Aaru’s Awakening er pallaleikur í tvívídd (scrolling platformer) frá íslenska leikjafyrirtækinu Luminox Games, átta manna fyrirtæki staðsett í Hafnarfirðinum. Fyrirtækið var stofnað 2012 og Aaru’s Awakening er fyrsti og eini leikurinn þeirra hingað til. Sjálfur fékk ég að prófa leikinn á Haustráðstefnu Advania 2013 og þótti hann áhugaverður. Aaru þessi er, í orðum Lumenox, blanda af hana og górillu og er Meistari Dögunar. Í þessum heimi eru guðirnir kenndir við mismunandi birtuskilyrði og nefnast Dögun, Dagur, Rökkur og Nótt (Dawn, Day, Dusk and Night). Guðirnir hafa gert samning sín á milli til að allt gangi friðsamlega fyrir sig en nú…
Author: Nörd Norðursins
Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri
Uppfærslukerfi EVE Online Lengi vel var EVE Online uppfærður aðeins nokkrum sinnum á ári með heldur stórum uppfærslupökkum. Í fyrra tilkynnti CCP, á Fanfest, að þessu uppfærslu módeli yrði breytt og undanfarið ár hafa uppfærslurnar verið mun fleiri og mun minni. Með þessu hefur fyrirtækinu tekist að uppfæra leikinn hratt og örugglega og komið til móts við þarfir spilara á mun skilvirkari hátt en áður. CCP segir að nýja módelið sé mun hentugra en það eldra og gefi þeim meiri sveigjanleika og ætli því að halda áfram á sama spori. Það getur þó verið erfitt fyrir EVE spilara að átta…
Þessi skemmtir sér konunglega í EVE: Valkyrie á Fanfest! https://youtu.be/qP5EV9sDETs
CCP bauð gestum EVE Fanfest að prófa EVE: Valkyrie, en leikurinn er enn í vinnslu og má gera ráð fyrir því að leikurinn komi á markað á svipuðum tíma og Oculus Rift og Sony Morpheus sýndarveruleikagleraugun koma á markað, á þessu eða næsta ári. Á bilinu 1.300 – 1.400 manns prófuðu leikinn á Fanfestinu í ár og virtust viðbrögð spilara yfir höfuð vera mjög jákvæð. Kristján S. Einarsson er einn þeirra sem prófaði leikinn á laugardaginn og voru þetta hans viðbrögð við leiknum: Þetta er mjög flottur leikur sem minnir mann á gömlu góðu dagana, leiki á borð við Wing…
EVE Online Keynotes fór fram í gær á Fanfest en þar fóru starfsmenn CCP yfir framtíðarsýn fyrirtækisins á tölvuleiknum EVE Online og tilkynntu væntanlegar uppfærslur og breytingar á leiknum. Viðburðurinn endaði á þessari magnaðir stiklur úr leiknum. https://youtu.be/s3060a8NkOk Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri
CCP hefur sent frá sér nýtt sýnishorn úr EVE: Valkyrie. Ólíkt fyrri útgáfum af leiknum er umhverfið meira lifandi en áður þar sem hlutir eru á hreyfingu og risavaxin geimskip úr EVE heiminum birtast skyndlega í miðjum leik. Leikurinn styður Oculus Rift og Sony Morpheus sýndargleraugun sem eru væntanleg á markað 2015-2016. https://youtu.be/DZ4gpjwJa08 Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri
Erlendir gestir EVE Fanfest hátíðar og ráðstefnu CCP, sem fram fer í Hörpu um helgina og hefst núna á fimmtudaginn 19. mars, eru byrjaðir að streyma til landsins. Alls er búist við um 1.500 erlendum gestum á hátíðina að þessu sinni, þar af um 50 blaðamönnum frá mörgum stærstu leikja- og tæknimiðlum heims ásamt almennum fjölmiðlum á borð við BBC, Bild og The Guardian. Alls er búist við að um 3.000 manns sæki hátíðina um helgina. EVE Fanfest er nú haldin í ellefta sinn og hefur stækkað mikið síðan hún var fyrst haldin á efri hæð Kaffi Sólon árið 2004.…
Meðlimir 501st verða með kynningu á starfsemi sinni fimmtudaginn 19. mars kl. 18:00 í Nexus. 501st eru alþjóðleg búningasamtök og geta aðeins þeir sem eiga Star Wars búning illmenna úr myndunum frægu gerst meðlimir í samtökunum. Star Wars búningar verða á staðnum og geta áhugasamir fengið ítarlegar upplýsingar um hvernig búningarnir voru búnir til eða hvar þeir voru fengnir. Íslandsdeild 501st var stofnuð árið 2003 samkvæmt Facebook-síðu samtakanna sem samanstendur af tveimur meðlimum og fjölda stuðningsmanna. Þrátt fyrir ógnvekjandi búninga eru meðlimir samtakanna með stór og góð hjörtu en meðlimir deildarinnar kíktu meðal annars í heimsókn á Barnaspítala Hringsins árið 2014…
Á hverjum þriðjudegi verða sýndir tveir þættir af Buffy the Vampire Slayer. Þættirnir eru frá árunum 1997-2003 og er það Sarah Michelle Gellar sem fer með hlutverk Buffy Summers, aðalpersónu þáttanna. Joss Whedon stendur á bakvið gerð þáttanna en hann er vel þekktur í nördaheiminum, m.a. fyrir að skrifa handrit og leikstýra myndum á borð við The Avengers, Alien: Resurrection og Serenity. Vínsmakkarinn sýnir þriðju seríu um þessar mundir og eru tveir þættir sýndir á hverjum þriðjudegi. Sýning hefst kl. 20:00 og er hver þáttur um 45 mínúturu að lengd. Þættirnir eru allir sýndir með enskum texta. Skoða viðburð á…