Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Í þætti fjörutíu og tvö af Leikjavarpinu fjalla þeir Bjarki, Daníel og Sveinn um það heitasta úr heimi tölvuleikja, þar á meðal nýjar fréttir tengdar God of War leiknum sem væntanlegur er síðar á þessu ári, Skull and Bones og Forspoken. Í byrjun þáttar er sagt frá nokkrum leikjum sem tengjast Íslandi, þar má meðal annars nefna umhverfið í Death Stranding og Indiana Jones and the Fate of Atlantis frá árinu 1992. Bjarki gagnrýnir zen-leikinn Grow: Song of the Evertree og Daníel og Sveinn eru með sjóðheitar umræður um Elden Ring þar sem þeir fjalla um sjálfan leikinn og segja…

Lesa meira

Þríeykið Sveinn, Daníel og Bjarki fjalla um það helsta úr heimi tölvuleikja í fertugasta og fyrsta þætti Leikjavarpisins. Meðal umræðu efnis eru tölvuleikirnir TMNT: Shredder’s Revenge, Kirby and the Forgotten Land, Ravenous Devils og Horizon: Forbidden West. Farið er yfir það helsta sem fram kom á nýjasta Nintendo Direct Mini kynningunni, rætt um nýju áskriftarleiðirnar á PlayStation og margt fleira!

Lesa meira

Sveinn Aðalsteinn og Daníel Rósinkrans fjalla um Summer Game Fest og Xbox & Bethesda Games Showcase leikjakynningarnar sem fóru fram fyrir stuttu. Á kynningunum var sýnt úr og fjallað um væntanlega leiki sem flestir eru væntanlegir á þessu eða næsta ári. Þar á meðal eru leikirnir Redfall, The Callisto Protocol, High on Life og fjöldi annara leikja. Ef þú vilt vita hvað er framundan í leikjaheiminum er þessi þáttur algjört möst!

Lesa meira

Tölvuleikjasérfræðingarnir Daníel Rósinkrans og Sveinn Aðalsteinn hjá Nörd Norðursins fjalla um það allt það helsta úr heimi tölvuleikja. Aðalefni þáttarins er State of Play leikjakynningin hjá Sony en einnig er fjallað um ýmislegt fleira eins og Diablo Immortal, Star Wars Jedi: Survivor, Sonic Frontiers og hvað er framundan í sumar. Mynd: Myndblöndun og Wikimedia Commons

Lesa meira

Daníel Rósinkrans, Bjarki, Sveinn og hinn Daníel ræða allt það helsta úr heimi tölvuleikja í þrítugasta og sjöunda þætti Leikjavarpsins, sem er jafnframt fyrsti Leikjavarpsþáttur ársins 2022. Stóra umræðuefni þáttarins eru væntanlegir leikir á árinu sem er að hefjast en auk þess er fjallað um PSVR 2, E3 2022 og tölvuleikina Inscryption, Death’s Door og Halo Infinite. Efni þáttar: Hvað er verið að spila?Daníel og Sveinn leggja lokadóm á Halo InfiniteInscryption, fyrstu hughrifSony kynnir PSVR 2Death’s Door leikjarýniE3 2022 verður á netinuVæntanlegir tölvuleikir árið 2022Leikjaklúbburinn Mynd (myndblöndun): Brot af mynd úr Dying Light 2

Lesa meira

Árið 2021 voru þættirnir í fyrsta sinn gefnir út með reglulegu millibili, eða á tveggja vikna fresti. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og þakka þáttastjórnendur hlustendum kærlega fyrir gott og gefandi hlaðvarpsár. Leikjavarpið, hlaðvarpsþáttur Nörd Norðursins, hóf göngu sína árið 2019 en voru upphaflega birtir með óreglulegu millibili þar sem gátu liðið mánuður á milli þátta. Árið 2021 voru þættirnir í fyrsta sinn gefnir út með reglulegu millibili, eða á tveggja vikna fresti. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og þakka þáttastjórnendur hlustendum kærlega fyrir gott og gefandi hlaðvarpsár. Samtals voru teknar upp um 31 klukkustund af tölvuleikjatengdu efni fyrir Leikjavarpið…

Lesa meira

Sveinn hefur verið að spila Halo Infinite undanfarnar vikur og sýnir hér brot úr leiknum ásamt því að fjalla um hann. Fjallað hefur verið um Halo Infinite í þrítugast og fjórða þætti Leikjvarpsins og svo aftur í þrítugast og sjötta þætti. Leikurinn kom í verslanir þann 8. desember og er hluti af leikjasafninu sem fylgir með Xbox Game Pass áskriftinni. Sveinn hefur verið að spila Halo Infinite undanfarnar vikur og sýnir hér brot úr leiknum ásamt því að fjalla um hann.

Lesa meira

Sveinn fjallaði um leikinn í nýjasta þætti Leikjavarpsins og í myndbandinu hér fyrir neðan kafar hann enn dýpra í leikinn. Sveinn hefur undanfarna daga verið að spila Chorus frá þýska tölvuleikjastúdíóinu Fishlabs. Chorus er þriðju persónu geimskotleikur sem gerist í opnum heim. Í leiknum fer spilarinn með hlutverk Nöru og sem flýgur um á geimskipi til að kanna nýja heima og ný svæði og verjast ýmsum ógnum. Sveinn fjallaði um leikinn í nýjasta þætti Leikjavarpsins og í myndbandinu hér fyrir neðan kafar hann enn dýpra í leikinn. Eintak af leiknum var fengið í gegnum framleiðanda.

Lesa meira

Daníel Rósinkrans, Sveinn Aðalsteinn og Bjarki Þór fjalla um það helsta úr heimi tölvuleikja og gera upp tölvuleikjaárið. Farið er yfir hvaða leikir unnu til verðlauna á The Game Award og fjallað um ný sýnishorn úr leikjum sem sýnd voru á hátíðinni. Strákarnir fara yfir þá fimm leiki sem stóðu upp úr á árinu að þeirra mati og svo er Tölvuleikjaklúbburinn á sínum stað. Allt þetta og fleira til í þrítugasta og sjötta þætti Leikjvarpsins! Efni þáttar: Í spilunChorus leikjaumfjöllunHalo InfiniteAllt það helsta frá The Game AwardsHellblade 2 sýnishorniðThe Matrix Awakens: An Unreal Engine 5 ExperienceSony með GamePass kerfi í…

Lesa meira