Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Við erum stödd á Íslandi. Rokkhljómsveitin Endless Dark eru að túra um landið og eiga aðeins eina tónleika eftir. En, – hvað var nú þetta?! Atli, gítarleikari hljómsveitarinnar, sér skæran glampa í fjarska. Atli ákveður að kanna málið betur og finnur glampandi gylltan skjöld liggjandi í íslenskri náttúru. Um leið og Atli ætlar að taka upp skjöldinn festist skjöldurinn við hönd hans og Atli verður á svipstundu massaður og tanaður. Skyndilega birtist hópur af huldufólki og tilkynnir Atla að hann sé sá útvaldi og sá eini sem getur haldið á The Shield of Nature. Atli er eina von fólksins um…

Lesa meira

Middle-earth: Shadow of Mordor er ný viðbót við Miðjörð, ævintýraheim J. R. R. Tolkien. Í þessum þriðju persónu ævintýraleik frá Monolith Productions og Behaviour Interactive fer spilarinn með hlutverk hetjunnar Talion. Sagan gerist mitt á milli The Hobbit og Hringadróttinssögu þar sem Sauron hefur snúið aftur með her sinn til Mordors og handsamað eða drepið flesta sem á vegi þeirra urðu – meðal annars eiginkonu og son Talions. Í hefndarhug ferðast Talion um Mordor ásamt minnislausum álfi sem fylgir honum hvert skref. Í leiknum fær spilarinn að vita meira um uppruna töfrahringsins Ring of Power og verður fljótt ógnarlegasti bardagakappinn…

Lesa meira

Eflaust muna margir lesendur Nörd Norðursins eftir leiktækjasalnum Fredda bar sem naut mikilla vinsælda rétt fyrir aldamót. En þær gleðifréttir voru að berast að Freddi mun snúa aftur og opnar næstkomandi föstudag! Mikill skortur hefur verið á góðum spilakassasal á Íslandi og þess vegna eru þetta frábærar fréttir fyrir okkur leikjanördana. Fredda bar var með flott úrval af spilakössum á sínum tíma en samkvæmt frétt DV mun nýji staðurinn bjóða uppá fjölbreytt efni, gamalt og nýtt. Þar ber að nefna klassíska spilakassa á borð við Mortal Kombat, NBA, Donkey Kong og Pac-Man, sjö kúluspil, auk þess sem gestir geta leigt sérstök herbergi…

Lesa meira

Skráning er hafin í Hearthstone-mót Ground Zero sem fer fram 18. október 2014. Þátttökugjald er 2.000 kr. og er 15 tíma tölvunotkun á Ground Zero innifalin í verðinu. Á Facebook-síðu Ground Zero er farið yfir reglur mótsins: – Hver leikmaður velur 3 stokka fyrir match-up. Fyrstur til að vinna alla þrjá stokka andstæðingsins vinnur. Í finals velja leikmenn 5 stokka í stað 3. . – Báðir leikmenn mega banna 1 class á móti sér. t.d. rouge, mage o.s.frv. . – Pásur verða á ákveðnum tímum. Ekki er leyfilegt að fara af Ground Zero á meðan á mótinu stendur nema þegar…

Lesa meira

Svartir Sunnudagar snúa aftur í vetur með tvöfaldar sýningar en þeir hefja leikinn sunnudaginn 12. október, en þá verða Barbarella og Danger: Diabolik á dagskrá. Þeir Hugleikur Dagsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) er stofnuðu kult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, munu standa fyrir kvikmyndasýningum í Bíó Paradís í vetur. Síðasti vetur gekk vonum framar, þar sem fjöldinn allur mætti á mjög fjölbreytta og beitta dagskrá sem í boði var. Hægt er að fylgjast með dagskrá Svartra Sunnudaga á heimasíðu Bíó Paradísar og Facebook-síðu Svartra Sunnudaga. Dagskráin er með örlitlu breyttu sniði í vetur en Svartir Sunnudagar hefja…

Lesa meira

Mikil gróska hefur átt sér stað í hinum norræna leikjaiðnaði undanfarin ár. Hér á Íslandi hafa leikjafyrirtækin CCP og Plain Vanilla Games verið mest áberandi í umræðunni en á sama tíma eru ný leikjafyrirtæki að taka sín fyrstu skref með ferskar leikjahugmyndir. Þar má meðal annars nefna Lumenox Games með leikinn Aaru’s Awakening sem er væntanlegur á PlayStation 4 síðar á þessu ári og Asunder: Earthbound, fyrsta útgefna Oculus Rift leikinn frá íslensku fyrirtæki, sem leit dagsins ljós á seinast ári. Á Norðurlöndunum má finna fjölmörg leikjafyrirtæki sem margir tölvuleikjaspilarar ættu að kannast við; Rovio frá Finnlandi (Angry Birds), DICE…

Lesa meira

Síðastliðinn sunnudag lauk RIFF. Í ár voru sýndar yfir hundrað myndir frá fjörtíu löndum á aðeins ellefu dögum. Það þýðir að það er erfitt að ná að sjá allar þær myndir sem maður hefur áhuga á að fara á. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fer á þessa hátíð og get því miður ekki borið hana saman við fyrri ár. Ég er þó full viss um að ég fari aftur á næsta ári þar sem þessi hátíð var mjög skemmtileg og mjög notalegt andrúmsloft lá yfir hátíðinni. Síðastliðinn laugardag fór fram verðlaunaafhending hátíðarinnar þar sem ítalska myndin Ég hætti…

Lesa meira

Páfugl úti í mýri er alþjóðleg barnabókmenntahátíð sem fer fram 9.-12. október 2014 og á henni koma fram á fjórða tug íslenskra og erlendra rithöfunda. Á hátíðinni verða ýmsar vinnustofur, málstofur og einnig haldið málþing um framtíð barnabókmennta. Ýmislegt á hátíðinni kemur inn á heim nördanna – sem og næstu kynslóð nörda – og er hátíðin tilvalin fyrir fjölskyldur sem vilja sameinast í nördisma sínum eina helgi. Nördavænar málstofur eru nokkrar Fyrst má nefna Upp á líf og dauða á plánetunni Jörð (9. október, kl. 11.00-12.00) en þar munu rithöfundarnir Marit Anne Sara,, Lana Hansen og Andri Snær Magnason, sem…

Lesa meira

Kvikmyndaverið Universal hefur tryggt sér réttinn að Vikingr, víkingamynd Baltasars Kormáks og RVK Studios sem er meðframleiðandi ásamt Working Title og Marc Platt Productions. Baltasar mun leikstýra myndinni sem byggir á handriti hans og Ólafs Egils Egilssonar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Universal og Baltasar vinna saman, en kvikmyndirnar 2 Guns og Contraband eftir Baltasar voru einnig unnar í samstarfi við Universal. Frá þessum fréttum greina Hollywood Reporter og Deadline. Um þessar mundir er Baltasar önnum kafinn við eftirvinnslu á Everest, sem verður frumsýnd verður í september á næsta ári og er líka framleidd af Universal og Working Title. Balti mun einnig…

Lesa meira