíklega Christian Bale. Zack Snyder mun leikstýra nýju myndinni og skrifa söguna ásamt David Goyer,…

Lesa meira

Hið árlegt LAN-mót á vegum Tvíundar, HRingurinn, lauk í gær og var hægt að fylgjast með mótinu í beinni á síðunni okkar. Bjarki Þór og Kristinn Ólafur hjá Nörd Norðursins kíktu við á sunnudaginn og smelltu af nokkrum myndum. Skoða fleiri myndir frá HRingnum 2013

Lesa meira

Hið árlegt LAN-mót á vegum Tvíundar, HRingurinn, er nú í fullum gangi og er hægt að fylgjast með mótinu í beinni hér á síðunni okkar. Ásgeir Jónasson tók þessar skemmtilegu myndir hér fyrir ofan á mótinu. Skoða fleiri myndir frá HRingnum 2013

Lesa meira

Það er oft skemmtilegt að horfa á aðra leika frægar kvikmyndastjörnur. Hér birtist því smá samansafn af eftirhermum sem sumar hverjar ná ótrúlega vel að herma eftir frægum leikurum. Rob Brydon og Steve Coogan sem James Bond http://youtu.be/jlouiaSmgA8 Steve Coogan sem Liam Neeson http://youtu.be/JdgEq9b-Iog Bill Hader sem tauntaun úr Star Wars: The Empire Strikes Back http://youtu.be/y_QbGUjzFpc Rob Brydon og Steve Coogan sem Michael Caine http://youtu.be/_8GKvVwjA_o Jim Carrey sem James Dean http://youtu.be/1hF2lxKlhAs George Lopez sem Al Pacino http://youtu.be/y1hY3OGnfJ8 Rob Brydon sem Al Pacino http://youtu.be/_Dml0dAJSis Josh Robert Thompson hermir meðal annars eftir Morgan Freeman…

Lesa meira

Það gleður okkur að tilkynna að hægt verður að fylgjast HRingnum í beinni hér á heimasíðu Nörd Norðursins! Markmiðið er að sýna eins mikið og hægt er í beinni en ítarlegri dagskrá verður birt bráðlega. HRingurinn er árlegt LAN-mót á vegum Tvíundar, félags tölvunarfræði-, stærðfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við Háskólann í Reykjavík, sem verður haldið dagana 19 – 21.júlí í  Háskólanum í Reykjavík. Keppt verður í Counter-Strike Go, Starcraft 2, League Of Legends og DotA 2. Nánari upplýsingar um mótið má finna hér á heimasíðu HRingsins og hjá HRingnum á Facebook. -BÞJ

Lesa meira

Undanfarin tvö ár hefur íslenska leikjafyrirtækið Fancy Pants Global verið að vinna að gerð Zorblobs, nýs tölvuleiks sem nú er fáanlegur á iPhone og iPad. Í leiknum þarf spilarinn að verjast svöngum, en óvenju krúttlegum, geimverum sem borða bókstaflega allt sem á vegi þeirra verður – jafnvel tré, fólk og bleyjur! Þrír mismunandi heimar eru í leiknum og eru fleiri heimar væntanlegir. Til að verjast geimverunum notar spilarinn ýmiskonar tæki og tól, allt frá krúttlegum ástarbombum yfir í harðkjarna gereyðingarvopn. Leikurinn glansar af litagleði og húmor og við hvetjum lesendur okkar til að prófa leikinn og þannig styðja við íslenska…

Lesa meira