Í gærkvöldi gafst áhugasömum tækifæri til að spila klassíska tennisleikinn PONG á Hörpu. Spilarar sóttu sérstakt app til að stjórna tennisspöðunum í leiknum. Um er að ræða listaverk eftir Atla Bollason og Owen Hindley sem var til sýnis á Menningarnótt í Reykjavík, en PONG leikurinn spilaði stóran þátt í sögu tölvuleikja. Útkoman var vægast sagt glæsileg eins og sést á myndbandinu okkar hér fyrir neðan. Þeir sem misstu af þessu einstaka tækifæri þurfa ekki að örvænta þar sem hægt verður að spila PONG á Hörpu á hverju kvöld út mánuðinn, líkt og kemur fram á Facebook-síðu Atla Bollasonar: […] Miðbæjargestir…
Author: Nörd Norðursins
Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á Menningarnótt í Reykjavík núna um helgina og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér er listi yfir nokkra sérstaklega áhugaverða viðburði sem verður boðið upp á í ár og ber þar sérstaklega að nefna risaútgáfu af gamla góða tölvuleiknum PONG frá árinu 1972. PONG – á Hörpu! Um er að ræða nýtt listaverk eftir Atla Bollason og Owen Hindley sem er kynnt á menningarnótt og varir allt til loka Reykjavik Dance Festival 31. ágúst. Spilarar koma sér fyrir á Kalkofnsvegi gegnt Hörpu og stýra spöðunum í PONG þaðan með snjallsímum.…
Andri Þór Jóhansson skrifar: Scarlett Johansson er ein af þessum leikkonum sem einhvern veginn allir elska. Hún leikur nánast bara í góðum kvikmyndum (eða a.m.k. sjaldan í lélegum myndum), stendur sig alltaf vel og er algjört augnakonfekt. Dæmi um myndir þar sem hún fer á kostum eru Ghost World, Lost in Translation, The Prestige, Vicky Christina Barcelona og auðvitað sem Black Widow í fjölmörgum Marvel myndum. Á síðasta ári kom út mynd þar sem að Scarlett Johansson talaði í gegnum heila mynd án þess að sjást og sýndi hversu öflug rödd hennar getur verið. Þetta var myndin Her þar sem…
<< Fyrri myndasaga | Skoða yfirlit | Næsta myndasaga >>
<< Fyrri myndasaga | Skoða yfirlit | Næsta myndasaga >>
Fleiri fréttir af HRingnum Höfundar eru Skúli Þór Árnason, og Þrándur Jóhannsson
Liðið Tölvutek Black sigraði League of Legends mót HRingsins í ár. Tölvutek Black mætti liði Rúmfatalagersins í úrslitaviðureign mótsins þar sem keppt var eftir Best of Five spilunarformi, þar sem fyrra liðið til að vinna þrjá leiki tekur sigurinn. Tölvutek Black vann fyrstu tvo leiki viðureignarinnar með mjög djarfri og ákafri spilun og leit því strax út fyrir að þeir myndu sigra Rúmfatalagerinn með sannfærandi 3-0 sigri. Svo var ekki, þar sem Rúmfatalagerinn sigraði þriðja leikinn með þó nokkrum yfirburðum og var það eini leikurinn sem Tölvutek Black tapaði á öllu mótinu. Í fjórða leiknum gáfu Tölvutek Black ekkert eftir…
Í tilefni hinsegin dögum þá fannst mér við hæfi að gera lista með mínum uppáhalds tví- og samkynhneigðum myndasögumpersónum. Ef það er einhver persóna sem þér finnst vanta á listann þá máttu endilega láta vita í kommentunum hér fyrir neðan. Njóttu listans og eigðu gleðilega hinsegindaga. 10. Mystique (X-Men) Þó að Mystique hefur haft ástarsamband með mörgum karlmönnum í Marvel heiminum og eignast börn með þó nokkrum þeirra þá er það einnig þekkt að hún hafi verið í ástarsamböndum með konum. 9. Upsher og Doff (Saga) Upsher og Doff eru blaðamenn frá plánetunni Jetsam. Þeir ferðast um allan…
HRingurinn, stærsta LAN mót landsins, stendur yfir um þessar mundir í Háskólanum í Reykjavík. Skúli og Þrándur hjá Nörd Norðursins skelltu sér á staðinn og tóku þessar myndir. Uppfært 10. ágúst 2014 kl. 14:15: 41 nýjum myndum bætt í albúmið.
Rannsakendur fóru inn í þessa rannsókn með vissar fyrirliggjandi væntingar um hverjar niðurstöðurnar gætu orðið. Þá sérstaklega að fólk leggi aðra merkingu í hugtakið nörd nú í dag en það gerði áður fyrr og var grunur um að bæði tölvuleikir og magn af þeim ofurhetju kvikmyndum sem komið hafa fyrir sjónir almennings á undanförnum árum hafi haft áhrif á hugmyndir almennings um hvað það er að vera nörd. Í hefðbundnum enskum orðabókum, í þessu tilfelli netútgáfu Merriam-Webster, var nerd almennt skilgreint sem „an unstylish, unattractive, or socially inept person; especially : one slavishly devoted to intellectual or academic pursuits.“ Á…