Hin árlega E3 leikjasýning hófst fyrr í dag í Los Angeles í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundi EA kynnti leikjafyrirtækið það helsta sem má vænta frá fyrirtækinu á komandi mánuðum, allt frá Star Wars Battlefront yfir í FIFA 15. Star Wars Battlefront Því miður fengum við lítið að sjá úr sjálfum leiknum en þessi kítla gefur smjörþefinn af því sem koma skal. Leikurinn er væntanlegur vorið 2015, en sama ár mun Star Wars: Episode VII í leikstjórn J.J. Abrams líta dagsins ljós. Dragon Age: Inquisition Myndbandið hér fyrir neðan sýnir fjórmenninga berjast við dreka og um leið hvernig bardagakerfi leiksins virkar. Dragon Age: Inquisition er væntanlegur…
Author: Nörd Norðursins
Sækja MP3 skrá Skúli og Þrándur fara yfir helstu fréttir nördaheimsins að hverju sinni. Ásamt því að ræða ýmis málefni og tala ýtarlega um tölvuleiki, myndasögur og fleira. Fólk má búast við sönnu íslensku gríni og glensi og bara almennri skemmtun. Hail Hydra. Í þessum 4. þætti fjalla þeir félagar um það helsta á Nörd Norðursins (2:15), myndasögufréttir (8:40), Wolfenstein, Watch Dogs og fleiri tölvuleiki (12:09), nokkrar Apple fréttir (40:02) og enda þáttinn svo á X-Men spjalli með nokkrum spillum (46:30). Hlaðvarp Nörd Norðursins
<< Fyrri myndasaga | Skoða yfirlit | Næsta myndasaga >>
Í seinustu viku birti PlayStation á YouTube nýja stiklu úr Aaru’s Awakeningm, nýjum leik frá íslenska leikjafyrirtækinu Lumenox Games. Nörd Norðursins hefur fylgst með þróun leiksins og birtum meðal annars viðtal við Jóhann Inga Guðjónsson, markaðsstjóra fyrirtækisins, þar sem við spurðum hann út í leikinn og fyrirtækið. Aaru’s Awakening er hraðskreiður 2D hasar- og þrautaleikur í handgerðum liststíl sem hefur verið í þróun síðan 2012. Upphaflega stóð til að leikurinn kæmi út árið 2013 en nú hefur verið tilkynnt að hann sé væntanlegur á PC, Mac og PlayStation 3 og 4 í sumar á þessu ári. Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,…
Þar sem að ég er búinn að svíkja lit og keypti mér PS4 ákvað ég að henda saman í topplista yfir mína topp 20 Xbox 360 leiki. Í gær var birtur listi yfir sæti 11-20 og nú höldum við áfram með efstu 10 sætin. 10. Limbo Limbo er mjög stílhreinn leikur á yfirborðinu, en hann er svakalega fallegur og flókinn þar sem auðvelt er að deyja áður en manni tekst að leysa þrautirnar. Andrúmsloftið yfir leiknum er mjög myrkt og brenglað. 9. The Walking Dead Ég hef komist að því við skrif á þessari grein að söguþráður skiptir…
Þar sem að ég er búinn að svíkja lit og keypti mér PS4 ákvað ég að henda saman í topplista yfir mína topp 20 Xbox 360 leiki. 20. Assassins Creed 2 Besti leikurinn í Assassins Creed seríunni í skemmtilegu umhverfi. Feneyjar er flott borg og góður staður fyrir leikinn. En eins og allir Assassins Creed leikirnir þá er bardagakerfið ekkert sérstakt. Maður endar leikinn á því að berjast við páfann! Er það ekki eitthvað sem alla langar að gera? 19. Borderlands 2 Skemmtilegur heimur með miklum húmor, góð aukaborð með skemmtilegar tilvitnanir. Verður svolítið þreytandi að opna alla…
<< Fyrri myndasaga | Skoða yfirlit | Næsta myndasaga >>
Verðlaunahafar Nordic Game verðlaunanna voru kynntir á Nordic Game ráðstefnunni sem haldin var í Malmö í Svíþjóð í seinustu viku. Fjöldi leikja voru tilnefndir í fimm mismunandi flokkum og eins og sjá má er nóg að gerast í norræna leikjaiðnaðinu um þessar myndir. Úrslit Nordic Game verðlaunanna árið 2014 eru þessi: Besti norræni leikurinn: Resogun Besti norræni barnaleikurinn: My Little Work Garage Besti norræni handheldi leikur: Year Walk Besta listræna nálgunin: 140 Besta norræna nýjungin: Device 6 Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, leikjanörd og ritstjóri Nörd Norðursins.
Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta Invizimals var þegar ég setti leikinn í gang. Þessi leikjasería hefur eingöngu verið á PSP vélina og þá sem eins konar söfnunarleikur í anda Pokémon leikjanna. Það eru ekki miklar upplýsingar um hvað er að gerast þegar leikurinn byrjar. Maður spilar sem Hiro, krakka sem er sendur í gegnum hlið yfir í annan heim. Hann þarf svo að komast að því hvers vegna vélmenni eru að eyðileggja þann heim. Í þessum heimi eru þessi dýr, Invizimals, og getur maður breytt sér í mismunandi dýr þegar líður á leikinn. Dýrin hafa sér eiginleika sem…
Ég byrja greinina á tveimur tilkynningum. Sú fyrsta er: Í þessari grein er ekki að finna spilla, í stað þess er greinin öll einn stór spillir um það sem á sér stað í Amazing Spider-Man 2. Ef þú, lesandi góður, ert ekki búinn að sjá myndina og vilt ekki vita hvað gerist skaltu láta staðar numið hér. Ekki lesa lengra, drífðu þig bara í bíó og myndaðu þér þína eigin skoðun á atburðum áður en þú lest það sem kemur fram hér. Seinni tilkynningin er á þessa leið: Internetið er algerlega ofmettað af greinum af dauða Gwen Stacy og ég geri…