Deadpool er kvikmynd byggð á samnefndri andhetju úr Marvel teiknimyndasöguheiminum. Deadpool er væntanleg í kvikmyndahús árið 2016 og leikstýrir Tim Miller myndinni. Með aðalhlutverk fara Ryan Reynolds (sem Deadpool), Morena Baccarin, Gina Carano og T.J. Miller. Athugið að stiklan er ekki við hæfi barna. https://youtu.be/FyKWUTwSYAs
Author: Nörd Norðursins
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur tilkynnt um útgáfu á nýjum tölvuleik, Gunjack fyrir farsíma og Gear VR útbúnað Samsung. Fyrirtækið mun kynna leikinn fyrir blaðamönnum og starfsmönnum tölvuleikjaiðnaðarins á Gamescom ráðstefnuninni í Köln í Þýskalandi. Á sömu ráðstefnu, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu, kynnir fyrirtækið jafnframt annan væntanlegan leik sinn, EVE: Valkyrie, sem koma mun út fyrir PlayStation 4 leikjavélar SONY og Oculus Rift sýndarveruleikabúnað Oculus VR á PC. Gunjack er hannaður fyrir sýndarveruleika (VR) og nýjan útbúnað farsímaframleiðandans Samsung; Samsung Gear VR. Leikurinn leit fyrst dagsins ljós sem prufútgáfa á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í maí á…
Bjarki Þór Jónsson skrifar: Breska tölvuleikjafyrirtækið Rocksteady hefur svo sannarlega gert góða hluti með Batman: Arkham leikjaseríunni. Árið 2009 kom fyrsti leikurinn í seríunni, Batman: Arkham Asylum, út og síðan þá hefur nýr Batman: Arkham leikur bæst við seríuna á u.þ.b. tveggja ára fresti; Batman: Arkham City árið 2011, Batman: Arkham Origins árið 2013 og Batman: Arkham Knight sem kom út á þessu ári. Nýjasti leikurinn er fáanlegur á PC, PlayStation og Xbox One og er væntanlegur á OS X og Linux síðar á þessu ári. Þessi gagnrýni byggir á PS4 útgáfu leiksins, en PC útgáfa leiksins hefur hlotið blendna…
Helgi Freyr Hafþórsson skrifar: Leikjaframleiðandinn Traveller´s Tales, eða Tt Games, hefur verið í bransanum síðan 1991 og fyrsti leikur þeirra bar nafnið Leander, þar sem spilarar áttu að berjast við vonda galdrakallinn Thanatos og bjarga prinsessunni Lucanna. Þrátt fyrir að hafa búið til þann leik ásamt leikjum sem innihalda þekktar Disney persónur, tvo Sonic leiki og tvo aðra Crash Bandicoot leiki þá er Tt Games lang þekktast fyrir LEGO aðlögun sína á þekktum kvikmyndum, ofurhetjum og öðrum fígurum sem tengjast LEGO veröldinni. Því kom það lítið á óvart þegar tilkynnt var um að Jurassic World fengi sömu lagningu. En það…
Árið 2011 stofnuðu þær Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir bókaútgáfuna Bókabeituna og hafa síðan þá verið öflugar á útgáfumarkaðnum. Bókabeitan hefur einbeitt sér að bókum fyrir börn og unglinga, en einnig teygt sig upp í young adult lesendahópinn. Þá hafa þær lagt sérstaka áherslu á ævintýrabækur og ber þar hæst Rökkurhæðabókaflokkurinn, en þær bækur skrifa Birgitta og Marta sjálfar. Bókabeitan er ungt og skemmtilegt forlag og verður gaman að fylgjast með því vaxa í framtíðinni. Bækur gefnar út undir formerkjum þess og systurmerkjum ættu að falla vel að áhugasviði lesenda Nörd Norðursins og hvetjum við ekki síst nördalega…
Skráning er hafin í stærsta LAN-mót ársins. HRingurinn er árlegt LAN-mót á vegum Tvíundar, félags tölvunarfræði-, stærðfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við Háskólann í Reykjavík, og verður haldið dagana 7. – 9. ágúst í Háskólanum í Reykjavík. Skráning fer fram hér á www.hringurinn.net. Öllum er velkomið að skrá sig, sama hvort þeir stundi nám í HR eða ekki. Keppt verður í Counter-Strike Go, League Of Legends, Hearthstone og fleiri leikjum. Þátttökugjald er 4.900 kr. á meðan á skráningu stendur á heimasíðu HRingsins og verður lokað fyrir forsölu sunnudaginn 2. ágúst. Þeir sem ná ekki að skrá sig í tæka tíð geta skráð…
Helgi Freyr Hafþórsson skrifar: Þessi gagnrýni byggir á PS4 útgáfu leiksins. Mikil spenna ríkti þegar spilun leiknum var smellt í tölvuna, en sú spennan tengdist mikið eldri minningum af Skyrim, þar sem fjöldinn allur af fólki er enn að spila þann leik í dag. Hins vegar þá er mikill munir á þessum leikjum, þar sem annar er spilaður á netinu með fjölda annarra spilara en hinn er meira í því að leikmenn spila einir í sínum eigin heimi. Eitt af því sem margir Skyrim spilarar hafa beðið um lengi, að geta spilað við aðra í þessum heimi. Er þá ekki…
Daníel Páll Jóhannsson skrifar: Magicka 2 er leikur frá Pieces Interactive og gefinn út af Paradox Interactive sem fjallar um galdrakarla í Midgård. Leikurinn er framhald af fyrri leik sem heitir Magicka og var nokkuð vel liðinn. Magicka 2 byrjar á því að segja sögu galdrakarla í heiminum og hvernig þeir lögðu allt í rúst með stríði sín á milli. Bændur, aðalsmenn, féhirðar og hirðfífl urðu öll saman fyrir barðinu á göldrunum og ýtti þetta undir stöðugt hatur á galdra og alla notendur galdra. Spilari byrjar með galdrakallinn sinn í rústum Aldrheim, sem er stærðarinnar kastali. Í kastalanum er farið…
Gömlu leikirnir fá svo sannarlega að njóta sín á Fredda, en frá því að spilakassasalur Fredda opnaði í fyrra hafa reglulega verið haldin Íslandsmeistaramót í gömlum og klassískum leikjum, þar á meðal í Pac-Man og The Addams Family kúluspilinu. Nú er komið að Street Fighter. Hadouken! Keppt verður í Street Fighter II: The World Warrior á Fredda (Ingólfsstræti 2) sunnudaginn 19. júlí kl. 16:00. Þátttökugjald er 500 kr. og verða þrjú efstu sætin verðlaunuð; vinnigshafinn fær 15.000 kr í klinki á meðan 2.-3. sætið fá inneign á Fredda. Til að skrá sig til leiks er hægt að senda þeim á…
Sjöunda Star Wars myndin, Star Wars: The Force Awakens, er væntanleg í kvikmyndahús í desember 2015. J.J. Abrams (Star Trek og Super 8) leikstýrir myndinni og munu Star Wars aðdáendur kannast við mörg andlit í myndinni; Mark Hamill fer aftur með hlutverk Luke Skywalker, Harrison Ford leikur Han Solo og Peter Mayhew mætir í gervi Chewbacca. Simon Pegg, Andy Serkis og Gwendoline Christie fara einnig með stór hlutverk. https://youtu.be/oAsjdX2_ePA -BÞJ