Hvaða tölvuleikur á skilið titilinn TÖLVULEIKUR ÁRSINS 2021 að þínu mati? Taktu þátt í kosningu um tölvuleik ársins hér á Facebook-síðu Nörd Norðursins. Til að taka þátt er nóg að kommenta titilinn á leiknum við þessa Facebook-færsluna og þú ert sjálfkrafa komin/n í pottinn og gætir unnið 5.000 kr. inneign í Gamestöðinni! Til að auka vinningslíkurnar skaltu einnig taka fram hvaða tölvuleik þú eru mest spennt/ur fyrir árið 2022. Aðeins eitt atkvæði (komment) er tekið gilt, mörg komment ógilda þátttöku. Aðeins leikir sem gefnir voru út árið 2021 koma til greina sem leikur ársins. Vinningshafi verður dreginn út föstudaginn 17.…
Author: Nörd Norðursins
Í þrítugasta og fimmta þætti Leikjavarpsins spjalla þeir Bjarki Þór og Daníel Rósinkrans við Ara Þór Arnbjörnsson sem starfar sem boðberi (evangelist) hjá Epic Games. Í þættinum fer Ari yfir feril sinn í leikjaiðnaðinum en hann hefur meðal annars komið að gerð Angry Birds tölvuleiks og Returnal sem var gefin út fyrir PlayStation 5 leikjatölvuna. Í þættinum er einnig fjallað um Unreal leikjavélina, upphaf HRingsins, PS5 prótótýpuna, íslenska tölvuleikjafyrirtækið Gogogic (sem gaf meðal annars út leikinn Vikings of Thule) tölvuleikjabransann og margt fleira. Mynd: AÞA
Tölvuleikjanördar Nörd Norðursins fara um víðan völl í þrítugasta og fjórða þætti Leikjavarpsins. Farið er yfir þá tölvuleiki sem tilnefndir til The Game Awards, Cyberpunk 2077 er skoðaður (aftur), farið er yfir hvaða leiki strákarnir keyptu á Black Friday tilboðum, dansskórnir dregnir fram í Just Dance 2022, rætt um Battlefield 2042, Halo Infinite og Kena: Bridge of Spirits og margt fleira. Leikirnir á The Game Awards Í þættinum er farið yfir helstu tilnefningar til The Game Awards verðlaunanna sem fara fram á miðnætti þann 10. desember að íslenskum tíma. Daníel Rósinkrans leiðir hlustendur í gegnum helstu tilnefningarnar í ár. Margir…
Strákarnir í Leikjavarpinu fjalla um allt það helsta úr heimi tölvuleikja, þar á meðal nýju Halo Infinite og Elden Ring leikjakynningarnar. Þrír tölvuleikir eru teknir fyrir í þættinum; adrenelínleikurinn Riders Republic, þægilega rólegi indíleikurinn Unpacking og ævintýraleikurinn Kena: Bridge of Spirits. Ár er liðið frá útgáfu PlayStation 5 og Xbox Series X leikjatölvunum og strákarnir yfir hvað hefur staðið upp úr á liðnu ári, farið yfir helstu kosti og galla leikjatölvanna. Fjallað er um notendaviðmót, kælingu, hvort tölvurnar séu hljóðlátar eða háværar, hraða, geymslupláss, gæði, leikjaúrval, persónulega upplifun og fjarstýringar svo eitthvað sé nefnt. Leikjaklúbburinn er á sínum stað þar…
Þrítugasti og annar þáttur af Leikjavarpinu, hlaðvarpi Nörd Norðursins, er nú kominn á allar helstu hlaðvarpsveitur. Að þessu sinni eru það Sveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og Bjarki Þór sem eru mættir til að ræða um allt það helst úr heimi tölvuleikja. Það er úr ýmsu að taka og má þar meðal annars nefna nýjar fréttir varðandi útgáfu Cyberpunk 2077 og The Witcher en útgáfusaga Cyberpunk 2077 virðist vera sagan endalausa. Strákarnir rýna í nýju stikluna úr Uncharted kvikmyndinni en það er enginn annar en Tom Holland sem fer með hlutverk Nathan Drake í myndinni og ekki allir í hópnum sammála…
Daníel Rósinkrans og Sveinn hjá Nörd Norðursins og Bjössi hjá Gamestöðinni eru mættir til að fjalla um allt það helsta úr heimi tölvuleikja. Í þættinum er ákveðið Nintendo þema þar sem fjallað er um væntanlega Animal Crossing viðbót, Nintendo Online viðbótaráskrift sem gerir áskrifendum kleift að spila gamla N64 og Sega Genesis leiki á Switch og að lokum rýnir Rósinkrans í Metroid Dread sem margir Nintendo-spilarar hafa beðið spenntir eftir. Auk þess fjalla þremenningarnir um Gotham Knights, Suicide Squad og Back 4 Blood sem kom út í seinustu viku. Tölvuleiknum var streymt á Twitch-rás Nörd Norðursins fyrir nokkrum dögum þar…
Það stefnir í blóðug átök í kvöld þegar Daníel Páll, Sveinn og Bjarki hjá Nörd Norðursins ásamt Hauki heiðursgesti taka upp vopnin og verjast stórhættulegum zombíum í Back 4 Blood! Fylgist með streyminu okkar sem hefst kl. 21:30 á Twitch: www.twitch.tv/nordnordursins
Tölvuleikjanördarnir Bjarki Þór, Steinar Logi, Sveinn Aðalsteinn og Daníel Páll fara um víðan völl í þrítugasta þætti Leikjavarpsins. Steinar segir frá Alan Wake Remastered sem var gefinn út í byrjun mánaðar, Sveinn gagnrýnir Far Cry 6 sem hann kláraði nýlega en Sveinn hefur spilað allar Far Cry leikina og þekkir seríuna því mjög vel, einnig má benda á að hægt er að lesa leikjarýnina hér. Bjarki skellir sér í takkaskóna og tæklar FIFA 22 og Hypermotion-tæknina sem EA notaði við gerð leiksins, Daníel Páll heldur áfram með Leikjaklúbbinn og kynnir næsta leik sem klúbburinn ætlar að spila. Allt þetta og…
Leikjaklúbburinn er nýr dagskrárliður sem kynntur var til sögunnar í 29. þætti Leikjavarpsins. Í Leikjaklúbbnum verða valdir tölvuleikir teknir fyrir og spilaðir og eru hlustendur Leikjavarpsins og lesendur Nörd Norðursins hvattir til að spila með. Fyrsti leikurinn á lista er Day of the Tentacle Remastered og verður hægt að taka þátt í umræðum sem tengjast leiknum á Instagrammi Nörd Norðursins. Ert þú með hugmynd að leik sem við ættum að spila næst í Leikjaklúbbnum? Hver er þín skoðun á Day of the Tentacle? Ætlaru að spila með? Sendu okkur skilaboð á Instagram og segðu þína skoðun! Síðar verður fjallað um…
Tölvuleikjanördarnir Sveinn Aðalsteinn, Steinar Logi, Bjarki Þór og Daníel Páll fara yfir allt það helsta úr heimi tölvuleikja í nýjasta þætti Leikjavarpsins, hlaðvarpsþætti Nörd Norðursins. Í þættinum rýnir Sveinn í fyrstu persónu skotleikinn Deathloop sem kom í verslanir fyrr í þessum mánuði. Leikurinn hefur hlotið lof gagnrýnenda og gefa leikjasíðurnar IGN og Gamespot leiknum 10 af 10 mögulegum í einkunn. Nýjasta Nintendo Direct kynningin er krufin til mergjar þar sem Nintendo kynnti nýtt efni úr væntanlegri Mario kvikmynd, sýndi úr Bayonetta 3 og margt fleira. Steinar fræðir hlustendur um körfuboltaleikinn NBA2K22 þar sem spilarar þurfa ekki eingöngu að hugsa um…