Árið 2000 sat ég límdur við sjónvarpstækið. Ástæðan var sú að ég ásamt nokkrum félögum mínum vorum að horfa saman á hryllingsmyndina The Blair Witch Project (1999). Myndin fjallar um hóp kvikmyndagerðarfólks sem leggur leið sína inn í skóglendi til þess að finna einhverjar vísbendingar um tilvist Blair nornarinnar sem sagan segir að haldi til í skóginum. Öll myndin er tekin á ódýra myndbandstökuvél og 16mm filmuvél og ef maður vissi ekki betur væri hægt að trúa því að upptökurnar væru raunverulegar. Myndin var búin að fá mikið umtal enda höfðu framleiðendur myndarinnar talið fólki trú um að myndin væri…
Author: Nörd Norðursins
Barsvar með nörda þema verður haldið á Vínsmakkaranum, Laugavegi 73 kjallarahæð, laugardaginn 29. mars næstkomandi klukkan 21:00. Spyrill kvöldsins er Guðrún Mobus Bernharðs sem ætlar að grafa upp nokkrar vel valdar nördaspurningar. Miðað er við að þrír séu í hverju liði, en ef fleiri eru saman í liði deilist vinningurinn bara með fleirum. Spurningar kvöldsins verða á ensku, en það má svara annað hvort á ensku eða íslensku. Viðburðurinn á Facebook -BÞJ
Áttunda Big Lebowski Fest fram fer í Keiluhöllinni Öskjuhlíð, laugardaginn 5.apríl næstkomandi kl. 20. Á festinu hittast aðdáendur Big Lebowski og keppa í spurningakeppni, keilu, búningakeppni, og síðast en ekki síst; horfa er á myndina. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu 5 sætin í búningakeppni, fyrstu 3 sætin í spurningakeppni, fyrstu 3 sætin í keilu, ásamt sérstökum heiðursverðlaunum. Hátíðin verður tileinkuð leikaranum Philip Seymour Hoffman sem lést fyrr á árinu, en hann leikur Brandt í The Big Lebowski. Miðaverð er 3.490 kr. Innifalið í miðaferðinu er þáttaka í hátíðinni, 85 mínútur í keilu, Lebowski Brandt bolur og einn White Russian. Dagskrá 20:00 – Mæting og skráning 21:00 – Lebowski…
Heimildir: Kvikmyndir.is Eruð þið með spurningar? Ef þið eruð með spurningar sem þið viljið fá svör við þá endilega commentið hér og ég mun reyna að svara þeim á lifandi hátt með infografík. Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson, fastur penni á Nörd Norðursins.
Ég átti samtal við einn félaga minn um daginn og við fórum að velta því fyrir okkur hvort R-rated spennu- og ævintýramyndir væru betri en PG-13. Ég fór því í mjög óformlega rannsókn á þessu og valdi af handahófi nokkrar myndir og útkoman var þessi: Eruð þið með spurningar? Ef þið eruð með spurningar sem þið viljið fá svör við þá endilega commentið hér og ég mun reyna að svara þeim á lifandi hátt með infografík. Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson, fastur penni á Nörd Norðursins.
Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Í Föstudagssyrpunni hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Hægt er að skoða fleiri Föstudagssyrpur hér. Súperman með GoPro MEGA SÚPER skák! Gert grín af nýju Sherlock þáttunum Norðmaður lendir í veseni með raddstýringuna
Dead Snow: Red vs. Dead er beint framhald af Dead Snow sem kom út árið 2009. Um er að ræða norska splattermynd í leikstjórn Tommy Wirkola. Með aðalhlutverk fara Vegar Hoel og Stig Frode Henriksen, sem voru báðir í fyrri myndinni, auk þess sem Martin Starr fer með áberandi hlutverk í myndinni, en hann er líklega hvað þekktastur fyrir að leika ofurnördið Bill í sjónvarpsþáttunum Freaks and Geeks. Til gamans má geta þá er íslenska fyrirtækið Saga Film einn af framleiðendum myndarinnar og var stór hluti hennar tekinn upp hér á landi síðastliðið sumar. Dead Snow: Red vs. Dead byrjar…
Sony kynnti nýja þrívíddarlausn og þrívíddarbúnað fyrir PlayStation 4 leikjavélar sínar GDC ráðstefnunni í San Francisco um daginn. Mikil leynd hefur hvílt yfir lausninni sem hlotið hefur nafnið Morpheus og mun að sögn talsmanna Sony breyta framtíð tölvuleikjageirans og hvernig tölvuleikir eru spilaðir. Við sama tækifæri tilkynnti fyrirtækið að nýr leikur CCP, EVE: Valkyrie, sem byggir á nýrri þrívíddartækni, muni koma út fyrir PlayStation 4 leikjavélarnar og verða spilanlegur með Morpheus. CCP hefur áður tilkynnt að EVE: Valkyrie komi út fyrir PC leikjavélar með þrívídarrútbúnaði Oculus Rift. Á GDC ráðstefnunni varð semsagt ljóst að leikurinn verður einnig gefin út fyrir…
Í kvöld, fimmtudaginn 20. mars, verðu IGI hittingur á Kex Hostel kl. 20:00. Að þessu sinni ætla starfsmenn Plain Vanilla og kynna fyrirtækið; Jóhann Þorvaldur Bergþórsson mun fjalla um öra þróun fyrirtækisins, Arnaldur Grétarsson ætlar að segja frá nánast endalausa innihaldi QuizUp leiksins og Björn Elíeser Jónsson fræðir okkur um þróun Android útgáfu QuizUp. Viðburðurinn á Facebook -BÞJ
Dead Snow, eða Død snø á móðurmálinu, er norsk gamanhrollvekja frá árinu 2009. Leikstjóri myndarinnar er Tommy Wirkola, sem skrifar auk þess handrit myndarinnar ásamt Stig Frode Henriksen. Það má segja að kvikmyndaferill Tommy hafi byrjað fyrir alvöru árið 2007 með myndinni Kill Buljo: The Movie (sem er hægt að horfa á hér á YouTube), sem er einskonar norsk grínútgáfa af Kill Bill. Síðan þá hefur Tommy meðal annars leikstýrt Dead Snow, Hansel & Gretel: Witch Hunters og núna Dead Snow: Red vs. Dead sem er væntanleg í kvikmyndahús á næstu dögum. Með aðalhlutverk fara Vegar Hoel, Stig Frode Henriksen,…