Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Andrés Önd er flestum kunnugur, en á löngum ferli sínum hefur hann komið víða við í teiknimyndum og myndasögum Walt Disney samsteypunnar. Nýverið fagnaði hann hvorki meira né minna en 80 ára afmæli sínu og virðist hvergi hættur þrátt fyrir háan aldur. Þessa óargaönd þekkja flestir á matrósafötunum, enda þó hann hafi ekki sinnt skyldum sjóhersins í áratugi hefur hann aldrei sagt skilið við búninginn. Andrés Önd er í raun þrælklár og fjölhæfur, en sjaldan hefur hann heppnina með sér. Flest hans áform enda með ósköpum og skapofsi hans er alltaf líklegur til að koma honum í vandræði. Andrés, sem…

Lesa meira

Helgina 27.-29. júní verður fyrsta gufupönkhátíð Íslands haldin í ævintýralandinu Bíldalíu, sem í daglegu máli gengur undir nafninu Bíldudalur. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og hentar allri fjölskyldunni. Meðal annars verður boðið upp á tónleika, hlöðudansleik, íþróttamót, hjólaburtreiðar, sirkus og að auki verður markaður á svæðinu. Á lokadeginum verða konungur og drottning krýnd og munu þau veita titla og umboð. Að þessu tilefni ræddum við hjá Nörd Norðursins við Ingimar Oddsson um gufupönk, Bíldalíu og hátíðina, en Bíldalía er hugarfóstur hans. Hvað í stuttu máli er Steampunk eða gufupönk? Gufupönk er afturhvarf til framtíðar. Þar er fagurfræði, hugmyndum og…

Lesa meira

Hvað er það helsta sem maður vill fá út úr Spider-Man leik? Flestir vildu líklega fá að sveiflast um borgina á sem raunverulegastan og skemmtilegastan hátt. Ég er með góðar fréttir því að það gengur upp í The Amazing Spider-Man 2 (PS3). Verst að flest annað er ekki að virka. Leikurinn fær strax stóran mínus í kladdann fyrir að setja eins afdrifaríkan atburð og dauða Bens frænda í kennsluhlutann (tutorial). Þú ert beðinn um að líta í kringum þig, ganga, hlaupa og allt í einu ertu að horfa á líflausan líkama Bens. Sérstaklega þar sem leikurinn lýsir þroskasögu Peter Parkers…

Lesa meira

Síðasti stóri blaðamannafundurinn á E3 í ár var frá japanska leikjafyrirtækinu Nintendo. Kynning fyrirtækisins hófst á heldur furðulegan, en skemmtilegan hátt, þar sem þeir Satoru Iwata og Reggie Fils mættust í einum svakalegasta bardaga sögu E3 (og tengist nýjasta Super Smash Bros.)! Kynningin var ekki í beinni útsendingu líkt og hjá Microsoft, Sony, Ubisoft og EA, heldur var búið að taka allt efni upp og klippa það til fyrir kynninguna. Að bardaga loknum hófust leikjakynningarnar og ber þar helst að nefna nýjan Zelda leik, Mario Maker og Nintendo kynnti einnig til sögunnar svo kallað amiibo, sem virkar á svipaðan hátt…

Lesa meira

Andri Þór Jóhansson skrifar: Fátt er skelfilegra en það sem þú getur ekki séð. Öll þekkjum við barnslega hræðslu við myrkrið og það sem ímyndunaraflið getur búið til. Flest getum við þó kveikt ljósið í aðstæðum þar sem myrkrið verður yfirþyrmandi. Það er hins vegar ekki hægt þegar sjón manns fer síminnkandi. Los ojos de Julia (Augun hennar Juliu) er spænsk mynd frá árinu 2010 sem tekst á við þennan vanda. Tvíburasysturnar Sara og Julia eru báðar með hrörnunarsjúkdóm sem gerir þær smám saman blindar. Sara verður fyrri til að verða algjörlega blind og deyr á dularfullan hátt nokkru síðar.…

Lesa meira

Sony hóf kynninguna með nýju sýnishorni úr Destiny og tilkynnti að leikurinn færi í beta prófun 17. júlí næst komandi. Í tengslum við leikinn mun Sony bjóða upp á sérstakan Destiny PS4 pakka sem inniheldur hvíta PS4 leikjatölvu og eintak af Destiny leiknum. Fjöldi spennandi indí leikja eru væntanlegir á PS3 og PS4 og þar ber að nefna Aaru’s Awakening frá íslenska leikjafyrirtækinu Lumenox Games. Sony sýndi ekki nýju stikluna úr leiknum á E3 blaðamannafundinum en Lumenox Games er á svæðinu að kynna leikinn sinn fyrir gestum E3 sýningarinnar.  Aðrir leikir sem eru væntanlegir á PS leikjatölvurnar eru Titan Souls, Abzu, Broforce, Not…

Lesa meira

HRingurinn er árlegt LAN-mót á vegum Tvíundar, félags tölvunarfræði-, stærðfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt nýrri kitlu hefst mótið í ár föstudaginn 8. ágúst, eða helgina eftir Verslunarmannahelgi, sem gefur verðandi þátttakenndum tæpa tvo mánuði til að undirbúa sig fyrir herlegheitin. Í fyrra var keppi í Counter-Strike Go, Starcraft 2, League Of Legends og DotA 2.

Lesa meira

Leikjafyrirtækið Ubisoft kynnti væntanlega leiki á E3 blaðamannafundi í gær í Los Angeles, þar á meðal Far Cry 4, The Division, Assissins Creed Unity og nýjan Rainbow Six leik. Far Cry 4 Fyrstu 5 mínúturnar úr leiknum. Just Dance 2015 Leikinn verður hægt að spila á mörgum mismunandi tækjum, m.a. snjallsímum. The Division Inngangurinn að The Division. The Crew Raunverulegur bílaleikur þar sem hægt er að keyra um Bandaríkin. Assassin’s Creed Unity Nýjasti Assassin’s Creed leikurinn gerist á tímum frönsku byltingarinnar. Shape Up Súrealískur hreyfingaleikur sem er væntanlegur á Xbox One. Valiant Hearts: The Great War Teiknimyndalegur…

Lesa meira

Nú hafa helstu leikjafyrirtækin lokið sinni aðal kynningu fyrir E3 leikjahátíðina miklu í Los Angeles sem stendur yfir dagana 11.-13. júní. Á Microsoft kynningunni var meðal annars sýnt úr nýjum Tomb Raider leik, skemmtilegum Dead Rising 3 aukapakka, Halo afmælisútgáfunni og fleiru. Call of Duty: Advanced Warfare Microsoft hóf kynninguna á því að sýna úr Call of Duty: Advanced Warfare þar sem vélmenni og tæknibúnaður er notaður óspart í hernaðarskyni. Forza Forza leikjaserían hefur laðað marga bílaunnendur að Xbox leikjatölvunni en í honum geta spilara valið á milli fjölmargra bílategunda og keppt í kappakstri bæði í einspilun eða…

Lesa meira