Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Sækja MP3 skrá Skúli og Þrándur fara yfir helstu fréttir nördaheimsins í hverri viku. Ásamt því að ræða ýmis málefni og tala ýtarlega um tölvuleiki, myndasögur og fleira. Fólk má búast við sönnu íslensku gríni og glensi og bara almennri skemmtun. Hail Hydra. Hlaðvarp Nörd Norðursins

Lesa meira

CCP Presents hefur ávallt verið mest spennandi fyrirlesturinn á EVE Fanfest síðast liðin ár. Á kynningunni hafa framleiðendur, markaðsmenn og hönnuðir CCP sýnt hvað er framundan hjá fyrirtækinu, og þar með gefið aðdáendum sínum smá forsmekk af því sem koma skal á komandi mánuðum og árum. Því miður var að mati Nörd Norðursins ekki eins mikið um spennandi tilkynningar frá CCP eins og á fyrri árum, en hér fylgir stutt samantekt á því hvað hver fyrirlesari tók fyrir á CCP Presents. Hilmar Veigar – Framkvæmdastjóri CCP • Hilmar undirstrikaði að nú væri komið að því að einblína á þær birtingarmyndir…

Lesa meira

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, steig fyrstur á svið á EVE Online Keynote og lét nokkur orð falla um Fanfestið og EVE og kynnti CCP Seagull. Hún Seagull tók fram að þau hjá CCP væru fyrst og fremst mjög hreykin af EVE heiminum. Einnig að þau væru staðráðin í því að vinna fyrst og fremst að spilun leiksins og að reyna að tengja EVE heiminn sífellt betur saman. Í framhaldinu fór hún yfir það sem hafði gerst frá síðasta Fanfesti og byrjaði á því að nefna Fountain stríðið og bardagann 6V sem var stærsti bardagi í sögu EVE heimsins. Hún…

Lesa meira

Á DUST 514 Keynote steig Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, fyrstur á svið og kynnti Jean-Charles Gaudechon aðalframleiðandi DUST 514 í framhaldinu á sviðið. JC (eins og hann vill láta kalla sig) fór yfir þróun DUST 514 undanfarið ár og þakkaði samstarfsfólki og Sony sérstaklega fyrir mikla hjálp. Í framhaldinu talaði hann um það sem er mikilvægast frá þeirra sjónarhorni; sem er samfélagið í leiknum. Einnig nefndi JC að það væri mjög mikilvægt að viðhalda gæðum og jafnvægi í leiknum. En hvað næst? JC talaði um að þeir hefðu að sjónarmiði fjóra einfalda stólpa sem væru í kjarnann: fjölspilun, fljótandi…

Lesa meira

Í Föstudagssyrpunni hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Hægt er að skoða fleiri Föstudagssyrpur hér. Þegar ungur maður kynnist Java forritun… Hjúúúúts útgáfa af Jenga Kjánalega fyndin auglýsing með Samuel Jackson í Winter Soldier Gull! Íslenska YouTube stjarnan Birgir Páll spilar Goat Simulator Anna úr Frozen mætt í GTA IV, með látum! [16+] Bowser vill betri byssur – núna! [16+] Skoða fleiri Föstudagssyrpur

Lesa meira

Laugardaginn 3. maí næstkomandi er hinn árlegi Ókeypis myndasögudagur, eða Free Comic Book Day. Að venju heldur Nexus upp á daginn líkt og þúsundir myndasöguverslana um allan heim, en markmiðið með deginum er að kynna myndasöguformið meðal annars með því að gefa sérútgefin – og ókeypis – myndasögublöð. Nexus byrjar að gefa blöð á slaginu 12:00 á laugardaginn og mun gefa blöð á meðan birgðir endast. Þar verður meðal annars hægt að næla sér í eintak af íslenska blaðinu ÓkeiPiss sem að Nexus og Ókei-bækur gefa út í fjórða sinn í ár. Á Facebook viðburðinum er fólki bent á að…

Lesa meira

Athöfnin Fanfest Welcome & EVE: Valkyrie Keynote byrjaði þegar Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, steig á svið. Hann hóf ræðu sína með því að segja aðeins frá sögu Fanfest-sins og hvernig það hefur stækkað á 10 árum allt í það að þeir hafi byggt minnisvarða í Reykjavík. Hann nefndi einnig World of Darkness sem CCP þurftu að hætta við í ár – og ein manneskja klappaði! Næst nefndi hann að stefna fyrirtækisins væri sú að allir starfsmennirnir einbeittu sér einungis að EVE-heiminum. Þar á eftir nefndi hann Plex gjaldmiðilinn hvernig þeir söfnuðu peningum fyrir Rauða krossinn og hvernig hann var…

Lesa meira

Helgina 8.-11. maí mun Sena sýna frá League of Legends All Star mótinu í Háskólabíói. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi sem er sýnt frá tölvuleikjamóti á þennan máta, en aðdáendur leiksins jafnt sem keppnisliðanna munu vafalaust flykkjast í Háskólabíó til að upplifa mótsstemmninguna ásamt öðrum áhugamönnum um League of Legends. Fyrir utan sýninguna á mótinu sjálfu verður margt fleira um að vera í Háskólabíói. Á sunnudeginum verður keppt í League of Legends einstaklingskeppni, þar sem sigurvegarinn verður útnefndur besti League of Legends spilari Íslands af engum öðrum en Óla og Sverri frá GameTíví. Einnig verður atvinnuspilarinn Stephen „Snoopeh“…

Lesa meira