Íslenskt

Birt þann 20. október, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Sápukúlukappinn AT-LI – Ný íslensk leikfangahönnun

Við erum stödd á Íslandi. Rokkhljómsveitin Endless Dark eru að túra um landið og eiga aðeins eina tónleika eftir. En, – hvað var nú þetta?! Atli, gítarleikari hljómsveitarinnar, sér skæran glampa í fjarska. Atli ákveður að kanna málið betur og finnur glampandi gylltan skjöld liggjandi í íslenskri náttúru. Um leið og Atli ætlar að taka upp skjöldinn festist skjöldurinn við hönd hans og Atli verður á svipstundu massaður og tanaður. Skyndilega birtist hópur af huldufólki og tilkynnir Atla að hann sé sá útvaldi og sá eini sem getur haldið á The Shield of Nature. Atli er eina von fólksins um að sigra kuldabola, Frostar the Winter King, og þar með komið í veg fyrir endalausan íslenskan vetur!

ATLI2

Svona hljómar baksaga sápukúlukappans AT-LA og illmennisins Frostar sem eru handgerð leikföng sem hinn 27 ára Viktor Sigursveinsson bjó til. Viktor titlar sig sem listleikfangagerðarmann en er einnig söngvari í rokkhljómsveitinni Endless Dark, ásamt því að vera nuddari. Snemma á þessu ári byrjaði Viktor að búa til leikföng í takmörkuðu magni sem eru aðallega ætluð söfnurum. Hvert leikfang er sérstakt og unnið af Viktori í höndunum og þar af leiðandi eru engin tvö leikföng alveg eins. Til að búa til kallana notar Viktor mismunandi parta af gömlum dótaköllum og gerir sílikon mót af þeim sem hann steypir svo með resín plasti. Partarnir eru svo snyrtir til, málaðir og að lokum eru hlutirnir festir saman.

Atli, bróðir Viktors, myndskreytti og prentaði umbúðirnar fyrir fígúrurnar en hann er jafnframt gítarleikari Endless Dark. Hægt er að fylgjast með leikfangagerð Viktors á Facebook-síðunni Viktor’s Vintages, en þar má einnig finna fleiri dótakalla á borð við Kúka-Ladda. Viktor segist lauma á fleiri leikfanga hugmyndum en ætlar að sjá hvernig undirtektirnr verða áður en lengra er haldið.

Horfðu á auglýsinguna fyrir sápukúlukappann mikla hér fyrir neðan!

 

AT-LI And The Bubble Warriors

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

 

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑